ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar KLÍ 2016

ÍR liðin PLS og TT eru bikarmeistarar KLÍ 2016ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.

ÍR KLS vann fyrsta leikinn á móti ÍR PLS með 690 pinnum gegn 660. Í öðrum leik náður PLS strákar sigri með aðeins einum pinna eða 586 gegn 585. KLS náði svo sigri í þriðja leik 647 gegn 605 og í fjórða leik snérist dæmið enn við en þá vann PLS með 614 pinnum gegn 545. Grípa þurfti því til bráðabana en þá vann KLS með 28 pinnum gegn 21.

ÍR TT sigldi bikarnum örugglega í höfn með því að leggja ÍR Buff stúlkur í þrem leikjum 545 gegn 475, 517 gegn 493 og svo 528 gegn 482.

Eins og segir var mjög jafnt hjá körlunum og var heildarskor þeirra þannig að ÍR KLS var með 2.467 pinna eða 205,58 í meðaltal en ÍR PLS var aðeins með tveimur færri pinnum 2.465 pinnar eða 205,42 í meðaltal. ÍR TT var með 1.590 pinna eða 176,67 í meðaltal en ÍR Buff var með 1.450 pinna eð 161,11 í meðaltal.

 

ÍR KLS og ÍR PLS áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016  ÍR TT og ÍR Buff áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016

Nýr þjálfari hjá afrekshópi karla

Arnari Sæbergssyni er því miður ekki fært að halda áfram með Afrekshóp karla í Keilu vegna persónulegra aðstæðna út samningstímabilið, eða fram yfir EM karla sem verður í Brussel í ágúst n.k.

Til að klára málið og halda utanum afrekshópinn, velja lið og halda því við efnið hefur KLÍ fengið Ásgrím Helga Einarsson til starfsins.

KLÍ vill þakka Arnari hans störf fyrir sambandið og á sama tíma óska Ásgrími Helga velfarnaðar í starfi.

Stjórn KLÍ

Úrslit á Íslandsmóti unglinga

Föngulegur hópur ungra keilaraÍ gær fóru fram úrslit á Íslandsmóti unglinga. Í úrslitum þurfti að vinna 2 leiki í bæði undanúrslitum og úrslitum til að hampa titlinum, sé leikur jafn í lokin er spilað svokallað Roll Off þar sem hver liðsmaður fær eitt skot og telja pinnarnir sem falla.

8 lið voru skráð til leiks í 2 riðlum og komust 2 efstu lið úr hvorum riðli áfram eftir 5 umferðir í vetur.

Í A riðli  voru ÍR 1, KFR 1, ÍR 2 og ÍA 2 þar höfðu ÍR 1 og KFR 1 talsverða yfirburði og komust áfram ÍR 1 efst í riðlinum og KFR 1 í öðru sæti.

Í B riðli ÍA 1, Þór, KFR 2 og ÍR 3 þar var það sama upp á teningnum ÍA 1 og Þór með yfirburði og var ÍA 1 í efsta og Þór í öðru sæti.

Í undanúrslitum mættust ÍA 1 og KFR 1 annars vegar og ÍR 1 og Þór hinsvegar. Leikur ÍR 1 og Þór endaði með sigri ÍR 1 í báðum leikjum og þar af leiðandi var ÍR komið í úrslitaleikinn.

Leikur ÍA 1 og KFR 1 var spennandi í öllum hlutum og fór í þrjá leiki þar sem KFR 1 hafði sigur á lokametrunum.

Til úrslita spiluðu ÍR 1 og KFR 1 og vann ÍR 1 fyrsta leikinn nokkuð örugglega en annar leikurinn var jafn fram í 10 ramma þá höfðu ÍR 1 tækifæri til að klára leikinn tvisvar en náðu því ekki og leikurinn endaði því í jafntefli. Þá kom til þessarar Roll off reglu þar sem liðsmenn beggja liða fá eitt skot og geta því hæst fengið 30 fellda pinna skemmst er frá því að segja að liðsmenn ÍR 1 höfðu betur og hömpuðu titlinum sem ÍA 1 átti frá árinu áður.

