Árshátíð KLÍ

Nú er að síga á seinni hluta tímabilsins og þá kemur alltaf að því sem allir hafa beðið eftir, sjálfri Árshátíðinni. 

Árshátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrra, haldin í Rúgbrauðsgerðinni og í umsjón kvennalandsliðsins.  Dagurinn er 29. apríl en nánar má sjá allt um þetta með því að skoða auglýsinguna hér og svo upplýsingar um það sem boðið verður upp á að borða.  Kvennalandsliðið sér um miðasöluna og því er um að gera að setja sig í samband við þær og næla sér í miða.

Keppni lokið hjá íslensku keppendunum á EYC.

Keppni er lokið hjá íslensku keppendunum á Evrópumóti unglinga í Finlandi.

Í dag spiluðu stúlkurnar í lokaviðburði mótsins eða einstaklingskeppninni. Það voru þær Helga Ósk Freysdóttir og Elva Rós Hannesdóttir sem  hófu leik í fyrri riðli dagsins. Stelpurnar byrjuðu vel en lentu í smá hremmingum á erfiðum brautum en enduðu daginn vel. Eftir hádegi tóku þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Málfríður Jóna Freysdóttir við. Líkt og í fyrri riðlinum byrjuðu stelpurnar vel og náði Guðbjörg að halda sér á striki fyrstu leikina en svo dafnaði spilamennskan aðeins. Engu að síður bætti hún þrjú persónuleg met í dag með frábærri spilamennsku. Guðbjörg var efst íslensku stelpnanna með 1.087 pinna, næst var Elva Rós með 983 pinna, Helga Ósk með 953 pinna og Málfríður Jóna með 811 pinna.

Efst eftir forkeppnina var Maria Koshel frá Rússlandi en hún mætti Lorna Scott í undanúrslitum þar sem Maria hafði betur í æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust með svokölluðu rollof þar sem viðureignin endaði í jafntefli. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust þær Anna PetáKová frá Tékkland og hin Danska Megan Dicay þar sem Dicay hafði betur með einum pinna í jafnspennandi viðureign. Mættust þær því í úrslitum og sigraði Decay frá Danmörku Koshel frá Rússlandi 216 pinnum gegn 184.

Lokastaða stelpnanna í heildarkeppni Evrópumótsins var eftirfarandi:

34. sæti: Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir – 175,4 meðaltal

42. sæti: Elva Rós Hannesdóttir – 169,7 meðaltal

46. sæti: Helga Ósk Freysdóttir – 162,8 meðaltal

51. sæti: Málfríður Jóna Freysdóttir – 140,5 meðaltal

Á morgun fer fram keppni í svokölluðum Masters þar sem 24 efstu strákarnir og stelpurnar úr öllum greinum mótsins keppa til úrslita. Seinna um kvöldið fer fram lokahóf og er mótinu þar með formlega slitið.

Evrópumóti unglinga lokið hjá strákunum okkar

Mótinu lokið hjá strákunum okkarÍ dag luku strákarnir okkar leik á Evrópumóti U18 í Helsinki Finnlandi með keppni í einstaklingsflokki. 

Það voru þeir Ágúst Ingi Stefánsson og Steindór Máni Björnsson sem keppu í fyrri riðli dagsins og var vægast sagt mikið á móti þeim. Eftir ágætis byrjun lentu þeir á nokkrum erfiðum brautapörum þar sem þeir voru að elta tvíeyki sem voru hreinlega að tæta upp brautirnar. Tókst þeim aðeins að rétta úr sér í endanum en það var of seint. Í seinni riðlinum tóku þeir Jóhann Ársæll Atlason og Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín. Mikil spenna ríkti hjá strákunum þar sem Jóhann átti góða möguleika að komast í 24 manna úrslit í heildarkeppni mótsins og frá byrjun var spennustigið mjög hátt. Erfið byrjun hjá Jóhanni þýddi að hann þurfti að sækja það sem vantaði í þeim leikjum sem var eftir. Þrátt fyrir góða spilamennsku hjá Jóhanni þá féllu pinnarnir alls ekki með honum og þegar uppi var staðið missti hann af niðurskurðinum með 75 pinnum og endaði í 34. sæti.

