Nanna & Einar ÍR Íslandsmeistarar para 2017

Um helgina fór fram Íslandsmót para 2017

Voru það 15 pör sem að hófu keppni á laugardagsmorgun og eftir 6 leiki kom í ljós hvaða 8 pör kæmust áfram í milliriðil á sunnudeginum

 

 

 

 

 

Staðan eftir leiki laugardagsins:

1. Nanna & Einar 2325
2. Vilborg & Gummi 2288
3. Ástrós & Gústi 2218
4. Linda & Stebbi C 2213
5. Hafdís & Gulli 2187
6. Katrín & Arnar 2179
7. Dagný & Hafþór 2156
8. Halldóra & Andrés 2127
—————————————
9. Jóhanna & Aron 2102
10. Elva & Svavar 2061
11. Bergþóra & Gunnar 2050
12. Helga & Alexander 2048
13. Ragna & Böddi 2034
14. Margrét & Skúli 1958
15. Guðný & Addi 1860

 

Staða eftir milliriðil þar sem að um æsispennandi 5 og 6 leik var að ræða þar sem að pör skiftust á sætum og kom ekki í ljós fyrr en í loka kasti hvaða par það sem færi inn í úrslit á móti Nönnu Hólm og Einari Má

1. Nanna & Einar 4669
2. Vilborg & Guðmundur 4491
3. Katrín Fjóla & Arnar Davíð 4482
4. Linda Hrönn & Stefán C 4474
5. Ástrós & Gústaf Smári 4456
6. Hafdís Pála & Guðlaugur V 4453
7. Dagný Edda & Hafþór H 4357
8. Halldóra & Andrés Páll 4212

 

Til úrslita spiluðu Nanna Hólm & Einar Már frá ÍR á móti Vilborgu & Guðmundi frá ÍA
Þurftu Vilborg & Guðmundur að vinna 3 leiki en Nönnu & Einari nægði að vinna 2
Vilborg (190) & Guðmundur (196) náðu að vinna leik 1 með 386 gegn 363 Nanna (181), Einar (182) og var þá staðan orðin 1 – 1 
Nanna (179) & Einar (200) unnu leik 2 með 379 gegn 318 Vilborg (158)) Guðmundur (160)  og staðan orðin 2 – 1 fyrir Nönnu og Einari
Í byrjun 3 leiks setti Guðmundur í 6 fellur í röð og stefndi allt í að það yrði spilaður hreinn úrslita leikur en þá kom Nanna og svaraði með 5 fellum í röð og unnu því Nanna (244) og Einar (198)  þann leik 442 gegn 404 hjá Vilborgu (170) og Guðmundi ( 234).

 

Íslandsmeistarar para 2017
Nanna Hólm Davíðsdóttir og Einar Már Björnsson úr ÍR

Gjaldskrá KLÍ uppfærð

Stjórn KLÍ hefur samþykkt gjaldskrá fyrir tímabilið 2017 – 2018.

Á síðasta ársþingi KLÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á reglugerðum þar sem vísað er í gjaldskrá KLÍ, m.a. vegna sekta. Því hefur gjaldskráin tekið nokkrum breytingum milli ára. Enn á eftir að laga einhverjar reglugerðir að hinu nýja fyrirkomulagi og verður það gert á næsta ársþingi.

Sjá gjaldskrána hér.

Bikarkeppni liða

Í kvöld (26.09.17) var dregið í 32.liða bikar karla.
Það eru 8.leikir sem að eru spilaðir í 32.liða úrslitum og 8 lið sem að sitja hjá.

Liðin sem að dróust saman eru:

Egilshöll 17.okt kl 19:00

ÍR L – ÍR Keila.is (21 – 22)

ÍR Land – ÍR Broskarlar (19 – 20)

ÍR S – KFR Þröstur (17 – 18)

ÍR PLS – KR A ( 15 – 16)

ÍR A – KFR Stormsveitin (13 – 14)

ÍR KLS – KFR JP Kast ( 11 – 12)

Akranes 17.okt kl 19:00

ÍA – ÍA W (2 – 3)

Akranes 22.okt kl: 12:00

Þór Plús – KFR Grænutöffararnir (2 – 3)

 

Lið sem að sitja hjá:
KFR Lærlingar
ÍA B
ÍR Fagmaður
ÍR Gaurar
KFR Frændur
KR E
Þór
Þór Vikingar

Meistarar meistaranna

Að venju hófst keppnistímabilið á Meistarakeppni KLÍ en þar áttu kappi Íslands- og Bikarmeistarar síðasta árs.

 

 

 

 

Í karlaflokki mættust Íslandsmeistarar ÍR-KLS og Bikarmeistararnir í KFR-Lærlingum. Þar voru fyrstu tveir leikirnir mjög jafnir var einungis fjöggura pinna munur á milli liðanna en Lærlingar sigldu þessu heim með öruggum sigri í síðasta leik. Lokaúrslit voru 1935 – 1834 

Í kvennaflokki voru það Íslandsmeistarar KFR-Valkyrjur og Bikarmeistarar KFR-Afturgöngu sem mættust. Úr varð frekar þægilegur sigur þar sem KFR-Valkyrjur unnu með um það bil 50 pinna mun hvern leik og voru lokaúrslit voru 1638-1477

Til hamingju Lærlingar og Valkyrjur með sigurinn. 

Farið að pússa kúlunnar því deildarkeppni hefst í næstu viku. 

 

 

 

 

Olíuburður í deildarleikjum

Nú fer deildin af stað í næstuviku og fyrir það heimalið sem hafa áhuga á að velja sér olíburð er bent á að það þarf að skila inn fyrir kl 22:00 miðvikudag vikuna á undan keppni senda þarf á [email protected]
Búast má við að brautar niðurröðun breytist inn á dagskrá kli.is eftir að heimalið hafi skilað inn olíuburði

Eins og áður er liðum boðið upp á val varðandi olíuburð í deildunum.
Minnt er á að heimalið þarf að senda inn ósk um olíuburð á netfangið [email protected] fyrir kl. 22:00 á miðvikudagskvöldi fyrir leiki sem leiknir eru á mánudegi eða þriðjudegi vikuna á eftir og á mánudagskvöldi kl. 22:00 ef leikurinn er helgina eftir.

Smellið hér til að skoða olíuburðina.

Íslandsmót Para 2017

Íslandsmót Para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 7. til 8. október 2017,

Forkeppni laugardaginn 7.okt kl. 9:00

Spilaðir eru 6 leikir.
Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 10.500,- pr. Par
 
Milliriðill sunnudaginn 8.okt kl. 9:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 10.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli


Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.


Skráning inn á www.keila.eventbrite.com
 

Karlalandsliðið á HM

Stjórn KLÍ ef þegið boð World Bowling um að senda karlalandsliðið á HM 2017. 

Tvö sæti lostnuðu á mótinu og var Íslandi boðið annað sætið vegna árangurs á EM í Brussel í fyrra.  Mótið fer fram í Las Vegas 24. nóvember til 3. desember. Ísland mun því eiga bæði karla- og kvennalið á mótinu en kvennalið Íslands vann sér inn þátttökurétt á síðasta EM.