Arnar Davíð Jónsson KFR sigrar forkeppni AMF

Nú í dag lauk íslensku forkeppninni fyrir Qubica AMF World Cup 2018 sem haldið er af keiludeild ÍR. Arnar Davíð Jónsson úr KFR sigraði keppnina í ár og vann sér því þátttökurétt á 54. Qubica AMF World Cup sem fram fer í Las Vegas 4. til 11. nóvember n.k. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð stigahæst kvenna á mótinu og hlýtur því einnig þátttökurétt á þessu móti en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmót m.v. fjölda þátttökuþjóða.

Keppnin í morgun hófst á 8 manna Round Robin keppni þar sem 8 stigahæstu keilararnir eftir forkeppnirnar þrjár kepptu sín á milli. Arnar Davíð tók fljótt forystuna í efsta sætinu en aðrir skiptust á sætum allt fram í síðasta leik. Þá lék Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR 299 og kom sér úr 7. og neðsta sætinu í það 2. Eftir undanúrslitin var staðan þessi:

 

Sæti

Staðan

Skor

Bónus

Alls

1

Arnar Davíð Jónsson

1.621

80

1.701

2

Hlynur Örn Ómarsson

1.525

100

1.625

3

Arnar Sæbergsson

1.496

100

1.596

4

Jón Ingi Ragnarsson

1.514

80

1.594

5

Einar Már Björnsson

1.525

60

1.585

6

Gústaf Smári Björnsson

1.501

80

1.581

7

Gunnar Þór Ásgeirsson

1.464

60

1.524

Það voru því Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Arnar Sæbergsson úr ÍR sem mættust í fyrsta leik í úrslitunum. Arnar þurfti 3 fellur í 10. rammanum til að slá Jón Inga út og það tókst honum með 214 leik gegn 213. Mikil spenna þar á ferð. Arnar mætti næst Hlyni Erni og líklega var bæði spennufall hjá Arnari auk þess sem Hlynur hélt áfram frá 299 leiknum, hann opnaði 1. ramman en felldi síðan 7 í röð og náði 245 gegn 172. Hlynur lék því til úrslita við Arnar Davíð. Þar var spennan ekki síðri en í fyrsta leiknum og sigraði Arnar með aðeins tveggja pinna mun 190 gegn 188.

Arnar Davíð er því AMF meistari 2018 – Til hamingju.

Á Facebook síðu ÍR má sjá videó frá keppninni í ár sem og úrslitunum

Arnar Davíð Jónsson og ástrós Pétursdóttir

Íslandsmóti liða 2018

Í kvöld lauk undanúrslitum á Íslandsmóti liða með seinni umferðinni.
Þar áttust við Deildarmeistarar 2018 KFR Lærlingar og ÍR KLS annarsvegar
en KLS menn þurftu aðeins 3,5 stig úr viðureign kvöldsins til að komast áfram því þeir unnu 11 – 3 í gær.
Lærlingar byrjuðu kröftuglega og spilaði Arnar Davíð Jónsson fullkominn leik í 1. leik kvöldsins eða 300.
Það kom þó ekki að sök og náðu KLS menn að snúa taflinu við í 2.leik kvöldsins og sigldu þessu svo í höfn í lokaleiknum.

 

ÍR PLS átti á brattann að sækja gegn KFR Grænu töffurunum en þeir töpuðu í gær með 5 stigum gegn 9.
Fyrir þriðja og síðasta leikinn í kvöld var staðan 13- 9 og þurftu PLS menn að ná í að lámarki 5 stig til að jafna stigametin 14 – 14
og það var akkúrat það sem þeim tókst. Þar sem jafnt var eftir þessa tvær umferðir réði heildarpinnafall úrslitum
og voru PLS menn aðeins 11 pinnum hærri en KFR Grænu töffararnir og leika þeir því til úrslita á móti félögum sínum í ÍR KLS.