Spilamennska strákanna í einstaklingskeppni dagsins var eftirfarandi. Efstur íslensku strákanna var Ólafur með 1.160 pinna (193,3 meðaltal), næstur var Jóhann með 1.135 pinna (189,2 meðaltal), svo kom Ágúst með 1.053 pinna (175,5 meðaltal) og að lokum var Steindór með 947 pinna (157,8 meðaltal). Til að komast í úrslit þurfti 230,7 meðaltal og því spilamennskan frábær hjá efstu mönnum, en þeir sem komust í úrslit voru Ziga Zalar (Slóvenía), Sidney Schroschk (Þýskaland), Emanuel Jonsson (Svíþjóð) og Niko Oksanen (Finnland). Niko Oksanen og Emanuel Jonsson unnu sínar undanúrslitaviðureignir og mættust í úrslitum þar sem Jonsson hafði betur með 213 pinnum gegn 180 pinnum Oksanen og stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni.

Heildarstaðan hjá strákunum í svokölluðum All-events var eftirfarandi:

34. sæti: Jóhann Ársæll Atlason – 197,6 meðaltal

67. sæti: Ólafur Þór Ólafsson – 181,9 meðaltal

68. sæti: Ágúst Ingi Stefánsson – 181,7 meðaltal

69. sæti: Steindór Máni Björnsson – 179,1 meðaltal

Á morgun ljúka stelpurnar sínu móti með keppni í einstaklingsgrein.

Liðakeppni lokið á EYC í Finlandi.

Í dag lauk liðakeppni á Evrópumóti U18 í Helsinki Finnlandi.

Íslensku stelpurnar hófu leik í morgun og tók þær smá tíma að hrökkva í gang. Það var ekki fyrr en í 3. og síðasta leiknum sem þær tóku sig saman og pökkuðu saman Úkraínu í baráttunni um 8. sætið. Nokkur persónuleg met féllu hjá stúlkunum og telst árangur þeirra góður. Spilamennska stúlknanna í dag var eftirfarandi Elva Rós Hannesdóttir 521 pinnar (173,7 meðaltal), Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir 517 pinnar (172,3 meðaltal), Málfríður Jóna Freysdóttir 501 pinnar (167 meðaltal) og Helga Ósk Freysdóttir 494 pinnar (164,7 meðaltal). Stelpurnar fá frí á morgun og ljúka síðan þáttöku sinni í mótinu á laugardaginn þegar spilað er í einstaklingskeppni.

Strákarnir tóku við eftir hádegi og náðu þeir ekki að bæta árangur gærdagsins. Eftir rólegan fyrsta leik settu þeir í fluggírinn og virtust stefna hátt en erfiður síðasti leikur setti strik í reikninginn og enduðu strákarnir okkar í 12. sæti í liðakeppninni. Jóhann Ársæll Atlason hélt áfram að leiða liðið en hann skilaði 595 pinnum í dag (198,3 meðaltal), Steindór Máni Björnsson var með 564 (188 meðaltal), Ágúst Ingi skilaði 558 (186 meðaltal) og að lokum var Ólafur Þór Ólafsson með 467 (155,7 meðaltal).

Í úrslitum kvenna sigruðu ensku stelpurnar þær finnsku í bráðabana í það sem má lýsa sem æsispennandi leik. Bronsið fór til Hollands og Svíþjóðar. Strákamegin voru það Svíar sem völtuðu yfir samkeppnina í bæði undan úrslitum og úrslitum til að tryggja sér gullið en þær mættu heimamönnum finnum í úrslitum þar sem finnsku strákarnir áttu aldrei möguleika. Bronsið fór til Slóvakíu og Danmerkur.

