Kvennalandsliðið til Brussel

 Hafþór Harðarson og Theódóra Ólafsdóttir hafa valið eftirfarandi leikmenn til að taka þátt í Evrópumóti Kvenna sem haldi er í Brussel 6. – 17. júní n.k. 

Ástrós Pétursdóttir ÍR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR, Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR.

Afrekshópur kvenna sér um uppskeruhátíð Sambandsinns sem fram fer á morgun laugardaginn 5. maí. Sjá Nánar í auglýsingu á facebook. 

 

AMF 3.umferð

Dagana 10. til 12. maí verður 3. umferð í forkeppni AMF haldin
í Keiluhöllinni Egilshöll.

Athugið að breyting er á venjulegu fyrirkomulagi 3. umferðar.
Boðið er upp á 3 riðla en engin úrslit verða í 3. umferðinni.
Hægt er að leika í öllum riðlunum og gildir þá besta serían til AMF stiga.
Tíu bestu seríurnar í riðlakeppnunum fá því AMF stig.
Leikin er 6 leikja sería með hefðbundinni færslu eftir hvern leik.
Konur fá 8 pinna forgjöf.

Boðið er upp á eftirfarandi riðla og athugið að það þarf að skrá sig í hvern riðil sérstaklega og að takmarkaður fjöldi kemst að á miðvikudeginum og seinni riðil á laugardag.
Skráningarfrestur er í hvern riðil fyrir sig:

  1. riðill Fimmtudaginn 10.05. kl. 9:00 skráning
  2. riðill Laugardaginn 12.05. kl. 9:00  skráning
  3. riðill Laugardaginn 12.05. kl. 12:00 skráning

 

Olíuburður í 3. umferðinni verður C – Chichen Itza 40 fet

Verð pr. seríu er 6.000,- kr.

KFR eru Íslandsmeistarar unglingaliða 2018

Lið KFR eru Íslandsmeistarar unglingaliða 2018Lið KFR 1 sigraði í morgun á Íslandsmóti unglingaliða 2018 þegar þau lögðu lið ÍA 1 í tveim viðureignum í úrslitum mótsins. Áður lagði lið KFR lið ÍR 2 í undanúrslitum einnig 2 – 0 en ÍR 1. Lið ÍA 1 lagði lið ÍR 2 einnig 2 – 0 en ÍR 2 var efst að stigum eftir 5. og síðustu umferð mótsins fyrir úrslitakeppnina. Í liði KFR í dag voru þau Málfríður Jóna Freysdóttir, Mikael Aron Vilhelmsson og Guðbjörn Joshua Guðjónsson en fjarverandi var Einar Máni Daníelsson.

 

 

 

 

 

 

Efstu liðin í keppninni í ár

Jóhanna Hjaltalín nýr formaður keiludeildar Þórs

Jóhanna Hjaltalín er nýkjörinn formaður keiludeildar Þórs 2018Aðalfundur keiludeildar Þórs var haldinn laugardaginn 28. apríl.

Fyrir lá að 3 úr stjórn myndu ekki gefa kost á sér aftur sem og formaðurinn Guðmundur Freyr Aðalsteinsson. Jóhanna Hjaltalín var kosin nýr formaður keiludeildarinnar.

Aðrir í stjórn eru:

  • Höskuldur Stefánsson
  • Björgvin Helgi Valdimarsson
  • Jörgen Sigurðsson
  • Guðmundur Konráðsson
  • Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín 
  • Sigurður Óli Jónsson

Ný stjórn mun svo koma saman fljótlega og skipta með sér verkum.

Fyrir liggur nýrri stjórn að halda þarf áfram af krafti við þá vinnu að koma upp æfinga og keppnis aðstöðu í bænum.

Meistaramót ÍR 2018

Meistaramót ÍR 2018 verður haldið laugardaginn 19.maí kl. 10:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. 
Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum. 

 Spilaðir verða þrír leikir. 

Fjórir eftu karlar, fjórar efstu konurnar og 4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita, 
1. sæti gegn því 4. og 2. og 3. sæti. 
Olíuburður verður Main Street – 41 fet

Skráning í mótið inn á eventbrite

Verð aðeins kr. 2.000,-

Ný stjórn ÍR Keiludeildar

Merki ÍR ÍR Keiludeild hélt aðalfund sinn á miðvikudaginn var þann 18. apríl. Dagskrá var skv. venju, skýrsla stjórnar lögð fram, ársreikningar lesnir, ný stjórn kjörin og málefni rædd. 