 

Úrslitaviðureign karla og kvenna hefst svo mánudaginn 14. maí
En hjá konum leika ÍR TT og KFR Valkyrjur til úrslita en Valkyrjur urðu deildarmeistarar 2018.
Leiknar eru þrjár umferðir í úrslitum, 14 stig eru í boði í hverri viðureign og því þarf alls 21,5 stig til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Á mánudaginn 14.maí spila

ÍR PLS og ÍR KLS á brautum 21 – 22

KFR Valkyrjur og ÍR TT mætast á brautum 19 -20

Íslandsmót Liða undanúrslit

 

Í kvöld var spilað í undanúrslitum karla liða og umspils leikur í kvenna um sæti í 1.deild

Seinni leikirnir verða svo spilaðir á morgun þriðjudag 8.maí 

KFR lærlingar spiluðu á móti ÍR KLS og fóru leikar þannig að ÍR KLS vann viðureignina 11 – 3
Næsti leikur hjá þeim er á brautum 19 – 20 á morgun og hefur ÍR KLS valið 1st Ankara Open – 37 fet 

ÍR PLS spiluðu á móti KFR Grænu töffararnir og fóru leikar þannig að KFR Grænu töffararnir unnu 9 – 5
Næsti leikur hjá þeim er á brautum 21 – 22 á morgun og hafa Grænu töffararnir valið WB – London – 44 fet

 

Í umspils leik um sæti í 1.deild kvenna áttust við KFR Valkyrjur Z og ÍR SK. ÍR SK vann viðureignina 12 – 2
Næsti leikur hjá þeim er á brautum 17 – 18 á morgun og hafa ÍR Sk valið Gateway Arch 42ft

Íslandsmót Liða

Mánudaginn 6 og þriðjudaginn 7.maí fara fram undanúrslit karla í íslandsmóti liða
og umspilsleikur kvenna um sæti í 1.deild

Þau lið sem að mætast eru:

Umspilsleikur kvenna
KFR Valkyrjur Z – ÍR SK spila á brautum 21 – 22.
Valkyrjur hafa valið  Gateway Arch – 42 fet 

Seinni leikur þeirra fer svo fram á þriðjudag á brautum 17 – 18

Undanúrslit karla

ÍR PLS – KFR Grænu Töffararnir spila á brautum 19 – 20
ÍR PLS hefur valið Ankara Open – 37 fe

Seinni leikur þeirra fer svo fram á þriðjudag á brautum 21 – 22

KFR Lærlingarnir – ÍR KLS spila á brautum 17 – 18
KFR Lærlingar hafa valið Ankara Open – 37 fe

Seinni leikur þeirra fer svo fram á þriðjudag á brautum 19 – 20

Lokaumferðir á Íslandsmóti liða – 300 leikur hjá Einari Má

Einar Már Björnsson ÍR náði sínum fyrsta 300 leik í lokaumferðinniÍ gær fóru fram lokaumferðirnar á Íslandsmóti liða í keilu. Keppt var í öllum deildum og réðust úrslit í mörgum þeirra um hvaða lið fóru upp um deild, féllu eða komust í úrslitakeppnir sem Framundan eru. Einar Már Björnsson í ÍR PLS náði sínum fyrsta fullkomna leik í gær eða 300 pinnum en leikurinn kom í 2. leik þeirra á móti ÍR KLS. Einar spilaði 782 seríu eða 260,1 í meðaltal en hann átti fyrir 783 seríu sem varð sú hæsta í 1. deildinni á liðnu tímabili. Einar varð því með hæsta leik tímabilsins og seríu en Arnar Davíð Jónsson í KFR Lærlingum var meðaltals hæsti leikmaðurinn í vetur með 222,0 í meðaltal. KFR Lærlingar urðu í efsta sæti að lokinni deildarkeppni og því Deildarmeistarar KLÍ 2018.

Í 1. deild karla varð lokastaðan þannig að í úrslitakeppninni mætast annarsvegar KFR Lærlingar og ÍR KLS sem varð í 4. sæti og hinsvegar ÍR PLS sem mæta KFR Grænu töffurunum en þeir urðu í 3. sæti deildarinnar. Úrslitakeppnin hefst á morgun mánudaginn 7. maí kl. 19:00 í Egilshöll. Úr deildinni í ár féllu KFR Þröstur sem urðu í 9. sæti og KR E sem urðu í 10. sæti. Aðeins munaði einu stigi á Þröstum og KR E og aðeins 3 stig voru á milli 9. og 8. sætis í deildinni og því ekki ljóst hverjir féllu fyrr en undir lokin. Einnig munaði aðeins einu stigu á ÍR KLS sem varð í 4. sæti og KFR Stormsveitarinnar sem varð í 5. sæti. Enn og aftur sannast í íþróttum að þetta er ekki búið fyrr en flautað er til leiksloka.