Á morgun hefst keppni í einliðaleik og eftir þá keppni fara 24 efstu strákarnir og stelpurnar áfram í svokallaðari heildarkeppni betur þekkt sem Masters og hún fer fram á sunnudaginn. Eins og staðan er núna eigum við einn keppanda inni í þeirra keppni en það er hann Jóhann Ársæll Atlason. Ef honum tekst að halda haus í einstaklingskeppni morgundagins á hann möguleika á að komast í Masters lokakeppnina á sunnudaginn. Hann situr sem stendur í 21. sæti og því á hann frábæra möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn.

 

 

 

Liðakeppni hálfnuð á EYC

Í dag hófst liðkeppni á Evrópumóti U18 í Helsinki. Keppt var bæði í drengja og stúlknaflokki.

Það voru strákarnir sem byrjuðu snemma í morgun og var spilamennskan hjá þeim mjög stöðug í gegnum alla þrjá leikina. Eftir 2 leiki sátu þeir í 7. sæti en eftir þriðja leikinn duttu þeir niður í 9. sæti eftir fyrri keppnisdaginn. Hápunktur dagsins var í þriðja leik þegar Jóhann Ársæll Atlason var kominn með 9 fellur í röð með möguleika á fullkomnum leik en það munaði litlu í 10. ramma að honum tækist það. Engu að síður frábær spilamennska hjá Jóhanni sem var efstur af strákunum með 649 pinna (216,3 meðaltal) næstur á eftir honum var Steindór Máni Björnsson með 592 pinna (197,3 meðaltal). Ágúst Ingi Stefánsson skilaði 565 pinnum (188,3 meðaltal) og hann Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín með 528 pinna (176 meðaltal). Svo sannarlega frábær spilamennska hjá strákunum og vonandi klífa þeir upp töfluna á morgun.

Stelpurnar tóku við eftir hádegi og var spilamennskan hjá þeim frekar sveiflukennd. Eftir erfiðan byrjunarleik rifu þær sig í gang og spiluðu 3. hæsta leik dagsins sem skilaði þeim 8. sætinu eftir 1. keppnisdag. Efst hjá stúlkunum var hún Elva Rós Hannesdóttir með 533 pinna (177,7 meðaltal), á eftir henni kom Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir með 531 pinna (177 meðaltal), Helga Ósk Freysdóttir skilaði 454 pinnum (151,3 meðaltal) og að lokum var Málfríður Jóna Freysdóttir með 421 pinna (140,3 meðaltal).

Liðakeppninni lýkur á morgun með 3 leikjum í viðbót og fara 4 efstu lið áfram í undanúrslit. 

EYC 2017 – dagur 2

Í dag voru það stelpurnar sem kepptu í tvímenning á Evrópumóti U18 í Helsinki. 

Í fyrri riðil dagsins voru það þær Elva Rós Hannesdóttir og Helga Rós Freysdóttir sem hófu leik. Eftir hæga byrjun komust stelpurnar rólega á skrið og má lýsa spilamennsku þeirra sem nokkuð stöðugri í gegnum þessa 6 leiki. Saman skiluðu stelpurnar skori upp á 2.047 pinnum (170,6 meðaltal) og enduðu þær í 20. sæti í þessari tvímenningskeppni. Í seinni riðli dagsins spiluðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir og Málfríður Jóna Freysdóttir og var spilamennskan hjá þeim tiltölulega sveiflukennd en þær skiluðu skori upp á 1.819 pinnum (151.6 meðaltal) og enduðu þær í 22. sæti.

Eftir forkeppni enduðu Rússar í efsta sæti og á eftir þeim komu Svíar, Belgar og seinasta þjóðin inn í undanúrslitin voru Norðmenn. Skorið í tvímenningskeppni stúlknanna var lægra en búist var við og var margar þjóðir nálægt niðurskurðinum. Í undanúrslitum mættust Rússar og Norðmenn þar sem norski tvímenningurinn tryggði sér sigur með heilum pinna 389 pinnum á móti 388 pinnum Rússa. Í hinum undanúrslitunum mættust Svíar og Belgar þar sem Belgar tryggðu sig áfram í úrslit með 388 pinnum á móti 349 pinnum Svía. Í úrslitum mættust því Norðmenn og Belgar þar sem Belgarnir höfðu yfirhöndina allan tímann og unnu öruggan sigur með 404 pinnum gegn 345 pinnum Norðmanna og því Belgía Evrópumeistara stúlkna U18 í tvímenning.

