KLÍ auglýsir eftir yfirþjálfara sambandsins

Facebook
Twitter

Keilusamband Íslands, KLÍ, óskar eftir að ráða yfirþjálfara sambandsins. Yfirþjálfari heyrir undir stjórn KLÍ og starfar í samráði við hana og í samvinnu við Íþróttastjóra og Landsliðsnefnd KLÍ.

Yfirþjálfari sér um val afrekshópa barna- og ungmenna, kvenna, karla og öldunga í samráði við landsliðsnefnd og félögin sem heyra undir sambandið ásamt því að stýra hæfileikamótun ungmenna ásamt þjálfun og undirbúningi keppnisliða fyrir mót. Yfirþjálfari sér einnig um val aðstoðarþjálfara fyrir hvert landsliðsverkefni, gerð er krafa á að aðstoðarþjálfarar séu valdir úr hópi íslenskra þjálfara. Yfirþjálfari ber ábyrgð á að upplýsa stjórn KLÍ, Íþróttastjóra og Landsliðsnefnd reglulega um þróun og gengi hópanna. Yfirþjálfara ber að fylgja siðareglum KLÍ og afreksstefnu í sínu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Framfylgja afreksstefnu KLÍ og hafa áhrif á þróun afreksstarfs sambandsins
 • Stýra vali afrekshópa barna- og ungmenna, kvenna, karla og öldunga
 • Stýra hæfileikamótun ungmenna í samráði við framkvæmdastjóra KLÍ
 • Velja aðstoðarþjálfara með sér í verkefnin í samráði við stjórn KLÍ
 • Velja keppnishópa við hæfi fyrir hvert mót
 • Þjálfun og undirbúningur landsliða fyrir mót í samvinnu við aðstoðarþjálfara og félögin
 • Skýrsluskil og upplýsingagjöf til stjórnar KLÍ, Íþróttastjóra og Landsliðsnefndar

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Að lágmarki EBF Level II eða sambærilega mentun viðurkenda af European Bowling Federation (EBF)
 • Að hafa verið starfandi við þjálfun í að minsta kosti s.l. tvö ár
 • Reynsla af landsliðsþjálfun kostur
 • Reynsla af þjálfun allra aldursflokka og kynja kostur
 • Hafa ekki bortið gegn kafla XXII almennra hegningarlaga og geta vísað sakavottorði því til staðfestingar
 • Vilji til að þróa og efla keiluíþróttina á Íslandi í samráði við KLÍ

Sé yfirþjálfari bústettur erlendis felur starfið í sér að þjálfari komi til Íslands að lágmarki 2 skipti á ári til að fylgjast með afreksfólki á móti og halda æfingabúðir í kjölfar mótanna.

Umsóknir berist til stjórnar KLÍ á netfangið [email protected]

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2023

English version – PDF file – Opens in new window

Nýjustu fréttirnar