Landslið karla og kvenna í keilu á stórmót

Facebook
Twitter

Kvennalandslið 2016, Aftari röð: Dagný Edda, Hafdís Pála, Linda Hrönn. Fremri röð: Bergþóra, Katrín Fjóla og ÁstrósKvennalandslið Íslands í keilu er á leið á EM kvenna í sem fer fram í Vínarborg, Austurríki dagana 8. – 19. júní 2016. Á mótinu taka þátt 25 þjóðir og 132 keppendur. Efstu 15 þjóðirnar munu ávinna sér rétt til þátttöku á HM kvenna sem verður haldið á næsta ári í Kuwait.

Íslenska liðið skipa eftirfarandi:

  • Ástrós Pétursdóttir ÍR
  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
  • Dagný Edda Þórisdóttir Keilufélag Reykjavíkur (KFR)
  • Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Með liðinu fara Theódóra Ólafsdóttir þjálfari og Hafþór Harðarsson aðstoðarþjálfari.

Þess má geta að Valgeir Guðbjartsson verður mótsstjóri og eftirlitsmaður Keilusambands Evrópu á mótinu.

Keilusamband Íslands hefur einnig valið karlaliðið sem keppir á EM karla í sem fer fram 18. – 29. ágúst í Brussel, Belgíu.

Á þessu móti verða 217 keppendur frá 37 þjóðum en þetta mót er jafnframt úrtökumót fyrir HM í keilu sem fer fram í Kuwait á næsta ári en 15 efstu liðin frá Evrópu vinna sér inn þátttökurétt á HM.

Karlaliðið skipa:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR
  • Stefán Claessen ÍR

Með liðinu fara þeir Ásgrímur Helgi Einarsson og Guðjón Júlíusson.

Nýjustu fréttirnar