Katrín Fjóla Bragadóttir KFR og Hinrik Óli Gunnarsson ÍR Íslandsmeistarar einstaklinga 2023

Facebook
Twitter

Íslandsmóti einstaklinga 2023 í keilu lauk á þriðjudag með hörku úrslitakeppni þar sem elsti keppandinn var 74 ára en sá yngsti einungis 12 ára.

Meðalaldur í kvennaflokki var tæplega 44 ár en í karlaflokki létu ungmennin til sín taka þar sem fjórir af átta keppendum í undanúrslitum voru undir 19 ára aldri og meðalaldur keppenda í úrslitum var rétt ríflega 17 ár.

Þetta er í fyrsta sinn sem allir keppendur í úrslitum karla eru undir 19 ára aldri og því ljóst að framtíðin er björt í keiluíþróttinni á Íslandi.

Í kvennaflokki spiluðu til úrslita Katrín Fjóla Bragadóttir KFR, Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR.
Linda Hrönn varð Íslandsmeistari árið 2022 en varð að lúta í lægra haldi fyrir Katrínu Fjólu í lokaleik úrslitanna og endaði því í öðru sæti, þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Katrínar Fjólu.

Loka staða hjá konunum:
1.sæti Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 
2.sæti Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
3.sæti Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR

Í karla flokki voru það líkt og áður segir ungir og upprennandi keilarar sem spiluðu til úrslita þeir Hinrik Óli Gunnarsson ÍR, Mikael Aron Vilhelmsson KFR og Aron Hafþórsson KFR, allir eru þeir í U21 afrekshópi Keilusambandsins.

Það voru svo þeir Hinrik og Mikael sem spiluðu lokaleik úrslitanna þar sem Hinrik hafði betur og hlaut sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Hinrik Óli er yngsti Íslandsmeistari sambandsins í 23 ár eða frá árinu 2000 og næst yngstur í sögu sambandsins.

Lokastaða hjá körlum:
1.sæti Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
2.sæti Mikael Aron Vilhelmsson KFR
3.sæti Aron Hafþórsson KFR

Skor frá kvöldinu hjá körlum:

 

Úrslit Leikur 1 Leikur 2
Hinrik Óli Gunnarsson 218 218
Aron Hafþórsson 155  
Mikael Aron Vilhelmsson 193 199

 

Round robin Leikur
  1 2 3 4 5 6 7
Mikael Aron Vilhelmsson 234 195 192 201 187 204 169
Gunnar Þór Ásgeirsson 212 138 196 168 203 156 169
Hafþór Harðarson 189 188 181 214 199 185 225
Aron Hafþórsson 223 189 170 255 235 213 174
Ísak Birkir Sævarsson 181 215 207 198 170 220 216
Hinrik Óli Gunnarsson 150 199 204 246 258 201 268
Einar Már Björnsson 169 225 208 221 201 218 214
Adam Pawel Blaszczak 246 195 215 190 195 224 197

 

Íslandsmót einstaklinga 2023  
    Leiknir leikir alls: 25              
Sæti   Nafn Félag Fgj. Flutt Skor Bonus Total Avg Diff 2nd 
1   Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 0 3777 1526 100 5403 212,12 116
2   Aron Hafþórsson KFR 0 3802 1459 80 5341 210,44 54
3   Mikael Aron Vilhelmsson KFR 0 3845 1382 60 5287 209,08 0
4   Einar Már Björnsson ÍR 0 3707 1456 120 5283 206,52 -4
5   Hafþór Harðarson ÍR 0 3820 1381 60 5261 208,04 -26
6   Adam Pawel Blaszczak ÍR 0 3704 1462 80 5246 206,64 -41
7   Ísak Birkir Sævarsson KFA 0 3778 1407 40 5225 207,40 -62
8   Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 0 3821 1242 20 5083 202,52 -204

 

Skor frá kvöldinu hjá konum:

Úrslit Leikur 1 Leikur 2
Linda Hrönn Magnúsdóttir 232 149
Nanna Hólm Davíðsdóttir 181  
Katrín Fjóla Bragadóttir 224 198

 

Round robin Leikur
  1 2 3 4 5 6 7
Linda Hrönn Magnúsdóttir 268 158 152 170 171 177 152
Nanna Hólm Davíðsdóttir 187 221 138 166 180 193 188
Hafdís Pála Jónasdóttir 146 170 166 148 176 143 149
Katrín Fjóla Bragadóttir 151 169 217 187 183 172 183
Margrét Björg Jónsdóttir 160 134 179 149 180 172 183
Helga Sigurðardóttir 146 133 170 152 149 180 173
Helga Ósk Freysdóttir 157 167 156 202 169 181 178
Steinunn Inga Guðmundsdóttir 211 225 204 159 163 151 197

 

  Félag Flutt Skor Bonus Total Meðalt Diff 2nd 
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 3253 1248 80 4581 180,04 70
Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 3237 1273 50 4560 180,40 49
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 3149 1262 100 4511 176,44 0
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 3174 1098 60 4332 170,88 -179
Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA 2874 1310 80 4264 167,36 -247
Helga Ósk Freysdóttir KFR 2971 1210 60 4241 167,24 -270
Margrét Björg Jónsdóttir KFR 2977 1157 70 4204 165,36 -307
Helga Sigurðardóttir KFR 2975 1103 60 4138 163,12 -373

 

Mikil gróska hefur verið í keilunni undanfarin misseri og eru nú um 25% fleiri iðkendur í keilu en á sama tíma í fyrra. Ungmennin hafa verið að láta mikið til sín taka og náð virkilega góðum árangri á mótum bæði hérlendis og erlendis, það hefur fjölgað töluvert í þessum hópi svo framundan er enn frekari uppbygging keiluíþróttarinnar á Íslandi.

 

 

 

Nýjustu fréttirnar