Íslandsmót Para 2014

Forkeppni Para lauk um hádegisbil í dag og efst eftir daginn eru Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Hafþór Harðarson ÍR með 2382 pinna, í 2ru eru Stefán Claessen ÍR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 2227 pinna og 3ju eru Andri Freyr Jónsson KFR og Helga Sigurðardóttir KFR með 2077 pinna.

Leikir í forkeppni.

 Undanúrslit á milli 8 efstu paranna hefst svo kl. 8:00 í fyrramálið og leika svo 2 efstu pörin til úrslita strax á eftir því.

Því miður heltust 2 pör úr lestinni á síðustu stundu og því voru aðeins 14 pör sem léku á mótinu sem gekk mjög vel þó einstaka sinnum hafi þurft að stilla upp eða endurraða keilum.

 

 Frábær þátttaka er í Íslandsmóti para þetta árið, samtals 16 pör eru skráð til leiks kl. 9 á laugardagsmorgun þrátt fyrir að tvenn pör hafi dregið skráningu sína til baka á síðustu metrunum. Búast má við skemmtilegri helgi í Keiluhöllin Egilshöll með fjölbreyttu úrvali para.

Guðný Gunnarsdóttir – Hafþór Harðarson
Andri Freyr Jónsson – Helga Sigurðardóttir
Jökull Byron Magnússon – Ragna Matthíasdóttir
Svavar Þór Einarsson – Elsa G. Björnsdóttir
Guðlaug Aðalsteinsdóttir – Gunnar Guðjónsson
Bergþóra Rós Ólafsdóttir – Þórarinn Már Þorbjörnsson
Guðlaugur Valgeirsson – Hafdís Pála Jónasdóttir
Hlynur Örn Ómarsson – Laufey Sigurðardóttir
Jóna Gunnarsdóttir – Guðmundur Sigurðsson
Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir – Aron Fannar Benteinsson
Jónína Magnúsdóttir – Gylfi Snær Sigurðsson
Natalía G. Jónsdóttir – Skúli Freyr Sigurðsson
Magnús S. Guðmundsson – Margrét Björg Jónsdóttir
Ragna Guðrún Magnúsdóttir – Jóel Eiður Einarsson
Stefán Claessen – Linda Hrönn Magnúsdóttir
Erlingur Sigvaldason – Elva Rós Hannesdóttir
 

Breytingar á dagskrá

Vegna ferðar landsliðs karla til Abu Dahbi, hefur Mótanefnd ákveðið að færa Deildarbikar liða, sem átti að spilast mánudaginn 15. desember til, miðvikudagsins 17. desember í Egilshöllinni fyrir A og C riðla en til fimmtudagsins 18. desember í Öskjuhlíð fyrir B riðil. 

16 liða úrslit bikarsins

Dregið var í 16 liða úrslit Bikarkeppni liða og er upptalningin í þeirri röð sem kom upp úr hattinum.

 

Feitletruð lið eiga heimaleik.

KFR Þröstur – ÍR S

KR A – KR D

ÍR KLS – ÍR PLS

ÍA W – ÍR Broskarlar

KFR Stormsveitin – ÍR Gaurar

KFR Lærlingar – KR B

KFR-JP-Kast – Þór Víkingur

KR E – ÍA

Úrslit 1.umferð AMF

 Arnar Sæbergsson ÍR bar sigur úr býtum í úrslitum 1. umferðar AMF mótaraðarinnar sem fór fram í Egilshöllinni sunnudaginn 23. nóvember. Arnar sem var annar inn í úrslitin, spilaði 2.107 í 9 leikjum eða 234,11 að meðaltali, vann 7 leiki og fékk 140 bónusstig og endaði því með samtals 2.247. Stefán Claessen ÍR varð í 2. sæti með 2.018 pinna og 100 bónusstig eða samtals 2.118. Hafþór Harðarson ÍR varð í 3. sæti með 1.980 pinna og 120 bónusstig eða samtals 2.100.

Staðan eftir úrslitinStaðan eftir forkeppnina. Allir við alla.

 

Í 4. sæti varð Freyr Bragason KFR með 1.994 pinna og 100 bónusstig eða samtals 2.094.