 

Ný stjórn deildarinnar skipa nú þau:

  • Svavar Þór Einarsson formaður
  • Einar Hafsteinn Árnason
  • Daníel Ingi Gottskálksson
  • Halldóra Íris Ingvarsdóttir
  • Einar Már Björnsson

Varamenn eru:

  • Sigríður Klemensdóttir
  • Karen Hilmarsdóttir

19 ára gamalt Íslandsmet slegið

Jóhann Ársæll Atlason ÍAJóhann Ársæll Atlason í ÍA sló á þriðjudaginn 19 ára gamalt Íslandsmet í einum leik 1. flokki pilta þ.e. 17 til 18 ára þegar hann spilaði 299 leik í 2. deilinni upp á Skaga.
 

Fyrra metið sem var 298 setti Steinþór Geirdal árið 1999 og er því metið eldra en Jóhann er sjálfur. 
Er þetta eitt af elstu metum sem enn standa í keilunni í unglingaflokki. 
Þess má geta að Jóhann Ársæll spilaði 298 á EYC mótinu um páskana síðastliðna. 
Nokkuð ljóst að það styttist í 300 leikinn hjá kappanum.

Bikarmeistarar 2018

KFR Valkyrjur og ÍR KLS eru Bikarmeistarar KLÍ 2018Lið KFR Valkyrja og ÍR KLS tryggðu sér í gærkvöldi Bikarmeistaratitil KLÍ 2018, bæði lið í 9. sinn.

 Valkyrjur léku gegn ÍR Buff og sigruðu sína viðureign 3 – 1. Þær tóku fyrstu tvo leikina en ÍR Buff svaraði fyrir sig í þriðja leik og voru yfir lengst um í þeim fjórða og allt stefndi í bráðabana en Valkyrjur náðu þeim á endanum og tryggðu sér titilinn. KLS drengir léku gegn KFR Stormsveitinni og sigruðu þá 3 – 0. Fyrsti leikurinn var nokkuð jafn en svo gáfu KLS menn í og tóku næstu tvo leiki nokkuð örugglega. Til hamingju KFR Valkyrjur og ÍR KLS með titilinn, sjá nánar.

Meistarakeppni ungmenna er lokið

Í  morgun fór fram 5.og síðasta umferðin í Meistarakeppni ungmenna KLÍ 2017 til 2018. Að venju er leikið þannig að 1. til 3. flokkur pilta og stúlkna leika 6 leikja seríu en 4. og 5. flokkur leika 3 leikja seríu. 

Jóhann Ársæll Atlason ÍA spilaði best pilta í dag með 1.1.330 seríu eða 221,7 í meðaltal en hann varð í efsta sæti í 1. flokki pilta fæddir 1997 til 1999. Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór spilaði best stúlkna 1.193 seríu eða 198,8 í meðaltal en hún sigraði 2. flokk stúlkna fæddar 2000 – 2002. Guðbjörg spilaði tvo 245 leiki í morgun.

Að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir 5. umferðina voru afhent verðlaun fyrir bestan árangur í vetur í mótinu en til þess að eiga möguleika á verðlaunum þarf keilari að hafa tekið þátt í a.m.k. þremur umferðum yfir tímabilið.

Þau sem urðu efst eftir veturinn eru:

1. flokkur pilta – 18 til 20 ára (fæddir 1997 til 1999)

  1. sæti: Alexander Halldórsson ÍR 60 stig
  2. sæti: Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 44 stig
  3. sæti: Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 42 stig

1. flokkur stúlkna – 18 til 20 ára (fæddar 1997 til 1999)

  1. sæti: Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR 60 stig

2. flokkur pilta – 15 til 17 ára (fæddir 2000 til 2002)

  1. sæti:      Jóhann Ársæll Atlason ÍA 49 stig
  2. sæti:      Ágúst Ingi Stefánsson ÍR 46 stig
  3. sæti:      Steindór Máni Björnsson ÍR 39 stig

2. flokkur stúlkna – 15 til 17 ára (fæddar 2000 til 2002)

  1. sæti:      Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór 54 stig
  2. sæti:      Elva Rós Hannesdóttir ÍR 48 stig
  3. sæti:      Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 38 stig

