Reykjavík International Games 2021

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Úrslit mótsins má sjá hér.

RIG 2021 verður haldið dagana 30. janúar til 4. febrúar næstkomandi. Helsta breyting á keilu á Reykjavíkurleikunum er sú að Keilusamband Íslands hefur tekið við forræði keppninnar af ÍR keiludeild. Mótið heldur áfram með sama sniði og undanfarin ár en sökum Covid þá er engum erlendum keppendum boðið á leikana í ár. Við höldum samt skipulagi mótsins til haga með sömu keppnisreglum og undanfarin tvö ár, sjá nánar hér fyrir neðan.

Úrslit mótsins verða fimmtudagskvöldið 4. febrúar kl. 20:00 og verður þeim sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV2.

Við byrjum mótið laugardaginn 30. janúar næstkomandi með Early Bird riðli en í framhaldinu verða svo tveir riðlar, annar þriðjudaginn 2. febrúar kl. 19 og hinn seinni miðvikudaginn 3. febrúar kl. 17:30.

Final Step 1 verður keyrt strax í gang eftir riðil 2 á miðvikudagskvöldið og er áætlað að það byrji kl. 21:00

Skráning á RIG 2021 í keilu er hér

Dagskrá RIG 2021 í keilu er sem hér segir

 • 30.1.21 kl. 09:00  |  Early Bird riðill
 • 02.2.21 kl. 19:00  |  Riðill 1
 • 03.2.21 kl. 17:30  |  Riðill 2
 • 03.2.21 kl. 21:00  |  Final Step 1 | Aukasæti gegn sætum 17 til 24
 • 04.2.21 kl. 15:30  |  Final Step 2 | Sigurvegarar Final Step 1 gegn sætum 9 til 16
 • 04.2.21 kl. 16:30  |  Final Step 3 | Sigurvegarar Final Step 2 gegn sætum 1 til 8
 • 04.2.21 kl. 18:00  |  Final Step 4 | 8 manna úrslit
 • 04.2.21 kl. 20:00  |  Final Step 5 | Úrslit 4 efstu í beinni sjónvarpsútsendingu

Mótsreglur RIG 2021 keilu

 • Forkeppni eru 6 leikir, færsla um brautarsett eftir hvern leik – Spila má alla riðla og gildir þá besta sería til úrslita
 • Bestu 24 seríurnar komast beint í úrslit – Sæti 25 til 32 raðast eftirfarandi:
 • Bestu seríur karls og konu í 50+ / sæti 25 og 26
 • Bestu seríur pilts og stúlku í u18 / sæti 27 og 28
 • Bestu seríur karls og konu í Early Bird  / sæti 29 og 30
 • Túrbó leikir  / 5. leikur sæti 231 og 6. leikur sæti 32
 • Sæti 1 til 8 koma inn í Final Step 3
 • Sæti 9 til 16 koma inn í Final Step 2
 • Sæti 17 til 24 keppa við aukasætin í Final Step 1 miðvikudagskvöldið 3. febrúar kl. 21
 • Í Final Step 1 til 4 þarf að sigra tvo leiki til að komast áfram
 • Í úrslitum í sjónvarpi leika 4 efstu einn leik og dettur sá út sem er með lægsta skorið. Þrír halda áfram og spila annan leik, lægsta skor dettur út. Tveir keppa þá um titilinn RIG meistari í keilu 2021

Reglur um jafntefli

Í forkeppni. Ef leikmenn eru með jafn háa seríu þá gildir hærri síðasti leikur seríunnar til úrslita

Í Final Step 1 – 5. Ef leikmenn eru jafnir þá er Roll off, eitt kast á leikmann þar til úrslit ráðast

Túrbó leikir. Ef leikmenn eru með jafn háan leik í Túrbó ræður sætaröðun úrslitum

Verð í forkeppni RIG 2021 í keilu

 • Early Bird kr. 6.000,-
 • Entry kr. 10.000,-
 • Er-entry kr. 7.000,-

Olíuburður er sem fyrr HIGH STREET

 

Nýjustu fréttirnar