Tilkynning varðandi breytingar á reglum um hliðargat í kúlu

Facebook
Twitter

Þann 1. ágúst tóku í gildi reglur bæði hjá USBC og World Bowling um bann við hliðar- og aukagötum í kúlur. Tækninefnd KLÍ hefur haft málið til umfjöllunar og skilað inn tillögu til stjórnar KLÍ sem stjórn KLÍ hefur samþykkt. Tillagan gengur út á að við fylgjum fordæmi Svía og annarra þjóða að leifa notkun á þeim kúlum sem eru boraðar fyrir þann tíma þó þær séu með hliðar- og eða aukagötum. Allar nýjar boranir hér eftir á bæði nýjum og gömlum kúlum verða þó framkvæmdar skv. þessari reglu sem tók gildi 1. ágúst.

Þeir keilarar sem hyggjast keppa á mótum erlendis er þó bent á að kynna sér vel hvaða reglur gilda á viðkomandi stað áður en farið er í mót.

Breyting á reglugerð verður gerð á næstunni.

Nýjustu fréttirnar