Þrímenningi lokið á EM.

Facebook
Twitter

Nú var að ljúka þrímenningi á EM í keilu hér í Brussel. 72 þrímenningar tóku þátt. Íslensku strákunum gekk ekki nógu vel í dag.

Ísland 1, skipað þeim Skúla Frey, Bjarna Páli og Arnari Davíð, endaði í 33. sæti en Ísland 1, skipað Guðlaugi, Gústafi og Stefáni, endaði í 63. sæti.
Evrópumeistarar í þrímenningi urðu Danir en þeim hefur gengið mjög vel á þessu móti. Þeir unnu Þjóðverja í úrslitum 687 – 651. Í þriðja til fjórða sæti urðu svo Svíar og Norðmenn.
 
Liðið er nú komið með bakið upp við vegg varðandi að ná sæti sem gefur leikheimild á HM í Kuwait á næsta ári. Gefin eru stig fyrir hverja grein, einstaklins-, tvímennings-, þrímenningskeppni sem og keppni 5 manna liða. Keppni 5 manna liða hefst á morgun. Þar þurfa strákarnir að lenda í amk. 10 sæti til að ná þessu markmiði, að komast á HM í Kuwait. Strákarnir hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit enn sem komið er en nú er að duga eða drepast.
 
Fimm manna liðið fyrri daginn verður skipað eftirtöldum leikmönnum:
 
Gústaf Smári Björnsson
Bjarni Páll Jakobsson
Stefán Claessen
Skúli Freyr Sigurðsson
Arnar Davíð Jónsson
 
Guðlaugur Valgeirsson mun þó ekki hvíla á morgun en hann leikur á sama tíma með leikmönnum hinna þjóðanna sem eru utan fimm manna liðs sinnar þjóðar.
 
Keppni í fyrramálið hefst kl. 7:00 að íslenskum tíma.

 

Nýjustu fréttirnar