Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016. Skráning fer fram hér. Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. september kl. 21:00.
Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Ekki er keppt um þriðja sætið, tvö brons.
Forkeppnin er laugardaginn 17. september kl. 09:00, 6 leikir og sunnudaginn 18. september kl. 09:00, 3 leikir.
Undanúrslit og úrslit eru þar strax á eftir.
Olíuburður er sá sami og notaður verður í deildarkeppninni, 2013 EBT 15 – Columbia 300 Vienna Open.
Verð kr. 6.000,-
Vinsamlegast skráið ykkur tímalega.
Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til breytinga í
forkeppninni.
Reykjavíkurfélögin
Minnum einnig á að skráning í Opna Reykjavíkurmót einstaklinga 2016 með forgjöf stendur yfir.
Í gærkvöldi hófst Pepsí-keilan að nýju eftir sumarfrí. Ágætis mæting var í mótið eða 16 keilarar. Talsverður fjöldi fólks var fyrir í Keiluhöllinni en það hefur varla sést svona mikið af fólki á sunnudagskvöldi í dágóðan tíma. Að þeim sökum var svolítið þröngt um okkur en það blessaðist eins og búast mátti við. Í efsta sæti í * flokki varð Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR en hann spilaði 781 í fjórum leikjum sem gera 195,25 í meðaltal. Í A flokki varð það Guðný Gunnarsdóttir ÍR sem spilaði 738 eða 184,5 í meðaltal. B flokkinn tók Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 660 eða 165 í meðaltal og C flokkinn tók Ingi Már Gunnarsson ÍR með 595 eða 148,75. Olíuburðurinn í gær var C-Tower of Pisa 41 fet..jpg)
Nú er fyrri keppnisdegi í liðakeppni EM lokið. Strákarnir voru í 9. sæti eftir fyrri riðilinn í morgun.
Í dag hófst liðakeppni á EM í Brussel. Strákarnir okkar stóðu sig vel og halda möguleikanum á HM sæti í Kuwait lifandi.
Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016 með forgjöf. Skráning fer fram .jpg)

