Íslandsmót einstaklinga með forgjöf 2013

Mótanefnd óskar eftir fólki til aðstoðar við Íslandsmót einstaklinga í keilu með forgjöf sem verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars n.k. Vinsamlega hafið samband við mótanefnd [email protected]

Forkeppnin fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilaðir eru 8 leikir í forkeppninni, 4 leikir í hvoru húsi. Keppni í milliriðili fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. mars og hefst keppni kl. 19:00. Keppni í undanúrslitum fer fram í í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00 og keppni í úrslitum fer fram strax að loknum undanúrslitunum. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Skráning er á netinu og lýkur fimmtudaginn 28. febrúar kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu

Brautaskipanin fyrir Íslandsmót einstaklinga með forgjöf er tilbúin. Sjá nánar hér Konurnar byrja í Egilshöllinni laugardaginn 2. mars og spila síðan í Öskjuhlíðinni á sunnudaginn 3. mars. Karlarnir spila í Öskjuhlíðinni laugardaginn 2. mars og í Egilshöllinni á sunnudaginn 3. mars. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00. Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013.

Sjá reglugerð um Íslandsmót einstaklinga.

Snæfríður Telma Jónsson ÍR og Kristján Þórðarson ÍA voru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf 2012. Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Íslandsmeistarar unglinga 2013

Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Andri Freyr Jónsson KFR eru Íslandsmeistarar unglinga í opnum flokki 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titlum.

Til úrslita í opnum flokki stúlkna kepptu Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR úr 1. flokki stúlkna og Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA úr 2. flokki stúlkna. Katrín Fjóla spilaði mjög vel í úrslitunum og vann Jóhönnu í fyrsta leiknum með 200 á móti 169. Það voru því Katrín Fjóla og Hafdís Fjóla sem spiluðu til úrslita. Katrín Fjóla spilaði 212 í öðrum leiknum og 167 í þriðja leiknum , en Hafdís Pála spilaði 157 og 134 og því vann Katrín Fjóla með samtals 379 á móti 291.

Til úrslita í opnum flokki pilta kepptu þrír efstu keppendurnir úr 1. flokki pilta, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Andri Freyr Jónsson KFR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR, en þeir spiluðu einnig til úrslita í þeim flokki. Þeir spiluðu allir mjög vel og keppnin var mjög jöfn og spennandi. Andri Freyr vann Hlyn Örn í fyrsta leiknum með 221 á móti 219. Það voru því Andri Freyr og Guðmundur Ingi sem spiluðu til úrslita. Andri Freyr spilaði 256 öðrum leiknum og 187 í þriðja leiknum, en Guðmundur Ingi spilaði 167 og 275 og var nærri því að jafna muninni. Leikar fóru þannig að Andri Freyr vann með einum pinna 443 á móti 442.

Sjá úrslitaleiki mótsins

Til úrslita í opnum flokki keppa þrír meðaltalshæstu keppendur mótsins í stúlkna- og piltaflokki að lokinni forkeppninni og eru úrslitin spiluðu þannig að keppandi í 3. sæti keppir við keppanda í 2. sæti og sigurvegarinn úr þeim leik keppir einn leik við keppanda í 1. sæti þar sem spilaðir eru tveir leikir og ræður heildarskor úr þeim leikjum úrslitum.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í stúlknaflokki eru Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR opinn flokkur, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1. flokkur, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 2. flokkur, Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 3. flokkur, Elva Rós Hannesdóttir ÍR 4. flokkur.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í piltaflokki eru Andri Freyr Jónsson KFR opinn flokkur, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. flokkur, Gylfi Snær Sigurðsson ÍA 2. flokkur, Jökull Byron Magnússon KFR 3. flokkur, Jóhann Ársæll Atlason ÍA 4. flokkur og Sölvi Steinn Bjarkason ÍR 5. flokkur.

Til úrslita í 1. flokki pilta kepptu Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Andri Freyr Jónsson KFR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR.  Hlynur Örn vann Andra Freyr í fyrsta leiknum með 207 leik gegn 192 og síðan vann hann Guðmund Inga með samtals 393  gegn 370 með 159 og 234 leikjum á móti 158 og 212.

Til úrslita í 2. flokki pilta kepptu Benedikt Svavar Björnsson ÍR, Alexander Halldórsson ÍR og Gylfi Snær Sigurðsson ÍA. Gylfi Snær vann Alexander í fyrsta leiknum með 149 gegn 128 og síðan vann hann Benedikt Svavar með samtals 392  gegn 315 með 147 og 245 leikjum á móti 128 og 187.