Á morgun hefst liðakeppni hjá bæði strákunum og stúlkunum, það eru strákarnir sem spila fyrir hádegi og stúlkurnar eftir hádegi.

Öll úrslit og livescore er að finna á heimasíðu mótsins: http://www.bowling.fi/eyc2017

Fyrsta keppnisdegi á EYC lokið.

 Keppni á Evrópumeistaramóti U18 í Helsinki hófst í dag með tvímenning drengja. Strákunum okkar gekk þokkalega og áttu þeir allir góða kafla

Báðir tvímenningar lentu á erfiðum brautarpörum sem gáfu lítið af sér. Í fyrsta riðli spiluðu þeir Steindór og Ágúst og eftir góða byrjun komu smá erfiðleikar en tókst þeim að rífa sig upp á endanum. Skiluðu þeir skori upp á 2.214 pinna sem gerir 184,5 í meðal og enduðu þeir í 28 sæti. Í seinni riðlinum var komið að þeim Jóhanni og Ólafi og var spilamennskan hjá þeim nokkuð stöðug þar til í 5. leik þegar það virtist allt ganga á móti þeim. Eftir erfiðan leik réttu þeir sig af í seinasta leiknum og skiluðu skori upp á 2.298 pinna sem gerir 191,5 meðaltal og 23 sæti en í heildina spiluðu 45 tvímenningar.

Spilamennska strákanna telst mjög fín þar sem þetta eru ungir strákar að stíga sín fyrstu sport á erlendri grundu og skiluðu þeir skori vel yfir sín meðaltöl heimafyrir. Þetta er fyrsta Evrópumót Steindórs og Ólafs en þeir Ágúst og Jóhann voru fulltrúar Íslands á Evrópumóti unglinga 2016 þegar mótið fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll í Reykjavík.

Eftir forkeppnina voru heimadrengirnir frá Finnlandi langefstir með 2.764 pinna (230,3 meðaltal) en það var einmit gulldrengurinn Niko Oskanen sem spilaði fyrsta fullkomna leikinn í mótinu í seinasta leiknum í morgunriðlinum. Á eftir þeim komu Hollendingar með 2.542 pinna (211,8 meðaltal) og svo fylgdu Frakkar með 2.495 (207,9 meðaltal) og síðastir inn í úrslitin voru strákarnir frá Úkraínu sem spiluðu stórann 6. leik til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Í undanúrslitum mættust Finnar og Úkraína þar sem Úkraína hafði betur með 412 pinnum á móti 402. Í hinni undanúrslitunum áttust við Hollendingar og Frakkar þar Hollendingar höfðu betur með 436 pinnum á móti 399 hjá Frökkum. Í úrslitum mættust Hollendingar og Úkraína í hreint útsagt æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust í síðasta kasti leiksins. Hollendingurinn Ronan van der Loo opnaði stakan pinna í 10. ramma sem gerði Úkraínu kleift að fella út fyrir gullinu. Úkraínumaðurinn Mykola Sielin setti sennilegast þrjú bestu köst dagsins til fyrir þremur fellum og sigrinum. 

Lærlingar og Afturgöngur bikarmeistarar

Úrslit í Bikarkeppni KLÍ fóru fram í Egilshöllinni um helgina. Það voru KFR liðin Afturgöngur og Lærlingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Í karlaflokki mættust KFR-Lærlingar og KFR-Grænu Töffararnir þar sem Lærlingarnir fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi. Grænu töffararnir náðu sér aldrei á strik á meðan Lærlingarnir spiluðu mjög vel allan tíman og sigruðu 3-0, samanlagt 1849-1542 og var Guðlaugur Valgeirsson Lærlingur hæstur með 642.

