Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag.
Í dag hófst tvímenningskeppni á EM í keilu. Það voru Guðlaugur Valgeirsson og Bjarni Páll Jakobsson sem voru fyrstir á brautirnar í dag. Bjarni Páll átti frábæran dag, var með 227 í meðaltal fyrir síðasta leikinn en í honum gekk allt á afturfótunum og endaði hann með 213,3 í meðaltal eftir daginn. Guðlaugur spilaði ágæta keilu og var með 197,2 í mtl.
Sama voru þeir með 205,25 í meðaltal sem skilar þeim í 27. sæti þegar tvímenningskeppnin er hálfnuð.
Í seinna holli dagsins léku Gústaf Smári Björnsson og Stefán Claessen saman. Þeir léku ágætlega, byrjuðu illa en náðu sér á strik þegar leið á. Gústaf var með 204 í meðaltal í dag en Stefán var með 191,3. Saman voru þeir með 197,7 og sitja þeir í 37. sæti.
Í fyrramálið kl. 9:00 (7:00) leikur síðasti tvímenningur okkar en það eru Skúli Freyr Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson.
Nú er einstaklingskeppni EM í keilu lokið. Arnar Davið Jónsson úr KFR og Stefán Claessen úr ÍR léku síðastir íslendendinganna í dag. Arnar Davíð lék flotta keilu, spilaði 1286 eða 214,3 í meðaltal og skilaði það honum 59 sæti.
Það er sjalgæft að leiknir séu 300 leikir (fullkominn leikur) í keilu. En sjaldgæfara er að leiknir séu tveir 300 leikir á sama tíma á sama brautarpari en það gerðist á EM í Brussel í dag.
Dagana 20. – 28. ágúst fer
Íslenska kvennalandsliðið í keilu er þessa dagana að keppa á EM í Vín í Austurríki. Einstaklingskeppni þar er lokið og sigraði Keira Reay frá Englandi Daria Kovalova frá Úkraínu í úrslitum. Eftir forkeppnina var Sandra Anderson frá Svíþjóð í efsta sæti með 224,3 í meðaltal. Íslensku stelpunum gekk bærilega en efst þeirra varð Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR í 51. sæti með 189,7 í meðaltal.
Í heildarkeppni einstaklinga (All Events), einhversskonar Evrópumeistakeppni einstaklinga, er Hayley Russel frá Englandi efst með 217,1 í meðaltal. Katrín er efst Íslensku keppenda þar en hún er í 35. sæti með 186,5 í meðaltal. Dagný er skammt undan í 37. sæti með 186,3 og Ástrós í næsta sæti með 186,2. Síðan er Berþóra í 117. sæti með 173,5 í meðaltal – Hafdís í 119. sæti með 172,3 og Linda í 127. sæti með 162,5 í meðaltal. 24 efstu konurnar úr All Events fara að lokum í masterskeppni sem verður síðasta daginn og vantar Katrínu, Ástrósu og Dagnýu um 30 pinna upp á að komast í gegn um þann niðurskurð og því allt opið í þeim efnum.
Stjórn KLÍ óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér nefndarstörf fyrir komandi tímabil. Einstaklinga vantar í allar nefndir, sjá
Um helgina fór fram þing KLÍ en að þessu sinni var það keiludeild Þórs sem hélt þingið og var það haldið í félagsheimili þeirra fyrir norðan. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þingsins vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR en á þessum tímamótum, þegar Þórarinn lét af formennsku, var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Var það þingforseti, Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ, sem veitti Þórarni þessa viðurkenningu.