Umspil kvenna – seinni leikur

Í kvöld fer fram í Keilusalnum á Akranesi seinni leikurinn í umspili kvenna um sæti í 1. deild. Heimaliðið hefur valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

Íslandsmót liða – umspil kvenna

 

Brautir 3-4 -> ÍA  ÍR-BK

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

Seinni undanúrslitaleikir karla fóru fram í kvöld

KFR LærlingarÁ Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.

Í Egilshöll var stórleikur á ferð KFR Lærlingar gegn ÍR KLS og var jafnt eftir gærdaginn 7-7. Lærlingar komu vel stemmdir í 1. leik og unnu risasigur 634-575 og 4-0 staðan orðin 11-7 og vænleg til árangurs. Leikur 2. Lærlingar gáfu ekkert eftir 3-1 sigur 611 gegn 581 og heildin stendur í 14-8 aðeins ½ stig sem þurfti til að komast í úrslit þriðji leikurinn endaða 2-2 með stórleik Gústafs Smára 256 stig og lokastaða 1873-1736 og kvöldin samanlögð 17-11 Lærlingum í vil.

Fyrsti leikur ÍR PLS og KFR Lærlinga og KFR Valkyrjur og ÍR Buff fer fram Sunnudaginn 1.maí klukkan 19:00 Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og fylgjast með.

Einnig viljum við minna á umspilsleik um sæti í efstu deild kvenna annað kvöld upp í Akranesi þar sem ÍA og ÍR BK eigast við.

Undanúrslit 1.deild karla

Undanúrslit - dagur 2Í kvöld fara fram seinni leikirnir í undanúrslitum karla. ÍA-W tekur á móti ÍR-PLS á Akranesi og er staðan í þeim leik ÍA-W 3-11 ÍR-PLS fyrir leik kvöldsins og KFR-Lærlingar taka á móti ÍR-KLS  í Egilshöll og er staðan í þeim leik 7-7 fyrir leik kvöldsins. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

 

Íslandsmót liða – undanúrslit karla

 

Egilshöll – brautir 19-20 -> KFR Lærlingar – ÍR-KLS

                Olíuburður  2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

 

Akranes – brautir 3-4 -> ÍA-W – ÍR-PLS

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

 

 

undanúrslit karla og umspil kvenna

PLS setti met í kvöldÍ kvöld fóru fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna um sæti í efstu deild.

Hjá stelpunum eru það ÍR BK og ÍA sem eigast við. BK urðu í næstneðsta sæti 1. deildar en ÍA í 2 sæti 2.deildar. BK stelpur byrjuðu af krafti og unnu fyrsta leikinn 4-0 530 gegn 447 leikur 2 var á svipuðum nótum 3-1 548 gegn 472 og staðan 7-1 BK stelpum í vil, ÍA kom þó til baka í síðasta leik og hafði 4-0 sigur en heildin var BK megin 1470 gegn 1420 og 9-5 sigur. Þessi lið eigast síðan við upp á Skaga á miðvikudaginn og þurfa BK stelpur 6 stig til að tryggja veru sína í 1. deild.

ÍR PLS tóku á móti ÍA W og þar byrjuðu gestirnir betur 635 gegn 597 en liðin skiptu stigunum á milli sín 2-2 eftir fyrsta leik, leikur 2 þar voru PLS í miklum ham og settu Íslandsmet í 1 leik 748 gegn 680 og 3-1 PLS komnir í 5-3 forystu þriðji leikurinn var svo heimamanna 710 gegn 579 og 4-0 og heildin 2055 gegn 1894 og 11-3 sigur PLS sem þurfa 4 stig annað kvöld til að tryggja sig í úrslitin.

ÍR KLS öttu síðan kappi við KFR Lærlinga þar byrjuðu gestirnir betur og höfðu 663-616 sigur í fyrsta leik og 3-1 það sama var uppi á teningnum í 2. leik en mjög mjótt var á munum Lærlingar 642 gegn 633 og aftur 3-1 sigur og staðan orðin vænleg 6-2 Lærlingum í vil síðasti leikurinn var KLS manna og settu þeir í 609 gegn 530 sem þýddi 3-1 sigur og heildina 1858 gegn 1835 og náðu þar með í dýrmæt stig 7-7 var lokaniðurstaðan og allt opið fyrir seinni leikinn.

