Mikael Aron með brons á Evrópumóti unglinga – EYC 2024

Facebook
Twitter

Á páskadag fór fram Masterskeppni á Evrópumóti unglinga í Helsinki í Finnlandi. Ísland átti einn keppanda þar, hann Mikael Aron Vilhelmsson úr Keilufélagi Reykjavíkur. 16 leikmenn komust inn í Masterskeppnina en Mikael náði að spila sig inn í 16. sætið í All-Event í síðasta leiknum í liðakeppninni. Það þýddi að hann mætti sterkasta stráknum á mótinu þar sem 16. sætið spilaði á móti því fyrsta. Spilað er maður á mann og þarf að vinna 2 leiki til að komast áfram í næstu umferð. Mikael Aron mætti Finnanum Markus Lahti í fyrstu umferð í spennandi leik sem Mikael sigraði naumlega 2-0.

Master Step 1

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Stig

Meðaltal

Mikael Aron

225

246

 

2

235.5

Markus Lahti

216

212

 

0

214

 

Í annari umferð Masterskeppninnar mætti Mikael Svíanum Emil Svensson, sem var í 3. sæti í All-Event. Mikael keyrði allt í botn og sigraði Svíann 2-0 en Emil átti ekki góðan leik á móti Íslendingnum og þurfti að lúta í lægra haldi að þessu sinni.

Master Step 2

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Stig

Meðaltal

Mikael Aron

224

236

 

2

230

Emil Svensson

185

204

 

0

194.5

 

Eftir sigurinn á Emil Svensson var orðið staðfest að Mikael Aron myndi fá verðlaunapening þar sem hann var kominn í undanúrslit. Mikael mætti Dananum Magnus Rehnquist í hörkuspennandi viðureign sem fór í 3 leiki. Mikael tapaði naumlega fyrsta leik en skellti svo í 276 í leik 2. Hann náði ekki að fylgja þeim leik nægilega vel eftir og 3 leiðinlegar glennur í röð töpuðu leiknum fyrir honum.

Master Step 3

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Stig

Meðaltal

Mikael Aron

209

276

168

1

217.7

Magnus Rehnquist

216

225

200

2

213.7

 

Bronsmedalía þá staðfest eftir tap Mikaels gegn Magnus Rehnquist en er þetta aðeins önnur medalían sem Ísland fær á Evrópumóti unglinga en Arnar Davíð Jónsson sigraði Masterskeppnina árið 2011.

Evrópumóti unglinga 2024 er þá lokið og geta íslensku krakkarnir gengið stolt frá Helsinki. Stelpurnar settu samtals 6 íslandsmet á mótinu og strákarnir voru nokkrum pinnum frá því að taka fleiri medalíur með sér heim.

Slegin Íslandsmet:

1.flokkur stúlkna, met í einum leik, Viktoría Hrund Þórisdóttir, 286

3.flokkur stúlkna, met í 5 og 6 leikjum, Særós Erla Jóhönnudóttir, 959 og 1139

4.flokkur stúlkna, met í 3, 4 og 5 leikjum, Bára Líf Gunnarsdóttir, 553, 707 og 867

 

Viðburðarríku móti lokið og hlökkum til næsta sem verður í Samsun í Tyrklandi árið 2025.

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýjustu fréttirnar