Sjá nánar um mótið

Sjá upplýsingar um Íslandsmót unglinga og Íslandsmeistara fyrri ára

Íslandsmót unglinga 2013 – Úrslit

Keppni á Íslandsmóti unglinga 2013 lauk í Keiluhöllinni í Egilshöll sunnudaginn 24. febrúar. Alls tóku 35 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni og var keppt í fimm flokkum pilta og fjórum flokkum stúlkna og því krýndir 11 Íslandsmeistarar 2013. Keppt var til úrslita í 1. flokki stúlkna og 1. og 2. flokki pilta auk þess sem keppt var til úrslita í opnum flokki stúlkna og pilta.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í stúlknaflokki eru Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR opinn flokkur, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1. flokkur, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 2. flokkur, Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 3. flokkur, Elva Rós Hannesdóttir ÍR 4. flokkur.

Íslandsmeistarar unglinga 2013 í piltaflokki eru Andri Freyr Jónsson KFR opinn flokkur, Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1. flokkur, Gylfi Snær Sigurðsson ÍA 2. flokkur, Jökull Byron Magnússon KFR 3. flokkur, Jóhann Ársæll Atlason ÍA 4. flokkur og Sölvi Steinn Bjarkason ÍR 5. flokkur.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki var þannig að lokinni úrslitakeppni:

1. flokkur stúlkur
1. sæti Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
2. sæti Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR
3. stað Natalía G. Jónsdóttir ÍA

1. flokkur piltar
1. sæti Hlynur Örn Ómarsson ÍR
2. sæti Guðmundur Ingi Jónsson ÍR
3. sæti Andri Freyr Jónsson KFR

2. flokkur stúlkur
1. sæti Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA
2. sæti Gabríela Oddrún Oddsdóttir ÍR

2. flokkur piltar
1. sæti Gylfi Snær Sigurðsson ÍA
2. sæti Benedikt Svavar Björnsson ÍR
3. sæti Alexander Halldórsson ÍR

3. flokkur stúlkur
1. sæti Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR
2. sæti Helga Ósk Freysdóttir KFR
3. sæti Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR

3. flokkur piltar
1. sæti Erlingur Sigvaldason ÍR
2. sæti Jökull Byron Magnússon KFR
3. sæti Bergþór Ingi Birgisson KFR

4. flokkur stúlkur
1. sæti Elva Rós Hannesdóttir ÍR

4. flokkur piltar
1. sæti Jóhann Ársæll Atlason ÍA
2. sæti Arnar Daði Sigurðsson ÍA
3. sæti Ágúst Ingi Stefánsson ÍR

5. flokkur piltar
1. sæti Sölvi Steinn Bjarkason ÍR
3. sæti Hinrik Óli Gunnarsson ÍR

Sjá lokastöðu mótsins og alla leikina í mótinu og úrslitaleiki mótsins
Sjá stöðuna eftir þriðja keppnisdag, leikirnir fyrstu þrjá keppnisdagana
Sjá stöðuna eftir annan keppnisdag, leikirnir fyrstu tvo keppnisdagana
Sjá stöðuna eftir fyrsta keppnisdag, leikirnir fyrsta daginn
 

Sjá upplýsingar um Íslandsmót unglinga og Íslandsmeistara fyrri ára

Íslandsmót unglinga – Staða eftir þriðja daginn

Nú er þremur fyrstu keppnisdögunum af fjórum lokið á Íslandsmóti unglinga í keilu 2013. Í dag laugardaginn 23. febrúar var keppt í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hafa keppendur í 3. 4. og 5. flokki spilað 9 leiki. Keppendur í 1. og 2. flokki kepptu ekki í morgun. Sjá stöðuna eftir þriðja keppnisdag, leikirnir fyrstu þrjá keppnisdagana

Fjórða umferðin og úrslit fara svo fram í Keiluhöllinni Egilshöll sunnudaginn 24. febrúar.

Keppendur í 1. og 2. flokki byrja að spila á sunnudaginn 24. febrúar klukkan 08:00 í Egilshöllinni

Keppendur í 3. 4. og 5 flokki byrja að spila klukkan 09:30 á sunnudaginn 24. febrúar í Egilshöllinni. 

 

Bikarkeppni KLÍ 4 liða úrslit

Dregið var í 4. liða úrslit Bikarkeppni liða í kvöld áður en deildarkeppni hófst í Egilshöllinni.

