Úrslit – dagur 1

Úrslit - dagur 1Á morgun, sunnudaginn 1. maí fara fram fyrstu leikir í úrslitum Íslandsmóts liða. í karlaflokki taka ÍR-PLS á móti KFR-Lærlingum og í kvennaflokki taka KFR-Valkyrjur á móti ÍR-Buff. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann í báðum tilvikum: 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29.

Leikirnir verða á brautum 3-6 þar sem er gott pláss fyrir áhorfendur og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.

Meistaramót ÍR 2016 – Úrslit

Einar Már, Hlynur Örn og Ástrós Péturs sigurvegarar á Meistaramóti ÍR 2016Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.

Eftir forkeppnina var Hlynur Örn með bestu seríuna eða 707. Alexander Halldórsson varð í 2. sæti með 683 seríu, í 3. sæti var Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var „öldungurinn“ í úrslitum en hann er fæddur árið 1985 og í fjórða sæti varð Ágúst Ingi Stefánsson með 658 seríu. Óvænt að sjá svona unga keilara raða sér í efstu sætin en þetta segir bara að framtíðin er björt hjá keiludeild ÍR.

Sjá nánar og lokastöðu á vef keiludildar ÍR.

AMF 3. umferð – Hver fer á AMF World Cup í Shanghai?

Alda Harðardóttir fór á AMF World Cup 20153. umferðin í AMF mótaröðinni 2015 – 2016 verður leikin í Egilshöll 5. til 8. maí. Tveir riðlar eru í boði fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00 (almennur frídagur) og laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Úrslit 3. umferðar fara svo fram eftir riðilinn á laugardag en þá keppa 10 efstu allir við alla Round Robin.

Sunnudaginn 8. maí kl. 09:00 fara svo fram heildarúrslit í AMF. Þá keppa 10 efstu eftir samanlagðar forkeppni í Round Robin og eftir það fjórir efstu í Step ladder fyrirkomulagi, einn leikur til að halda áfram.

Sem fyrr verða verðlaun fyrir 12 efstu með forgjöf eftir 3. umferð. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.

Verð í forkeppni er kr. 5.500,-

Olíuburður

Í 3. umferðinni verður Stonehenge 40 fet (deildar olíuburður fyrir áramót): http://www.kegel.net/V3/PatternLibraryPattern.aspx?ID=849

Í úrslitum á sunnudag verður C – Tower of Pisa 41 fet: http://www.kegel.net/V3/PatternLibraryPattern.aspx?ID=841

Sjá reglugerð fyrir AMF. http://www.ir.is/media/PDF/Reglugerd_um_AMF_World_Cup_forkeppni.pdf

Skráning í mótið fer fram á vefnum

Umspil kvenna – seinni leikur

Í kvöld fer fram í Keilusalnum á Akranesi seinni leikurinn í umspili kvenna um sæti í 1. deild. Heimaliðið hefur valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

Íslandsmót liða – umspil kvenna

 

Brautir 3-4 -> ÍA  ÍR-BK

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

Seinni undanúrslitaleikir karla fóru fram í kvöld

KFR LærlingarÁ Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.

Í Egilshöll var stórleikur á ferð KFR Lærlingar gegn ÍR KLS og var jafnt eftir gærdaginn 7-7. Lærlingar komu vel stemmdir í 1. leik og unnu risasigur 634-575 og 4-0 staðan orðin 11-7 og vænleg til árangurs. Leikur 2. Lærlingar gáfu ekkert eftir 3-1 sigur 611 gegn 581 og heildin stendur í 14-8 aðeins ½ stig sem þurfti til að komast í úrslit þriðji leikurinn endaða 2-2 með stórleik Gústafs Smára 256 stig og lokastaða 1873-1736 og kvöldin samanlögð 17-11 Lærlingum í vil.

Fyrsti leikur ÍR PLS og KFR Lærlinga og KFR Valkyrjur og ÍR Buff fer fram Sunnudaginn 1.maí klukkan 19:00 Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og fylgjast með.

Einnig viljum við minna á umspilsleik um sæti í efstu deild kvenna annað kvöld upp í Akranesi þar sem ÍA og ÍR BK eigast við.

