Ásgrímur Helgi Einarsson nýr formaður KLÍ

Facebook
Twitter

Ásgrímur Helgi Einarsson KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍRUm helgina fór fram þing KLÍ en að þessu sinni var það keiludeild Þórs sem hélt þingið og var það haldið í félagsheimili þeirra fyrir norðan. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þingsins vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR en á þessum tímamótum, þegar Þórarinn lét af formennsku, var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Var það þingforseti, Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ, sem veitti Þórarni þessa viðurkenningu.

Í stjórn KLÍ voru kjörnir þeir:

  • Ásgrímur Helgi Einarsson KFR formaður
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Hafþór Harðarson ÍR

Þær Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir úr KFR eiga eitt ár eftir af sínu kjörtímabili.

Fjórir voru í framboði sem varamenn og voru kjörnir í þessari röð:

  • Björgvin Helgi Valdimarsson Þór
  • Stefán Claessen ÍR
  • Valgeir BGuðbjartsson KFR

Björn Kristinsson KR náði ekki kjöri.

Von er á fundargerð þingsins á næstunni og verður þá sagt frá því hér á vefnum.

Nýjustu fréttirnar