Einar og Hafþór Íslandsmeistarar í tvímenning.

Facebook
Twitter

Íslandsmótið í tvímenning fór fram um helgina í Keiluhöllinni Egilshöll. Góð þátttaka var í mótinu en 19 tvímenningar tóku þátt. 

Til úrslita léku Þorleifur Jón Hreiðarsson og Elías Borgar Ómarsson úr KR á móti Einari Má Björnssyni og Hafþóri Harðarsyni úr ÍR.  Þorleifur og Elías unnu fyrsta leikinn 370 – 313. Einar og Hafþór jöfnuðu í 1 – 1 með því að vinna annan leikinn 331 – 404 og kláruðu svo með því að vinna þriðja leikinn 368 – 390 og viðureignina 1 – 2. 
Í þriðja sæti urðu Guðlaugur Valgeirsson og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR.
Einar og Hafþór eru vel að titlinum komnir og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.

Nýjustu fréttirnar