Undanúrslit 1.deild karla

Undanúrslit - dagur 2Í kvöld fara fram seinni leikirnir í undanúrslitum karla. ÍA-W tekur á móti ÍR-PLS á Akranesi og er staðan í þeim leik ÍA-W 3-11 ÍR-PLS fyrir leik kvöldsins og KFR-Lærlingar taka á móti ÍR-KLS  í Egilshöll og er staðan í þeim leik 7-7 fyrir leik kvöldsins. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

 

Íslandsmót liða – undanúrslit karla

 

Egilshöll – brautir 19-20 -> KFR Lærlingar – ÍR-KLS

                Olíuburður  2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

 

Akranes – brautir 3-4 -> ÍA-W – ÍR-PLS

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

 

 

undanúrslit karla og umspil kvenna

PLS setti met í kvöldÍ kvöld fóru fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna um sæti í efstu deild.

Hjá stelpunum eru það ÍR BK og ÍA sem eigast við. BK urðu í næstneðsta sæti 1. deildar en ÍA í 2 sæti 2.deildar. BK stelpur byrjuðu af krafti og unnu fyrsta leikinn 4-0 530 gegn 447 leikur 2 var á svipuðum nótum 3-1 548 gegn 472 og staðan 7-1 BK stelpum í vil, ÍA kom þó til baka í síðasta leik og hafði 4-0 sigur en heildin var BK megin 1470 gegn 1420 og 9-5 sigur. Þessi lið eigast síðan við upp á Skaga á miðvikudaginn og þurfa BK stelpur 6 stig til að tryggja veru sína í 1. deild.

ÍR PLS tóku á móti ÍA W og þar byrjuðu gestirnir betur 635 gegn 597 en liðin skiptu stigunum á milli sín 2-2 eftir fyrsta leik, leikur 2 þar voru PLS í miklum ham og settu Íslandsmet í 1 leik 748 gegn 680 og 3-1 PLS komnir í 5-3 forystu þriðji leikurinn var svo heimamanna 710 gegn 579 og 4-0 og heildin 2055 gegn 1894 og 11-3 sigur PLS sem þurfa 4 stig annað kvöld til að tryggja sig í úrslitin.

ÍR KLS öttu síðan kappi við KFR Lærlinga þar byrjuðu gestirnir betur og höfðu 663-616 sigur í fyrsta leik og 3-1 það sama var uppi á teningnum í 2. leik en mjög mjótt var á munum Lærlingar 642 gegn 633 og aftur 3-1 sigur og staðan orðin vænleg 6-2 Lærlingum í vil síðasti leikurinn var KLS manna og settu þeir í 609 gegn 530 sem þýddi 3-1 sigur og heildina 1858 gegn 1835 og náðu þar með í dýrmæt stig 7-7 var lokaniðurstaðan og allt opið fyrir seinni leikinn.

Undanúrslit 1. deild karla – Umspil kvenna

Undanúrslit og umspilÍ kvöld fara fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann sem hér segir ásamt upplýsingum um brautir.

Íslandsmót liða – undanúrslit karla

 

Brautir 15-16 -> ÍR-KLS – KFR Lærlingar

                Olíuburður – Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

 

Brautir 17-18 -> ÍR-PLS – ÍA-W

                Olíuburður – 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

 

Íslandsmót liða – umspil kvenna

 

Brautir 19-20 -> ÍR-BK – ÍA

                Olíuburður  2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29

Breytingar á afrekshóp karla

Arnar Davíð Jónsson KFR í keppniBreytngar hafa verið gerðar á afrekshópi karla hjá KLÍ, þetta er í beinu framhaldi af næsta verkefni sem er EM karla í ágúst n.k. 

 
í hópnum eru: 
 
  • Arnar Davíð Jónsson KFR
  • Bjarni Páll Jakosson ÍR
  • Björn Birgisson KFR
  • Björn Guðgeir Sigurðsson KFR
  • Einar Már Björnsson ÍR
  • Einar Sigurður Sigurðsson ÍA
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA
  • Skúli Freyr Sigurðsson ÍA
  • Stefán Claessen ÍR
  • Þorleifur Jón Hreiðarsson KR
Rætt var við fleiri aðila en taldir eru upp hér að ofan en viðkomandi gáfu ekki kost á sér í verkefnið. Næst verður hópurinn uppfærður snemma í haust.

Meistaramót ÍR 2016

HaffiMeistaramót ÍR 2016 verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 09:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum. Spilaðir verða þrír leikir. Fjórir eftu karlar, fjórar efstu konurnar og 4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita, 1. sæti gegn því 4. og 2. og 3. sæti. Skráning á mótið fer fram á vefnum. Olíuburður verður HIGH STREET 44 fet. Verð aðeins kr. 2.000,-