Keila á RIG 2020 hefst 26. janúar – Skráning hafin

Facebook
Twitter

Dagana 26. janúar til 2. febrúar verður keilan á Reykjavík International Games. Þetta er í 12. sinn sem keppni í keilu fer fram á Reykjavíkurleikunum en í alls 13. sinn sem þeir fara fram. Bein útsending verður frá úrslitum mótsins sunnudaginn 2. febrúar kl. 14:30 á aðalrás RÚV.

Erlendir keppendur

  • Danielle McEwan  – Bandaríkin
  • Daria Pajak – Pólland
  • Jesper Agerabo – Danmörk
  • Rikke Agerbo – Danmörk
  • Mattias Möller – Svíþjóð

Auk þeirra koma 16 Danir frá SAS Bowling Club, Arnar Davíð Jónsson og 6 sænskir liðsfélagar hans og Möllers frá Höganas Bowling Club mæta á svæðið sem og 4 Pólverjar með Dariu Pajak. Alls verða því hátt í 40 erlendir gestir hér á landi í tengslum við leikana.

Athygli er vakin á því að Early Bird riðillinn færist yfir á sunnudaginn 26. janúar.

Leikdagar eru sem hér segir – Athugið að hámarksfjöldi í riðil eru 44 keilarar:

26. janúar – Sunnudagur
kl. 09:00 – Early Bird

30. janúar – Fimmtudagur
kl. 10:00 – Riðill 1
kl. 14:00 – Riðill 2

30. janúar – Föstudagur
kl. 10:00 – Riðill 3
kl. 14:00 – Riðill 4

1. febrúar – Laugardagur
kl. 09:00 – Riðill 5

2. febrúar – Sunnudagur
kl. 09:00 – Final Step 1 – 4
kl. 14:30 – Úrslit í beinni á aðalrás RÚV

Ýmsar hagnýtar upplýsingar

  • Skráning fer fram á vefsíðu RIG Bowling
  • Sent verður út frá riðlunum á Fésbókarsíðu RIG Bowling
  • Sama keppnisfyrirkomulag verður á mótinu og í fyrra, sjá reglur mótsins á vefsíðu þess
  • Upplýsingasíða um Reykjavíkurleikana

Verð í riðlana:

  • Early Bird 6.000,-
  • Fyrsta gjald (entry) 10.000,-
  • Annað gjald (re-entry) 7.000,-
  • Turbó leikir 1.000,-

Allar nánari upplýsingar um mótið veitir mótsstjórn á info (@) rigbowling.is

Nýjustu fréttirnar