Undanúrslit 1. deild karla – Umspil kvenna

Undanúrslit og umspilÍ kvöld fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

Íslandsmót liða – undanúrslit karla

 

Brautir 15-16 -> ÍR-KLS – KFR Lærlingar

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

 

Brautir 17-18 -> ÍR-PLS – ÍA-W

                Olíuburður – 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

 

Íslandsmót liða – umspil kvenna

 

Brautir 19-20 -> ÍR-BK – ÍA

                Olíuburður  2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

Breytingar á afrekshóp karla

Arnar Davíð Jónsson KFR í keppniBreytngar hafa verið gerðar á afrekshópi karla hjá KLÍ, þetta er í beinu framhaldi af næsta verkefni sem er EM karla í ágúst n.k. 

 
í hópnum eru: 
 
  • Arnar Davíð Jónsson KFR
  • Bjarni Páll Jakosson ÍR
  • Björn Birgisson KFR
  • Björn Guðgeir Sigurðsson KFR
  • Einar Már Björnsson ÍR
  • Einar Sigurður Sigurðsson ÍA
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA
  • Skúli Freyr Sigurðsson ÍA
  • Stefán Claessen ÍR
  • Þorleifur Jón Hreiðarsson KR
Rætt var við fleiri aðila en taldir eru upp hér að ofan en viðkomandi gáfu ekki kost á sér í verkefnið. Næst verður hópurinn uppfærður snemma í haust.

Meistaramót ÍR 2016

HaffiMeistaramót ÍR 2016 verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 09:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum. Spilaðir verða þrír leikir. Fjórir eftu karlar, fjórar efstu konurnar og 4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita, 1. sæti gegn því 4. og 2. og 3. sæti. Skráning á mótið fer fram á vefnum. Olíuburður verður HIGH STREET 44 fet. Verð aðeins kr. 2.000,-

ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar KLÍ 2016

ÍR liðin PLS og TT eru bikarmeistarar KLÍ 2016ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.

ÍR KLS vann fyrsta leikinn á móti ÍR PLS með 690 pinnum gegn 660. Í öðrum leik náður PLS strákar sigri með aðeins einum pinna eða 586 gegn 585. KLS náði svo sigri í þriðja leik 647 gegn 605 og í fjórða leik snérist dæmið enn við en þá vann PLS með 614 pinnum gegn 545. Grípa þurfti því til bráðabana en þá vann KLS með 28 pinnum gegn 21.

ÍR TT sigldi bikarnum örugglega í höfn með því að leggja ÍR Buff stúlkur í þrem leikjum 545 gegn 475, 517 gegn 493 og svo 528 gegn 482.

Eins og segir var mjög jafnt hjá körlunum og var heildarskor þeirra þannig að ÍR KLS var með 2.467 pinna eða 205,58 í meðaltal en ÍR PLS var aðeins með tveimur færri pinnum 2.465 pinnar eða 205,42 í meðaltal. ÍR TT var með 1.590 pinna eða 176,67 í meðaltal en ÍR Buff var með 1.450 pinna eð 161,11 í meðaltal.

 

ÍR KLS og ÍR PLS áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016  ÍR TT og ÍR Buff áttust við í úrslitum bikarkeppni KLÍ 2016

Nýr þjálfari hjá afrekshópi karla

Arnari Sæbergssyni er því miður ekki fært að halda áfram með Afrekshóp karla í Keilu vegna persónulegra aðstæðna út samningstímabilið, eða fram yfir EM karla sem verður í Brussel í ágúst n.k.

Til að klára málið og halda utanum afrekshópinn, velja lið og halda því við efnið hefur KLÍ fengið Ásgrím Helga Einarsson til starfsins.

KLÍ vill þakka Arnari hans störf fyrir sambandið og á sama tíma óska Ásgrími Helga velfarnaðar í starfi.

Stjórn KLÍ