Í kvennaflokki taka KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngunum og ÍR-TT á móti ÍR-BK í Egilshöllinni. Í karlaflokki tekur ÍR-L á móti ÍA-W í Öskjuhlíðinni og ÍA tekur á móti ÍR-KLS í Keilusalnum á Akranesi.

Undanúrslit Bikarkeppninnar fara fram þriðjudaginn 2. apríl n.k.

Olíuburður í Bikarkeppni KLÍ er 40 fet Vargen.

Sjá reglugerð um Bikarkeppni liða og úrslit fyrri umferða.

Fáum við að sjá nýja bikarmeistara liða í ár?

ÍR-KLS urðu bikarmeistarar liða síðustu 3 árin 2010 – 2012, ÍR-TT urðu bikarmeistarar 2012 og 2010, KFR-Afturgöngurnar hafa 12 sinnum orðið bikarmeistarar, síðast árið 2011 og eru sigursælastar allra liða. KFR-Valkyrjur voru bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. Önnur lið sem keppa í undanúrslitunum að þessu sinni hafa ekki orðið bikarmeistarar liða. Sjá bikarmeistara fyrri ára.

Staðan í 1. deild karla

Þegar 13. umferðum er lokið í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu er röð efstu liðanna óbreytt. ÍR-PLS hefur nú 10 stiga forystu á ÍA í efsta sæti deildarinnar með 199,5 stig, en ÍA er með 189,5 stig. ÍR-KLS kemur síðan í 3. sæti með 173,5 stig og einn leik til góða á móti KR-C og hefur náð góðri forystu á ÍA-W í fjórða sæti með 147,5 stig.

Skagaliðin ÍA og ÍA-W mættust á heimavelli á Skaganum og lauk viðureigninni með 16 – 4 sigri ÍA. Í Öskjuhlíðinni tók ÍR-L á móti KR-A fóru leikar einnig 4 – 16. Í Egilshöllinni tók KFR-Stormsveitin á móti KFR-JP-kast og urðu að játa sig sigraða 8 – 12. KFR-Lærlingar mættu til leiks með Arnar Davíð Jónsson og unnu ÍR-PLS nokkuð óvænt 13 – 7. Leik ÍR-KLS og KR-C í 13. umferð var frestað að beiðni ÍR-KLS og hefur nýr leiktími ekki verið ákveðinn.

Úrslit leikja 13. umferðar sem fóru fram sunnudaginn 10. febrúar og þriðjudaginn 12. febrúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍA-W 16 – 4
ÍR-L – KR-A 4 – 16
KFR-Stormsveitin – KFR-JP-kast 8 – 12
KFR-Lærlingar 13 – 7

 Hafþór Harðarson ÍR-PLS er enn með hæsta meðaltal deildarinnar 221,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 18 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er nú kominn í þriðja sætið með 202,4 að meðaltali í 30 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Róbert Dan Sigurðsson efstur með 0,778 stig að meðaltali í leik, Hafþór Harðarson kemur næstur með 0,764 stig að meðaltali og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W er þriðji með 0,744 að meðaltali í 39 leikjum. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,72, Arnar kemur næstur með 6,22 og Stefán Claessen ÍR-KLS er þriðji með 5,70. Magnús Magnússon á hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Stefán Claessen 280. Kristján Þórðarson ÍA á hæstu seríuna 773, Hafþór kemur næstur með 747 og síðan Arnar með 727.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 14. umferð þriðjudaginn 19. febrúar mætast í Egilshöllinni ÍR-PLS og KR-C, ÍR-KLS og ÍA, KR-A og KFR-Stormsveitin, KFR-JP-kast og KFR-Lærlingar. Leikur ÍA og ÍR-PLS fór fram í Keilusalnum á Akranesi á sunnudaginn.
 

Staðan í 1. deild kvenna

Þegar 13 umferðum af 18 er lokið á Íslandsmóti liða í 1. deild kvenna eru KFR-Valkyrjur í efsta sæti með 207,5 stig og komnar með 19,5 stiga forystu á KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 188 stig. ÍR-Buff er komið í 3. sæti með 175 stig, 4,5 stigum meira en ÍR-TT sem er í 4. sæti með 170,5 stig.

Í 13. umferð fóru KFR-Valkyrjur í Öskjuhlíðina og tóku 19 stig á móti ÍR-N á útivelli. KFR-Afturgöngurnar heimsóttu ÍR-TT í Egilshöllina og náðu 8 stigum á móti 12 stigum hjá ÍR-TT. ÍR-Buff unnu ÍR-KK 20 – 0 á heimavelli í Egilshöllinni. ÍA tók 6 stig á móti 12 hjá ÍFH-DK á heimavelli á Skaganum og KFR-Skutlurnar og ÍR-BK skildu jöfn 10 – 10 í Egilshöllinni.

