Mót
Fréttir
Dagskrá
Deildir
Upplýsingar
Tölfræði
Keilusalir
Netið
66° Norður
1x2
Lottó
ÍSÍ
ETBF
Landsbankinn
RSS

Fréttir
Keilusamband Íslands

Mánudagur, 23. Maí 2016 kl. 08:41 | JÁJ
Ásgrímur Helgi Einarsson nýr formaður KLÍ

Ásgrímur Helgi Einarsson KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍRUm helgina fór fram þing KLÍ en að þessu sinni var það keiludeild Þórs sem hélt þingið og var það haldið í félagsheimili þeirra fyrir norðan. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þingsins vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR en á þessum tímamótum, þegar Þórarinn lét af formennsku, var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Var það þingforseti, Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ, sem veitti Þórarni þessa viðurkenningu.

Í stjórn KLÍ voru kjörnir þeir:

  • Ásgrímur Helgi Einarsson KFR formaður
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Hafþór Harðarson ÍR

Meira

Þriðjudagur, 17. Maí 2016 kl. 11:50 | JÁJ
Toppveitinga mótið

Merki Keilunnar á AkureyriÍ tengslum við þing KLÍ sem fram fer um næstu helgi verðru blásið í hressilegt C mót og verður keiludeild Þórs þar í samstarfi við Topp Veitingar. Spilaðir eru 3.leikir með og án forgjafar. Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3.sætin í báðum flokkum. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Verð fyrir 3.leiki er 3.500,- kr með því að skrá sig á vefnum en ef þú mætir á staðin að þá er verðið 5.500,- kr. Mótið er C mót. Olíuburður verður ekki gefin upp heldur verður hann valin á mótsdag. Skráning hér.


 


 

Laugardagur, 14. Maí 2016 kl. 12:06 | GJ
Æfing hjá afrekshópi karla

Afrekshópur karla hittist í dag á æfingu þar sem farið var yfir markmiðasetningu og brautalestur. Hópurinn undirbýr sig fyirr EM í Belgíu í ágúst og verður 6 manna hópur fyrir mótið valinn í byrjun júní. Fleiri myndir má sjá hér.


Þriðjudagur, 10. Maí 2016 kl. 12:04 | JÁJ
Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

robert_anderssonKeiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.

Þeir tímar sem í boði eru:


Meira

Sunnudagur, 8. Maí 2016 kl. 15:47 | JÁJ
Hafþór Harðarson sigraði forkeppni AMF 2016

Hafþór Harðarson og Dagný Edda Þórisdóttir verða fulltrúar Íslands á AMF2016Hafþór Harðarson úr ÍR sigraði forkeppni heimsbikarmóts einstaklinga AMF World Cup en undanúrslitakeppnin í forkeppninni hér heima fór fram um helgina. Hafþór sigraði Björn Birgisson úr KR í úrslitaviðureigninni með 222 pinnum gegn 183. Með sigrinum hlýtur Hafþór ferð og keppnisrétt á 52. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í Shanghai í Kína dagana 14. til 23. október í ár. Að venju fær sigahæsti einstaklingurinn af gagnstæði kyni einnig þátttökurétt á því móti og í ár varð það Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR sem varð efst kvenna en hún endaði í 5. sæti eftir undanúrslitin í dag. Í þriðja sæti varð svo Gústaf Smári Björnsson úr KFR og í fjórða sæti varð Stefán Clasessen úr ÍR.


Meira

Miðvikudagur, 4. Maí 2016 kl. 11:10 | JÁJ
ÍR PLS Íslandsmeistarar karla 2016

ÍR PLS eru Íslandsmeistarar karla 2016Í gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Gulli Lærlingur spilaði hvað best í úrslitakeppninni en hann var með 241 í meðaltal í úrslitarimmunni þar af spilaði hann 771 seríu í 2. umferð.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.


Meira


Nýlegar fréttir
Þri. 3. maí.  KFR Valkyrjur Íslandsmeistara kvennaliða 2016
Þri. 3. maí.  Úrslit - Lokadagur
Mán. 2. maí.  Brautir í kvöld
Mán. 2. maí.  Úrslit - dagur 2
Mán. 2. maí.  Fyrsta umferðin í úrslitum Íslansmóts liða
Lau. 30. apr.  Úrslit - dagur 1
Lau. 30. apr.  Meistaramót ÍR 2016 - Úrslit
Fös. 29. apr.  AMF 3. umferð – Hver fer á AMF World Cup í Shanghai?
Mið. 27. apr.  Umspil kvenna - seinni leikur
Mið. 27. apr.  Seinni undanúrslitaleikir karla fóru fram í kvöld
Þri. 26. apr.  Undanúrslit 1.deild karla
Mán. 25. apr.  undanúrslit karla og umspil kvenna
Mán. 25. apr.  Undanúrslit 1. deild karla - Umspil kvenna
Fös. 22. apr.  Breytingar á afrekshóp karla
Mið. 20. apr.  Meistaramót ÍR 2016
Mið. 20. apr.  ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar KLÍ 2016
Þri. 19. apr.  Nýr þjálfari hjá afrekshópi karla
Mán. 18. apr.  Athugið breytta staðsetningu á lokahófi KLÍ