Í fyrstu deild kvenna var nokkur spenna um það hvort ÍR Buff næði ÍR TT í 2. sæti deildarinnar og kæmust þá í úrslitakeppnina á móti KFR Valkyrjum sem voru öruggar með 1. sætið í deildinni. Fór svo að ÍR TT hélt forskoti sínu og því 2. sætinu og mæta því Valkyrjum í baráttu um Íslandsmeistaratitil kvennaliða í keilu. ÍR N féll niður í 2. deild en KFR Valkyrjur-Z fara í umspil um sæti í 1. deildinni við lið ÍR SK sem varð í 2. sæti í 2. deild.

Í 2. deild kvenna varð það lið ÍR BK sem sigraði deildina og leika þær því í 1. deild næsta tímabil en eins og áður segir voru það ÍR SK sem náðu 2. sætinu og fara í umspil um laust sæti í 1. deild kvenna.

Í 2. deild karla silgdu liðsmenn ÍA í örugga höfn og sigruðu deildina en lið ÍR Fagmanna hélt 2. sætinu og leika þessi lið því í 1. deild á næsta tímabili. Það kom í hlut ÍA W og ÍR Lands að falla niður í 3. deild en það munaði aðeins 4,5 stigum á 8. og 9. sætinu í deildinni í ár.

Í 3. deild karla voru það KFR Frændur sem sigruðu deildina örugglega með 217 stigum en lið ÍR Keila.is varð í 2. sæti með 172,5 sitig og ÍR T varð í 3. sæti með 171,5. Aðeins munar þarna einu stigi á milli þessara liða en þess ber að geta að beðið er dóms frá Dómstól ÍSÍ sem gæti breitt stigagjöfinni aðeins en ólíklega þannig að sætaröð breytist.

Í gærkvöldi fór svo fram lokahóf Keilusambandsins þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur á liðnu tímabili. Helstu verðlaun voru þessi:

1. deild karla

Arnar Davíð Jónsson KFR Lærlingar – Hæsta meðaltal og fellukóngur

Einar Már Björnsson ÍR PLS, hæsti leikur einstaklings og besta sería einstaklings

Guðlaugur Valgeirsson KFR Lærlingar, sigameistari og mestu framfarir

1. deild kvenna

Dagný Edda Þórisdóttir KFR Valkyrjur – Hæsta meðaltal, stigameistari, hæsta sería og felludrottning

Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR TT – Hæsti leikur einstaklings

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR Valkyrjur – Mestu framfarir

2. deild kvenna

Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR SK – Hæsta meðaltal, hæsta sería einstakling, felludrottning og stigameistari

Karenina Kristín Chiodo KFR Elding – Hæsti leikur einstaklings

Herdís Gunnarsdóttir ÍR BK – Mestu framfarir

2. deild karla

Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR Fagmenn – Hæsta meðaltal og fellukóngur

Guðmundur Sigurðsson ÍA – Stigameistari

Jóhann Ársæll Atlason ÍA – Hæsti leikur og hæsta sería

Matthías Leó Sigurðsson ÍA W – Mestu framfarir

3. deild karla

Skúli Freyr Sigurðsson KFR Frændur – Hæsta meðaltal, stigameistari og fellukóngur

Aron Fannar Beinteinsson KFR Frændur – Hæsti leikur, hæsta sería og mestu framfarir

Úrslitakeppnin hefst eins og áður segir annaðkvöld með tveim viðureignum í 1. deild karla.

Keilusambandið þakkar keppendum á Íslandsmóti liða 2017 til 2018 fyrir góða keppni á liðnu tímabili og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn

ÍR KLS eru Íslandsmeistarar í tvímenningi deildarliða

ÍR KLS eru Íslandsmeistarar í tvímenningi deildarliða 2018Í liðinni viku fóru fram úrslit á Íslandsmóti í tvímenningi deildarliða. ÍR KLS sigraði úrslitakeppnina en lið KFR Grænu töffaranna varð í 2. sæti og lið ÍR Fagmenn í því þriðja. Úrslitakeppnin fer þannig fram að tvö efstu lið úr hverjum riðli, alls 6 lið í ár, leika til úrslita en áður hafa liðin leikið innbyrðis í 5. umferðum, sjá nánar.