Úrslit leikja 13. umferðar sem fram fóru fram sunnudaginn 10. og mánudaginn 11. febrúar 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍFH-DK 6 – 14
ÍR- N – KFR-Valkyrjur 1 – 19
ÍR-Buff – ÍR-KK 20 – 0
KFR-Skutlurnar – ÍR-BK 10 – 10
ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar 12 – 8

Keppnin um einstaklingsafrek deildarinnar er jafnari og meira spennandi en oft áður. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 181,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 175,7 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 175,5 báðar í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er Ástrós búin að ná toppsætinu með 0,846 stig að meðaltali í leik, Elín kemur næst með 0,833 stig að meðaltali og þriðja er Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 0,815 stig að meðaltali í leik. Linda Hrönn er með hæsta fellumeðaltalið 4,0 að meðaltali í leik, Elín er með 3,94 og Ástrós er með 3,87. Linda Hrönn á hæsta leikinn 246, Ástrós kemur næst með 244 og Elín er þriðja með 238. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna sem hún spilaði í síðustu umferð 650, Elína kemur næst með 643 og þriðja er Linda Hrönn með 611.

Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 14. umferð sem fer fram mánudaginn 18. febrúar mætast: ÍR-BK og ÍA, ÍFH-DK og ÍR-Buff, ÍR-KK og ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar og ÍR-N í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og KFR-Valkyrjur og KFR-Skutlurnar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Nýtt meðaltal 31. janúar 2013

Birt hefur verið nýtt allsherjarmeðaltal miðað við 31. janúar 2013. Hafþór Harðarson ÍR er enn með hæsta meðaltalið 221 og næstir á eftir honum koma ÍR ingarnir Robert Anderson 214, Magnús Magnússon 212 og Arnar Sæbergsson 209. Ástrós Pétursdóttir ÍR er með hæsta meðaltal kvenna 185 og næstar á eftir henni koma Elín Óskarsdóttir 179 og Dagný Edda Þórisdóttir 178 úr KFR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 176.

Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn

Íslandsmót unglinga – Staða eftir annan daginn

Nú er tveimur fyrstu keppnisdögunum lokið á Íslandsmóti unglinga í keilu 2013. Í dag sunnudag 17. febrúar var keppt í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hafa keppendur í 1. og 2. flokki nú spilað 12 leiki, en keppendur í 3., 4. og 5. flokki hafa spilað 6 leiki. Sjá stöðuna eftir annan keppnisdag, leikirnir fyrstu tvo keppnisdagana

Sú breyting hefur hefur verið gerð á dagskránni um næstu helgi að keppendur í 3., 4. og 5 flokki byrja að spila klukkan 10:00 á laugardaginn 23. febrúar í Öskjuhlíðinni og klukkan 09:30 á sunnudaginn 24. febrúar í Egilshöllinni.  Keppendur í 1. og 2. flokki byrja að spila á sunnudaginn 24. febrúar klukkan 08:00 í Egilshöllinni.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki eftir annan keppnisdag er þannig:

1. flokkur stúlkur
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1.968
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 1.906
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 1.775

1. flokkur piltar
Andri Freyr Jónsson KFR 2.221
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 2.177
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 2.095

2. flokkur stúlkur
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 1.822
Gabríela Oddrún Oddsdóttir ÍR 1.111

2. flokkur piltar
Alexander Halldórsson ÍR 1.928
Benedikt Svavar Björnsson ÍR 1.909
Gylfi Snær Sigurðsson ÍA 1.880
 

3. flokkur stúlkur
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 855
Helga Ósk Freysdóttir KFR 770
Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR 693

3. flokkur piltar
Erlingur Sigvaldason ÍR 865
Jökull Byron Magnússon KFR 824
Bergþór Ingi Birgisson KFR 710

4. flokkur stúlkur
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 625

4. flokkur piltar
Jóhann Ársæll Atlason ÍA 826
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 792
Ágúst Ingi Stefánsson ÍR 691

5. flokkur piltar
Sölvi Steinn Bjarkason ÍR 573
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 568

Sjá stöðuna eftir annan keppnisdag, leikirnir fyrstu tvo keppnisdagana

1. og 2. flokkur spila 18 leiki, 6 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, en í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00 og sunnudag 24. febrúar kl. 08:00.
3., 4. og 5. flokkur spila 12 leiki, 3 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00, í Öskjuhlíð laugardag 23. febrúar kl. 10:00 og í Egilshöll sunnudag 24. febrúar kl. 09:30.
Þrír efstu keppendurnir í 1 – 3 flokki spila til úrslita að lokinni keppni sunnudaginn 24. febrúar, en í 4. og 5. flokki er ekki spilað til úrslita. Úrslit í opna flokknum verða spiluð stax að loknum úrslitum í öðrum flokkum.

