Olíuburðir fyrir keppnistímabilið 2021 til 2022

Facebook
Twitter

Tækninefnd KLÍ sendi tillögur sínar til stjórnar KLÍ með olíuburði fyrir komandi keppnistímabil. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi í gær og afgreitt þar. Búið er að uppfæra síðuna fyrir olíuburðina og má nálgast hana hér.

Sú nýjung er þetta tímabilið að Tækninefnd fékk John Janawicz frá Kegel til að hanna deildarburðina fyrir komandi tímabil, stutta, miðlungs sem verður sjálfgefinn burður og þann langa. Eru þeir þá hannaðir miðað við aðstæður okkar og verður spennandi að sjá hvernig keilurum tekst að eiga við brautirnar í vetur. John hefur starfað hjá Kegel frá árinu 1998 og meðal annars séð um úttektir á sölum fyrir PBA og ETBF mót. Mikill fengur er í því að hafa fengið aðstoð hans.

Bent er á reglur varðandi val á olíuburði fyrir heimaleiki en senda þarf póst á netfangið [email protected] fyrir kl. 22 miðvikudaga fyrir leiki í vikunni á eftir og fyrir kl. 22 á mánudegi fyrir leiki komandi helgar.

Nýjustu fréttirnar