Í 5. sæti varð Ástrós Pétursdóttir ÍR sem spilaði 1.894 í úrslitunum og bætti 10 ára gamalt Íslandsmet  í 7 leikjum og einnig met í 9 leikjum kvenna sem sett var í 1. umferð AMF fyrir rúmu ári. Skor hennar með forgjöf var 1.966 og vann hún 6 leiki af 9 og fékk því 120 bónusstig og endaði í 5. sæti með samtals 2.086 og 1 pinna ofar en Magnús Magnússon ÍR, sigurvegara AMF frá síðasta vetri, en hann átti frábæran leik í forkeppninni og spilaði 1.447 í 6 leikjum sem gerir 241,17 í meðaltal.

Mótið var hið fyrsta í AMF mótaröðinni þar sem þátttakendur geta tryggt sér rétt til keppni um sæti á Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2015. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Næsta umferð verður RIG mótið, sem er 2. umferð AMF mótaraðarinnar, sem fer fram dagana 16. – 25. janúar 2015.

 

Seinni riðill í fyrstu AMF 2014 – 2015 forkeppninni

Í morgun var spilað í Keiluhöllinni Egilshöll seinni riðill í fyrstu forkeppni fyrir AMF 2014 – 2015. ÍR-ingurinn Magnús Magnússon kom sterkur inn og spilaði sig upp í 1. sætið með því að spila 1.447 í 6 leikjum sem gerir 241,17 að meðaltali hvorki meira né minna. Glæsileg spilamennska það.

 Á morgun, sunnudag kl 09:00 fara svo fram úrslit 10 efstu en staða keppenda eftir forkeppni er sem hér segir:

Sæti

Nafn

Félag

Samtals

Meðaltal

1

Magnús Magnússon

ÍR

1.447

241,17

2

Arnar Sæbergsson

ÍR

1.394

232,33

3

Freyr Bragason

KFR

1.374

229,00

4

Hafþór Harðarson

ÍR

1.327

221,17

5

Magnús Sigurjón Guðmundsson

KFA

1.284

214,00

6

Skúli Freyr Sigurðsson

KFA

1.263

210,50

7

Stefán Classen

ÍR

1.237

206,17

8

Ásgrímur Helgi Einarsson

KFR

1.209

201,50

9

Ástrós Pétursdóttir

ÍR

1.201

200,17

10

Linda Hrönn Magnúsdóttir

ÍR

1.201

200,17

1. umferð í AMF mótaröðinni 2014 – 2015

 

Arnar Sæbergsson á Qubica AMF 2013Fyrsta umferðin í AMF mótaröðinni 2014 – 2015 var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll í gær miðvikudaginn 19. nóvember. Arnar Sæbergsson ÍR spilaði manna best eða 1.394 í 6 leikjum sem gera 232,33 í meðaltal. Nokkuð gott það. Gamla kempan Freyr Bragason úr KFR er skammt á eftir með 1.374 pinna. ÍR ingurinn Hafþór Harðarson er svo í þriðja sæti með 1.327 pinna. Bjarni Páll Jakobsson úr ÍR átti hæðsta leikinn en hann spilaði 264 í þriðja leik.

Mótið heldur svo áfram á laugardaginn kemur kl 09:00 á sama stað í Egilshöll. Stöðuna eftir fyrstu umferð má sjá hér (PDF skjal – opnast í nýjum glugga).

 

1.umferð AMF mótaraðarinnar

 

Fyrsta umferð AMF mótaraðarinnar 2014 – 2015 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 19., 22. og 23. nóvember n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19:00 og laugardaginn 22. nóvember kl. 9:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita sunnudaginn 23. nóvember og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netinu og velja þarf hvaða daga er leikið. Verð á hverja seríu er 5.500, kr.  Olíuburður í mótinu er QAMF World Cup RBD 41 fet

Auglýsing.

Skráning á netinu. 

 

 

 

  Þetta mót er fyrsta mótið í röð þriggja móta sem geta tryggt þátttakendum rétt til keppni um sæti á Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2015. Í úrsitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í reglugerð fyrir AMF mótin.