Flokka skipting í mótinu er eftirfarandi:
1. Flokkur 17 – 18 ára (f. 1995 – 1996)
2. Flokkur 15 – 16 ára (f. 1997 – 1998)
3. Flokkur 13 – 14 ára (f. 1999 – 2000)
4. Flokkur 11 – 12 ára (f. 2001 – 2002)
5. Flokkur 9 – 10 ára (f. 2003 – 2004)

Sjá nánar í auglýsingu

Íslandsmót unglinga – Staða eftir fyrsta daginn

Keppni á Íslandsmóti unglinga í keilu 2013 hófst um helgina og eru alls 35 keppendur sem taka þátt í mótinu og er það sami fjöldi og síðasta ár. Alls eru 9 stúlkur og 26 piltar, 19 úr ÍR, 10 úr ÍA og 6 úr KFR. Í gær laugardag 16. febrúar var keppt í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og spiluðu keppendur í 1. og 2. flokki 6 leiki, en keppendur í 3., 4. og 5. flokki spiluðu 3 leiki. Sjá stöðuna eftir fyrsta keppnisdag, leikirnir fyrsta daginn

Sú breyting hefur hefur verið gerð á dagskránni um næstu helgi að keppendur í 3., 4. og 5 flokki byrja að spila klukkan 10:00 á laugardaginn 23. febrúar í Öskjuhlíðinni og klukkan 09:30 á sunnudaginn 24. febrúar í Egilshöllinni.  Keppendur í 1. og 2. flokki byrja að spila á sunnudaginn 24. febrúar klukkan 08:00 í Egilshöllinni.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki eftir fyrsta keppnisdag er þannig:

1. flokkur stúlkur
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 955
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 926
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 894

1. flokkur piltar
Andri Freyr Jónsson KFR 1.109
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.089
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 1.010

2. flokkur stúlkur
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 887
Gabríela Oddrún Oddsdóttir ÍR 590

2. flokkur piltar
Gylfi Snær Sigurðsson ÍA 980
Kristinn Sigmarsson ÍR 964
Alexander Halldórsson ÍR 933

3. flokkur stúlkur
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 442
Helga Ósk Freysdóttir KFR 388
Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR 330

3. flokkur piltar
Erlingur Sigvaldason ÍR 493
Jökull Byron Magnússon KFR 411
Bergþór Ingi Birgisson KFR 342

4. flokkur stúlkur
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 325

4. flokkur piltar
Jóhann Ársæll Atlason ÍA 434
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 405
Daníel Trausti Höskuldsson ÍA 362

5. flokkur piltar
Sölvi Steinn Bjarkason ÍR 341
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 284

Sjá stöðuna eftir fyrsta keppnisdag, leikirnir fyrsta daginn

1. og 2. flokkur spila 18 leiki, 6 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, en í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00 og sunnudag 24. febrúar kl. 08:00.
3., 4. og 5. flokkur spila 12 leiki, 3 leiki hvern dag og fer keppni fram í Öskjuhlíð laugardag 16. febrúar kl. 09:00, í Egilshöll sunnudag 17. febrúar kl. 09:00, í Öskjuhlíð laugardag 23. febrúar kl. 10:00 og í Egilshöll sunnudag 24. febrúar kl. 09:30.
Þrír efstu keppendurnir í 1 – 3 flokki spila til úrslita að lokinni keppni sunnudaginn 24. febrúar, en í 4. og 5. flokki er ekki spilað til úrslita. Úrslit í opna flokknum verða spiluð stax að loknum úrslitum í öðrum flokkum.

Flokka skipting í mótinu er eftirfarandi:
1. Flokkur 17 – 18 ára (f. 1995 – 1996)
2. Flokkur 15 – 16 ára (f. 1997 – 1998)
3. Flokkur 13 – 14 ára (f. 1999 – 2000)
4. Flokkur 11 – 12 ára (f. 2001 – 2002)
5. Flokkur 9 – 10 ára (f. 2003 – 2004)

Sjá nánar í auglýsingu