Meiri spenna var þó í kvennaflokki þar sem áttust við ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög jafnir og munaði aðeins 1 pinna í öðrum leiknum. Afturgöngurnar náðu þó að sigra þá báða og tóku svo þann þriðja örugglega til að innsigla 3-0 sigur sinn samanlagt 1444-1280, þar sem Ragna Matthíasdóttir spilaði best 517.

Sýnt var frá 2 leikjum í hvorri viðureigninni í beinni útsendingu á RÚV og hægt er að horfa á upptöku af henni hér http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/meistaradagar-2017-keila/20170408

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Evrópumót unglinga hefst á morgun.

Evrópumót unglinga undir U18 fer fram nú á dögunum í Tali keilusalnum í Helsinki. Fyrir Íslands hönd keppa fjórir drengir og fjórar stúlkur.

Liðið er þannig skipað:

Ágúst Ingi Stefánsson (ÍR)
Jóhann Ársæll Atlason (ÍA)
Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín (ÞÓR)
Steindór Máni Björnsson (ÍR)

Elva Ósk Hannesdóttir (ÍR)
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir (ÞÓR)
Helga Ósk Freysdóttir (KFR)
Málfríður Jóna Freysdóttir (KFR)

Þjálfarar eru þeir Guðmundur Sigurðsson.og Stefán Claessen

Formleg æfing kláraðist fyrr í dag og í kvöld fer fram opnunarhátið. Mótið byrjar á morgun með tvímenningi drengja klukkan 09:00 á staðartíma (06:00 á Íslandi) þar sem þeir Ágúst Ingi og Steindór Máni hefja leik en Jóhann Ársæll og Ólafur Þór spila kl 13:15 að staðartíma. Stúlkurnar hefja leik í tvímenning stúlkna á þriðjudaginn þegar þær Helga Ósk og Elva Rós spila kl 09:00 og lýkur tvímenningnum þegar þær Guðbjörg og Málfríður spila kl 13:15 að staðartíma.

Spilað er í þremur greinum sem eru tvímenningur, liða og einstaklingskeppni og að þeim loknum fara 24 efstu með samanlagðan árangur í útsláttarkeppni sem kallast Masters. Aðstæður í Tali keilusalnum eru frábærar og leggst mótið vel í íslenska liðið. Olíuburðurinn virðist vera vel spilanlegur en búast má við ágætis skori í mótinu þar sem þarna eru á ferð bestu ungmenni í Evrópu. 

Mótinu lýkur svo á sunnudaginn 16. Apríl en hægt er að fylgjast með gangi mála á:

http://www.bowling.fi/eyc2017/

en einnig er boðið upp á að fylgjast með skori í rauntíma á slóðinni:

http://www.striqe.com/scoring.asp?alley=110&showdate=3333

Allar fréttir tengdar mótinu má finna hér á heimasíðu og Fésbókarsíðu KLÍ https://www.facebook.com/Keilusamband.

Úrslit í Bikarkeppni

Nú er komið í ljós hvaða lið það eru sem að spila til úrslita í bikarkeppni KLI.
 

 

Í kvenna flokki eru það:
ÍR BK á móti KFR Afturgöngur

Í karlaflokki eru það:
KFR Lærlingar á móti KFR Grænu töffararnir

 

Spilað verður til úrslita laugardaginn 8.Apríl

Á brautum 19 – 20 eru það KFR Lærlingar – KFR Grænu töffararnir
Á brautum 15 – 16 eru það ÍR BK – KFR Afturgögnurnar
 
9:45  Upphitun hefst hjá körlum
9:55  Leikur 1 hjá körlum
10:30  Leikur 2 hjá körlum, útsending hefst á RÚV
11:00  Upphitun hefst hjá konum
11:10  Leikur 3 hjá körlum og leikur 1 hjá konum.
           Sýnt frá karlaleik þar til hann er búinn og þá sýnt frá kvennaleik.
13:00  Útsendingu lýkur á RÚV og útsending flutt á RÚV2 ef leikir og verðlaunaafhending er ekki búin.
 
Hvetjum við alla til að mæta og horfa á.