Einstaklingkeppni lokið – EYC 2024

Facebook
Twitter

Evrópumót unglinga 2024 í Helsinki er komið á fulla siglingu og er einstaklingskeppni lokið.
Í gær, 25. mars voru strákarnir á brautunum en það eru 100 strákar sem keppa í ár sem koma frá 28 þjóðum og auðvitað er Ísland meðal þátttakenda.
Matthías Leó Sigurðsson og Tristan Máni Nínuson voru í fyrsta holli gærdagsins. Tristan var með góða seríu uppá 1232 pinna í 6 leikjum en Matthías átti erfitt með að finna sig til að byrja með en náði aðeins að laga stöðuna og endaði með 1130 pinna.
Ásgeir Karl Gústafsson og Mikael Aron Vilhelmsson voru svo næstir á brautirnar. Þeir áttu báðir prýðisgóða byrjun en náðu hvorugir að halda dampi . Ásgeir endaði með 1165 í 6 leikjum á meðan Mikael var með 1147.

Einstaklingur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Tristan Máni

180

203

236

179

196

238

1232

205.3

24.sæti

Ásgeir Karl

190

245

234

156

169

171

1165

194.2

52.sæti

Mikael Aron

169

233

203

192

183

167

1147

191.2

58.sæti

Matthías Leó

168

174

198

227

172

191

1130

188.3

67.sæti

 

Stelpurnar hófu svo leik í einstaklingskeppni í dag, 26. mars.
Bára Líf Gunnarsdóttir og Særós Erla Jóhönnudóttir byrjuðu á brautunum og áttu nokkuð góðan dag.
Bára er á sínu fyrsta Evrópumóti og er hún aðeins 12 ára gömul, á meðan er Særós sem er tæplega 14 ára, á sínu öðru Evrópumóti. Bára átti seríu uppá 890 í 6 leikjum en Særós spilaði 1139 og setti einnig Íslandsmet í 13-14 ára flokki stúlkna í 5 og 6 leikjum.
Olivia Clara Lindén og Viktoría Hrund Þórisdóttir spiluðu svo eftir hádegi og byrjuðu þær virkilega vel en Viktoría var í einu af efstu fjórum sætunum eftir 3 leiki. Viktoría sló Íslandsmet í 1 leik 17-18 ára stúlkna með leik uppá 286. Olivia var stöðug alla 6 leikina en Viktoría náði ekki að halda alveg sama dampi og hún byrjaði með, þó hún kláraði vel. Viktoría spila 1189 á meðan Olivia spilaði 1130.

Einstaklingur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Viktoría Hrund

195

286

188

179

148

193

1189

198.2

16.sæti

Særós Erla

145

192

202

199

221

180

1139

191.8

26.sæti

Olivia Lindén

194

192

191

184

181

188

1130

187.0

29.sæti

Bára Líf

121

132

125

153

212

147

890

148.3

66.sæti

 

Næst verður það tvímenningur og munu strákarnir spila á morgun, 27. mars 
Stelpurnar munu svo spila daginn eftir eða 28. mars.

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýjustu fréttirnar