Keppni í keilu á Reykjavíkurleikunum 2021 – Forkeppni í gangi

Facebook
Twitter

Í gærkvöldi var spilaður einn riðill í forkeppni Reykjavíkurleikanna í keilu en að venju er keppt í Keiluhöllinni Egilshöll. Best í gær lék Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR en hann lék leikina 6 með 1.417 skori eða 236,2 í meðaltal. Í öðru sæti varð Kristján Þórðarson ÍR með 1.330 eða 221,7 í meðaltal og í einum pinna frá í þriðja sæti varð Einar Már Björnsson ÍR með 1.329 eða 221,5 í meðaltal. Best kvenna spilaði Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR en hún lék seríuna með 1.301 pinnum eða 224,8 í meðaltal.

Þegar tveim riðlum af þrem er lokið er Hafþór Harðarson ÍR og RIG meistari 2020 í efsta sæti með 1.450 seríu / 241,7 mtl. Gunnar Þór er í örðu sæti með 1.417 / 236,2 mtl. og Skúli Freyr Sigurðsson KFR í þriðja sæti með 1.345 / 224,2 mtl.

Eini 300 leikurinn sem kominn er í mótinu náði Skúli Freyr Sigurðsson KFR en sjá má frétt um það hér. Nokkri keilarar voru nálægt fullkomnum leik í gær og má búast við því að gerðar verða nokkrar atlögur að fullkomnum leik í kvöld og á morgunþ

Í kvöld verður svo leikinn síðasti riðill forkeppninnar og þá kemur í ljós endanleg sætaröðun forkeppninnar fyrir 32. manna úrslit fyrsta skref þeirra fer fram að lokinni forkeppninni í kvöld en sjálfur úrslitadagur mótsins verður á morgun fimmtudag. Honum líkur með úrslitakeppni 4 efstu í beinni útsendingu á RÚV2 og hefst útsending kl. 20:00.

Steymt verður frá riðlinum í kvöld og öllum úrslitastigum keppninnar á Fésbókarsíðu RIG Bowling.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér.

Stöður í mótinu má finna hér.

Efstu þrír eftir þriðjudags riðilinn: Kristján Þórðarson ÍR, Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR og Einar Már Björnsson ÍR.

Nýjustu fréttirnar