Bikarmeistarar Sjóvá 2007

Facebook
Twitter

Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Hafþór Harðarson KFR eru Bikarmeistarar Sjóvá árið 2007. Er þetta annað árið í röð sem Hafþór vinnur titilinn, en Sigfríður vann áður árin 2004 og 2005. Í öðru sæti voru þau Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Magnús Reynisson KR. Spilamennskan í dag var mjög góð og flestir leikirnir jafnir og spennandi. 

Leikir í undanúrslitum og úrslitum

Í úrslitunum vann Sigfríður, Dagnýju Eddu með 687 pinnum gegn 614. Leikir Sigfríðar voru 211, 257 og 219, en leikir Dagnýjar Eddu 197, 193 og 224. Hafþór vann Magnús með 759 pinnum gegn 602 og spilaði sinn annan 300 leik á aðeins rúmri viku í síðasta leik mótsins við góðar undirtektir áhorfenda. Leikir Hafþórs voru 242, 217 og 300, en leikir Magnúsar 202, 179 og 221.

Í undanúrslitunum vann Sigfríður, Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR þegar hún spilaði 173, 209 og 193 eða samtals 575 gegn 507. Dagný Edda vann Sirrý Hrönn Haraldsdóttur úr KFK örugglega þegar hún spilaði 207, 214, 236 eða samtals 657 gegn 492. Í karlaflokknum voru leikirnir í undanúrslitunum jafnir og spennandi og réðust úrslit í síðasta ramma í báðum leikjum. Hafþór spilaði 226, 196 og 223 eða samtals 645 pinna gegn Stefáni Claessen úr ÍR sem spilaði 199, 213 og 222 eða samtals 634. Í hinum leiknum vann Magnús, Árna Geir Ómarsson úr ÍR með þremur pinnum þegar hann spilaði 180, 217 og 296 í síðasta leiknum eða samtals 693 gegn 690. Árni Geir var kominn með gott forskot eftir fyrstu tvo leikina, en leikir hans voru 258, 225 og 207 og þurfti Magnús stórleik í síðasta leiknum til að tryggja sér sæti í úrslitum.

Sigurvegararnir, þau Sigfríður og Hafþór, tóku einnig bæði metin fyrir hæstu leiki og hæstu seríur í úrslitaleikjunum. Sigfríður hlaut viðurkenningu fyrir hæstu seríu kvenna 687 og hæsta leik kvenna 257 og Hafþór hlaut viðurkenningu fyrir hæstu seríu karla 759 og hæsta leik karla 300. Sigfríður fékk einnig til varðveislu í eitt ár farandbikar sem veittur er fyrir hæsta leik kvenna í bikarkeppni einstaklinga, en sá bikar var gefinn til minningar um Birnu Þórðardóttur sem keppti á árum áður með Afturgöngunum.

Einnig var dregið um útdráttarverðlaun úr öllum seríum í forkeppninni. Sjá lista yfir vinningshafa 

Nýjustu fréttirnar