Keiludeild ÍR með keppni á RIG 2019

Facebook
Twitter

Dagana 26. janúar til 3. febrúar verður Keiludeild ÍR með mót á RIG 2019. 

Mótið í ár verður það veglegasta sem deildin hefur haldið til þessa. Til landsins koma yfir 30 gestir þar af þrjár atvinnukonur í keilu sem allar keppa á bandarísku mótaröðinni PWBA.
Í tengslum við komu þeirra fékk deildin þær til að halda fyrirlestur sem eingöngu verður í boði fyrir konur í keilu. Það er gert til að reyna að efla konur í íþróttinni.

Opnuð hefur verið sérstök síða hér á vefnum með öllum upplýsingum um mótið en þar má nálgast allar upplýsingar, skráningu í mótið og fleira. E
innig er viðburðarsíða á Fésbókinni þar sem ýmsum upplýsingum verður deilt. Einnig stendur til að streyma frá riðlakeppninni beint á YouTube sem og að úrslit mótsins sem fara fram sunnudaginn 3. febrúar verða í beinni útsendingu á aðalrás RÚV.

Áhorfendur eru velkomnir í húsið á meðan á keppni stendur.

Nýjustu fréttirnar