3. flokkur pilta – 12 til 15 ára (fæddir 2003 til 2005)

  1. sæti:      Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 52 stig
  2. sæti:      Hlynur Atlason ÍA 46 stig
  3. sæti:      Nikolas Lindberg Eggertsson KFR 43 stig

3. flokkur stúlkna – 12 til 15 ára (fæddar 2003 til 2005)

  1. sæti:      Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR 55 stig
  2. sæti:      Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 50 stig
  3. sæti:      Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 41 stig

4. flokkur pilta – 9 til 11 ára (fæddir 2006 til 2008)

  1. sæti:      Matthías Leó Sigurðsson ÍA 52 stig
  2. sæti:      Mikael Aron Vilhelmsson KFR 49 stig
  3. sæti:      Tristan Máni Nínuson ÍR 40 stig

4. flokkur stúlkna 9 til 11 ára (fæddar 2006 til 2008)

  1. sæti:      Fjóla Dís Helgadóttir KFR 58 stig

Samkvæmt venju og tilmælum frá ÍSÍ er ekki keppt til sérstakra úrslita í 5. flokki ungmenna.

  

  

  

  

Úrslit 5. umferðar urðu þessi:

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 1997-1999) Félag Heild
  Alexander Halldórsson ÍR 1.278
  Benedikt Svavar Björnsson ÍR 1.142
  Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 1.138
  Gunnar Ingi Guðjónsson KFA 1.031
       
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 1997-1999) Félag Heild
  Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍR 882
       
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2000-2002) Félag Heild
  Jóhann Ársæll Atlason KFA 1.330
  Ágúst Ingi  Stefánsson ÍR 1.217
  Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín Þór 1.189
  Steindór Máni Björnsson ÍR 1.133
  Adam Geir Baldursson ÍR 1.000
  Einar Máni Daníelsson KFR 923
  Daníel Trausti Höskuldsson KFA 855
       
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2000 -2002) Félag Heild
  Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir ÞÓR 1.193
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 1.059
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 1.030
  Helga Ósk Freysdóttir KFR 1.029
       
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2003 -2005) Félag Heild
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 999
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR 969
  Nikolas Lindberg Eggertsson KFR 881
  Hlynur Atlason KFA 841
  Bárður Sigurðsson ÍR 805
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 715
       
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2003 -2005) Félag Heild
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 1.002
  Sonja Líf Magnúsdóttir ÍR 908
  Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 870
  Sara Bryndís Sverrrisdóttir ÍR 860
  Eyrún Ingadóttir KFR 762
       
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2006 -2008) Félag Heild
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 515
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 483
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 415
  Tristan Máni Nínuson ÍR 412
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 351
  Ísak Freyr Konráðsson KFA 315
  Kristján Guðnason ÍR 286
  Ólafur Hjalti Haraldsson KFA 230
  Ragnar Páll Aðalsteinsson KFA 176
       
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2006-2008) Félag Heild
  Sóley Líf Konráðsdóttir KFA 316
  Fjóla Dís Helgadóttir KFR 313
  Svava Lind Gunnarsdóttir KFR 263
       
5. fl. stúlkna 5 – 8 ára (fæddar 2009-2013) Félag Heild
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 157

 

1. flokkur pilta 5. umferð: Benedikt, Alexander og Þorsteinn

1. flokkur stúlkna 5. umferð: Jóhanna Ósk

2. flokkur pilta 5. umferð: Ágúst, Jóhann og Ólafur

2. flokkur stúlkna 5. umferð: Elva, Guðbjörg og Helga

3. flokkur pilta 5. umferð: Guðbjörn, Hinrik Óli og Nikolas

3. flokkur stúlkna 5. umferð: Alexandra, Hafdís Eva og Sonja

4. flokkur pilta 5. umferð: Ásgeir, Mikael og Matthías Leó

4. flokkur stúlkna 5. umferð: Fjóla, Sóley og Svava Lind

5. flokkur stúlkna 5. umferð: Særós Erla

Unglinganefnd KLÍ þakkar krökkunum kærlega fyrir glæsilegt mót í dag. Síðasta mót ungmenna á vegum KLÍ verður 4. og 5. umferð á Íslandsmóti unglingaliða sem fer fram laugardaginn 28. apríl.