Björn og Katrín Íslandsmeistarar Para

Um helgina urðu Katrín Fjóla Bragadóttir og Björn G. Sigurðsson úr KFR Íslandsmeistarar para. Þau sigruðu Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Stefán Claessen úr ÍR í úrslitum. 

Til að tryggja sér sigur þurftu Linda og Stefán að vinna 3 leiki, en Katrínu og Birni dugði að vinna tvo þar sem þau höfðu verið ofar í forkeppninni. Katrín og Björn unnu fyrsta leik með 385 pinnum á móti 366 hjá Lindu og Stefáni. Linda og Stefán sigruðu svo næstu tvo leiki (432-393 og 368-366). Katrín og Björn tryggðu sér svo titilinn í síðasta leik með 383 pinnum á móti 330.
Í þriðja sæti voru Helga Sigurðardóttir og Gústaf Smári Björnsson úr KFR. 

Breyting á Dagskrá

 Breytingar hafa verið gerðar á 4 umferð

 Íslandsmót Félaga sem vera átti 24.okt hefur verið fært til  31.Okt

Tvímenningur Deildarliða sem vera átti 25.okt hefur verið fært til 1.Nóv

 

 

2 & 3 deild Karla sem átti að spila 31.Okt hefur verið færð til 24.Okt

1 deild karla & Kvenna sem átti að spila 1.Nóv hefur verið færð til 25.Okt

2 deild kvenna Sem átti að spila 1.Nóv hefur verið færð til 24.okt (Mánudagur)

1.umferð Meistarakeppni ungmenna 2016

 1.umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram 24. september 

53 Keppendur voru þar mættir til leiks frá fjórum félögum

 Úrslit urðu sem hér segir 

1.flokkur pilta 

  • 1. sæti Hlynur Örn Ómarsson ÍR
  • 2. sæti Aron Fannar Benteinsson KFR
  • 3. sæti Benedikt Svavar Björnsson ÍR
  • Aron-Hlynur-Benedikt

1. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • 2. sæti Jóhanna Guðjónsdóttir ÍR
  • Á myndina vantar Katrínu Fjólu

2. flokkur pilta 

  • 1. sæti Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
  • 2. sæti Steindór Máni Björnsson ÍR
  • 3. sæti Sæþór Kristinn Guðmundsson KFA
  • Steindór-Ágúst-Sæþór

2. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • 2. sæti Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
  • Á myndina vantar Guðbjörgu

3. flokkur pilta

  • 1. sæti Lárus Björn Halldórsson ÍR
  • 2. sæti Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR
  • 3. sæti Adam Geir Baldursson ÍR
  • Guðbjörn-Lárus-Adam

3. flokkur stúlkna 

  • 1. sæti Elva Rós Hannesdóttir ÍR
  • 2. sæti Málfríður Jóna Freysdóttir KFR
  • 3. sæti Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR
  • Málfríður-Elva-Sara

4. flokkur pilta

  • 1. sæti Tristan Máni Nínuson ÍR
  • 2. sæti Mikael Aron Vilhjálmsson KFR
  • 3. sæti Matthías Leó Sigurðsson KFA
  • Mikael-Tristan-Matthías

4. flokkur stúlkna

  • 1. sæti Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
  • 2. sæti Sigrún Efemía Halldórsdóttir ÍR
  • 3. sæti Nína Rut Magnúsdóttir KFR
  • Sigrún-Hafdís-Nína

5. flokkur pilta

  • James Andre Oyola Yllescas ÍR

 

Íslandsmót para 2016

Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson ÍR sigruðu 2015Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 1. til 2. október 2016, sjá reglugerð um Íslandsmót para

Forkeppni laugardaginn 1.okt kl. 9:00

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.

Verð í forkeppni kr. 10.500,- pr. Par

Milliriðill sunnudaginn 2.okt kl. 9:00

 

Skráning fer fram á vefnum.

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 10.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

Olíuburður: Elitserien 41 fet

Mótanefnd KLÍ

Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

1. deild karla, olíuburður – olíuburður (Uppfært)

 

Liðin sem eiga heimaleik næsta þriðjudag í 1. deild karla hafa ákveðið olíuburð fyrir sínar viðureignir.

Einnig er kominn olíuburður fyrir leik Þórs og Stormsveitarinnar sem leikinn er á morgun laugardag en sá leikur er úr 3. umferð. Upplýsingar um burðina má sjá hér  http://www.kli.is/deildir/dagskra/20171DK
Netfangið sem upp var gefið til að tilkynna olíuburðina er ekki að virka sem skildi og því eru fyrirliðar beðnir um að senda á [email protected] og [email protected] þangað til það netfang er komið í lag. 

Uppfært 25.9.16  Netfangið [email protected] er komið í lag.

Klippikort

KLÍ er nú með til sölu klippikort frá Keiluhöllinni.  Kortin kosta kr. 15.000,- og er virkni þeirra eftirfarandi:

 

·  

 

 

 

Fjöldi skipta eru 5 og er hvert skipti 55 mínútur.  Gildistími er 90 dagar frá útgáfu og kortin gilda ekki á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum frá 18:00 – 01:00. Olíuburður er innifalinn.

 

Til að panta kort þá skal senda póst á [email protected]. Viðkomandi fær þá sendan póst til baka með upplýsingum um bankareikning KLÍ, greiðir þangað 15.000 krónur og sendir afrit af kvittun á netfangið [email protected]. Daginn eftir mun bíða umslag í afgreiðslu Keiluhallarinnar með korti.

Olíuburður vetrarins, nýtt fyrirkomulag.

Stjórn hefur samþykkt með breytingum tillögu Tækninefndar varðandi olíuburð og fyrirkomulag olíuburðar í deildum.

 

Olíuburðir voru samþykktir eins og þeir komu frá Tækninefnd og hafa verið settir á síðu sambandsins.
 
Tækninefnd lagði til að leyfa heimaliði að velja sér olíuburð fyrir hvern heimaleik eftir ákveðnu fyrirkomulagi.  Stjórn sá einhverja annmarka á því og fékk Tækninefnd til að útfæra tillöguna betur.
Eftir að hafa fengið betur útfærða tillögu samþykkti stjórn að prófa þetta fyrirkomulag í 1. deild karla á komandi tímabili og meta svo stöðuna fyrir næsta þing.
 
Fyrirkomulagið er í grófum dráttum þannig að heimalið þarf að ákveða með fyrirvara hvorn olíuburðin (Tækninefnd hefur valið tvo burði)  þeir vilja nota í komandi leik.  Þetta þarf að tilkynna til mótanefndar á netfangið [email protected] fyrir miðnætti á miðvikudegi fyrir leik hvort sem leikur er á laugardegi, sunnudegi eða þriðjudegi á eftir.

Einar Már Björnsson hefur tekið að sér að sjá um utanumhald vegna þessa og mun setjast í mótanefnd.  Hann mun því raða þeim leikjum saman í hverri viku sem eru með sama olíuburð og uppfæra á síðu KLÍ nýja brautarskipan. Hann mun einnig birta á heimasíðu KLÍ undir fréttir nýja brautarskipan og hvaða olíuburður verður í hverjum leik ásamt því að senda þessar upplýsingar á Keiluhöllina.