Til hamingju ÍR 1

Lið ÍR1: Elva Rós, Ágúst Þór, Stefán þjálfari, Steindór og Erlingur  Lið KFR1: Jökull, Eysteinn, Einar og Helga  Lið ÍA1: Jóhann, Arnar, Hlynur og Ólafur  Lið Þórs: Birkir, Guðbjörg, Ólafur og Rúnar

Minningarmót Stefáns Þórs Jónssonar

Þann 12. maí n.k. kl. 20:00 verður haldið Minningarmót Stebba. Er það í annað sinn sem mótið fer fram en Stebbi lést langt fyrir aldur fram 19. janúar í fyrra. Mótið í ár verður með aðeins breyttu sniði frá því í fyrra. Keppt verður í þrem flokkum, óvanir, vanir án forgjafar og vanir með forgjöf. Farandbikar verður fyrir 1. sætið í flokkunum með og án forgjafar sem og nokkur aukaverðlaun. Verð í mótið er kr. 3.500,- sem renna óskipt í minningarsjóð Stebba. Mótið er C mót. Olíuburður verður HIGH STREET – 8144 – 44 fet. Nánari upplýsingar og skráning á Fésbókarsíðu mótsins.

Breyting á dagskrá

Frá mótanefnd. Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á dagskrá. Sett hefur verið á úrslitaumferð í tvímenningi deildarliða sunnudaginn 17. apríl kl.19:00. Úrslit í bikarkeppninni hafa verið færð fram um einn dag og verða þriðjudaginn 19. apríl kl. 19. Þau voru 20. en þar sem það er síðasti vetrardagur þann 20. er von á að það verði ekki næði í húsinu þann daginn vegna skemmtanahalds sem allt útlit er fyrir að verði. Búið er að uppfæra dagskrá á síðunni

Kristján Þórðarson KR og Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR Íslandsmeistarar öldunga

Kristján Þórðarson KR og Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2016Í gærkvöldi lauk Íslandsmóti öldunga 2016. Til úrslita kepptu í karlaflokki Kristján Þórðarson KR og Davíð Löve KR. Kristján vann úrslitin í þrem leikjum 243 – 139, 167 -199 og svo 199 – 152. Sigurlaug sigraði Sigríði Klemensdóttur úr ÍR einnig í þrem leikjum 188 – 162, 135 – 211 og síðan 167 – 152. Í þriðja sæti hjá körlum varð Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR og hjá konum varð það Ragna Guðrún Magnúsdóttir úr KFR.

 

 

 

 

 

 

 

Davíð Löve KR, Kristján Þórðarson KR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR  Sigríður Klemensdóttir ÍR, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR og Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR

Íslandsmót öldunga 50+ Staðan eftir forkeppni

Ragna Matthíasdóttir KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2015Í gær lauk forkeppni á Íslandsmóti öldunga í keilu. Í kvöld fer svo fram úrslit en þá keppa fyrst 6 efstu í bæði karla- og kvennaflokki. STaðan í mótinu er þessi:

Sæti Nafn Félag Samtals Mtl
1 Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR 2.140 178,33
2 Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 2.118 176,50
3 Sigríður Klemensdóttir ÍR 2.061 171,75
4 Ragna Matthíasdóttir KFR 2.006 167,17
5 Helga Sigurðardóttir KFR 1.983 165,25
6 Jóna Gunnarsdóttir KFR 1.871 155,92
         
1 Davíð Löve KR 2.346 195,50
2 Kristján Þórðarson KR 2.339 194,92
3 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 2.259 188,25
4 Sveinn Þrastarson KFR 2.246 187,17
5 Magnús Reynisson KR 2.105 175,42
6 Ólafur Guðmundsson KR 2.086 173,83

Akureyri Open laugardaginn 09. apríl kl 17:00 í keilunni Akureyri

Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Spilaðir verða fjórir leikir og sigrar sá/sú sem hefur hæstu 4 leikja seríuna.
Olíuburður verður “ 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio“. Skráning verður í keilunni Akureyri fyrir föstudagskvöldið 8 apríl kl. 22:00 eða á netfangið [email protected]
 
Mótið er opið öllum og þáttökugjald er 2500 krónur