Magnús Magnússon og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR tryggðu sér sigurinn á AMF mótaröðinni á síðasta keppnistímabili og voru að keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup sem fram fór í borginni Wroclaw í Póllandi dagana 5. – 9. nóvember.

 

Íslandsmót Para 2014

 

Íslandsmót para 2014 fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. nóvember n.k.

Skráning fer fram á netinu.

 

 

Keppt verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Byrjað er á að spila 6 leiki í forkeppni sem hefst kl. 9:00 laugardaginn 29. nóvember. Verð í forkeppnina er 9.500 kr. fyrir parið.  Að því loknu komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil og hefst keppni í milliriðli kl. 8:00 sunnudaginn 30. nóvember. Verð í milliriðil er kr. 9.000 fyrir parið. Í milliriðlinum verða spilaðir 6 leikir og keppa tvö efstu pörin að því loknu til úrslita.

Olíuburður í mótinu verður 2012 EBT 03 – Hammer Bronzen Schietspolen     38 fet   Ratio 2,58 8  Sjá nánar í auglýsingu og í reglugerð um Íslandsmót para

Íslandsmeistarar Para 2013 voru Guðný Gunnarsdóttir og Arnar Sæbergsson.

QubicaAMF heimsbikarmótið 2014

Magnús Magnússon ÍR á QubicaAMF Bowling World Cup 201450. AMF heimsbikarmótinu lauk núna um helgina. Eins og kunnugt er spiluðu þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússson bæði úr ÍR fyrir Íslands hönd. Magnús endaði í 33. sæti með 207,65 að meðaltali sem er ágætur árangur. Guðný endaði í 54. sæti með 171,15 í meðaltal. Guðný endaði forkeppnina á 238 leik sem lyfti henni upp um nokkur sæti.

Sjá úrslit karla eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).

Sjá úrslit kvenna eftir forkeppni (PDF skjal, opnast í nýjum glugga).

Í karlaflokki sigraði Chris Barnes frá BNA í nokkuð spennandi leikjum og spilaði hann m.a. 300 leik í undanúrslitum á móti Myhalyo Kalika frá Úkraníu. Er þetta í annað sinn sem 300 leikur er spilaður í úrslitakeppninni í sögu mótsins. Í úrslitunum sigraði hann unglinginn Tobias Börding frá Þýskalandi sem hafði leitt mótið alla vikuna. Chris sigraði fyrri leikinn 269 – 248 og svo þann síðari 231 – 216. Um Tobias hafði Chris þetta að segja:
 
“I’ve come to appreciate how many great international players have won this title and winning was definitely on my bucket list. I had come 2nd in the qualifiers five times, but then this year I actually won my way here.  I am really pleased to win but I do feel for Tobias. He dominated us all week and I’ve been the guy who led by a lot but lost in one game so I do know how he feels. But he has a great future in bowling ahead of him”
 
Guðný Gunanrsdóttir ÍR á QubicaAMF Bowling World Cup 2014Hjá konunum sigraði mótið hún Clara Juliana Guerrero frá Kólimbíu. Clara, sem er 32 ára, spilaði fyrst á heimsbikarmótinu aðeins 17 ára gömul þar sem hún varð í 2. sæti og sagði hún eftir að hafa sigrað Li Jane Sin frá Malasíu í þrem leikjum: “It’s taken me a long time to come back to win it!” Clara náði nú ekki sem besta undirbúningi fyrir mótið því hún kom ekki til Wroclaw fyrr en kl 01:00 á fyrsta deginum og byrjaði að æfa kl 05:30. Hún missti af æfingum og var í smá vandræðum til að byrja með en stöðugt vann hún sig upp. Setti hún 8 leikja met í mótinu sem og þriggja leikja met kvenna í úrslitunum þar sem hún spilaði 239, 243 og 265 eða 747 samtals sem er nýtt heimsmet skv. miðlum þarna úti. Li Jane spilaði 234, 257 og 211 eða 702 sem segir okkur að þessi úrslitaviðureign hefur verið afskaplega spennandi og hátt skor hjá báðum konunum.