Konur í keilu

Í tengslum við komu PWBA kvenna á RIG 2019 bauð ÍR keiludeild upp á fyrirlestur fyrir allar konur í keilu. Megin markmið þess að bjóða upp á þennan fyrirlestur var að gefa konum í keilu kost á að hitta þær stöllur og fræðast um það hvernig atvinnukonur í keilu starfa enda ekki á hverjum degi sem þvílíka keilarar heimsækja okkar land.

Íslandsmót unglinga 2019

Um komandi helgi fer fram Íslandsmót unglinga, sjá reglugerð. Keppt er bæði á laugardag og sunnudag en seinni daginn fer fram úrslitakeppnin að lokinni forkeppninni. Þjálfarar félaganna taka á móti skráningu.

1. og 2. flokkur pilta og stúlkna hefja keppni á laugardag kl. 09 en kl 8 á sunnudag. 3. til 5. flokkur pilta og stúlkna hefja keppni kl. 09 á laugardag en kl. 10 á sunnudag. Ekki er leikið til úrslita í 4. eða 5. flokki og mun verðlaunaafhending fara fram að lokinni keppni hjá þeim en verðlaunaafhending 1. til 3. flokks fer fram eftir úrslitakeppni í opnum flokki á sunnudeginum.

Hlynur Örn Ómarsson ÍR sigrar keilukeppnina á RIG 2019

Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR sigraði RIG 2019 sem nú er lokið. Hlynur sigraði Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR í úrslitaviðureigninni með aðeins einum pinna 234 gegn 233 og réðust úrslitin í síðasta kasti Hlyns þegar hann náði 9 keilum og sigraði þar með keppnina með aðeins einum pinna. Í undanúrslitum mættu þeir Svíanum Mattias Möller sem leiddi forkeppnina og Jóni Inga Ragnarssyni úr Keilufélagi Reykjavíkur. Jón Ingi varð í 3. sæti en Möller hafnaði í því 4. Mattias gerði sér lítið fyrir og tók 7 – 10 glennuna í útsendingunni og má sjá það hér.

 
Efst kvenna varð Daria Pajak frá Pólandi en hún datt út í 8 manna úrslitum á móti Mattias Möller. Daria var ein þriggja atvinnu kvennkeilara sem tóku þátt á mótinu í ár. Efst íslenskra kvenna varð Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR en hún komst í 16. manna úrslitum en datt þar út fyrir Dananum Jesper Agerbo en Jesper, sem sigraði mótið í fyrra, mætti síðan Hlyni Erni í 8 manna úrslitum. Hlynur og Jesper áttust einnig við í fyrra í 4 manna úrslitum og hafði þá Jesper betur en nú var komið að Hlyni að fara alla leið.

Keiludeild ÍR með keppni á RIG 2019

Dagana 26. janúar til 3. febrúar verður Keiludeild ÍR með mót á RIG 2019. 

Mótið í ár verður það veglegasta sem deildin hefur haldið til þessa. Til landsins koma yfir 30 gestir þar af þrjár atvinnukonur í keilu sem allar keppa á bandarísku mótaröðinni PWBA.
Í tengslum við komu þeirra fékk deildin þær til að halda fyrirlestur sem eingöngu verður í boði fyrir konur í keilu. Það er gert til að reyna að efla konur í íþróttinni.

Opnuð hefur verið sérstök síða hér á vefnum með öllum upplýsingum um mótið en þar má nálgast allar upplýsingar, skráningu í mótið og fleira. E
innig er viðburðarsíða á Fésbókinni þar sem ýmsum upplýsingum verður deilt. Einnig stendur til að streyma frá riðlakeppninni beint á YouTube sem og að úrslit mótsins sem fara fram sunnudaginn 3. febrúar verða í beinni útsendingu á aðalrás RÚV.

Áhorfendur eru velkomnir í húsið á meðan á keppni stendur.

Nýjar reglur um keilukúlur

Í ljósi breytinga á reglugerð frá USBC (Keiluþing Bandaríkjanna) varðandi hliðar- og topp vigt á keilukúlum sem notaðar eru í keppni tók stjórn Keilusambands Íslands ákvörðun um að innleiða þessa reglugerð með svokölluðu aðlögunartímabili líkt og er verið að gera víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.

 Til að útskýra nákvæmlega hverju er verið að breyta hljóðar reglan (eins og hún var) þannig að keilukúla má ekki vera með meira en 3oz (únsur) í toppvigt og 1oz (únsu) í hliðar/fingur/þumalvigt. Einungis má setja eitt hliðargat/aukagat (balance hole) í kúluna.

 Nýja reglan gerir breytingar á gömlu reglunni þannig að:

Bikarkeppni liða 8.liða

 

Dregið var í 8.liða bikar upp á Akranesi 11.desember 2018

Leikdagar fyrir 8.liða úrslit eru í byrjun Mars

 Leikir eru sem hér segir:

Spilað í Egilshöll 3.mars kl 19:00

ÍR SK – ÍR Elding   (21 – 22)
ÍR Píurnar – ÍR Buff  (19 – 20)
ÍR BK – KFR Valkyrjur (17- 18)
ÍR KLS – ÍR Broskralar (15-16)
KFR Lærlingar – ÍR PLS (13-14)

Leikir spilaðir á Akranesi
2.mars kl 19:00
Þór Vikingar – KFR Grænu töffararnir (3-4)
3.mars kl: 16:00
ÍA – KFR Afturgöngurnar 
21.Febrúar kl 19:00 
ÍA  – ÍR A
 

Íslandsmót Einstaklinga 2019 með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga 2019 með forgjöf verður haldið dagana 23. til 26. Febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning hér
Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 21.febrúar kl 18:00
Olíuburður í mótinu er: SUNSET STRIP 40fet

Íslandsmót einstaklinga 2019 með forgjöf verður haldið dagana 23. til 26. Febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 18:00.

Olíuburður í mótinu er: SUNSET STRIP 40fet
 

 

Forkeppni  23 & 24 febrúar 2019

Spilaðir eru 8 leikir í tveimur 4 leikja blokkum.

Keppni byrjar kl. 11:00 Laugardag og sunnudag

Verð í forkeppni kr. 10.000,-

Nú verður ekki posi á staðnum. 
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ 
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520

12 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar halda áfram í milliriðil. 

Milliriðill karla
12 efstu keppendurnir spila 4 leiki, 6 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

Milliriðill kvenna
12 efstu keppendurnir spila 4 leiki, 6 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.


 

Milliriðill mánudaginn 25.feb kl 19:00

Spilaðir eru 4 leikir.

Verð í milliriðil kr. 5.500,-

Efstu 6 karlar og 6 konur halda áfram í undanúrslit.

 

Undanúrslit þriðjudaginn 26.feb kl 19:00

Verð í undanúrslit kr. 5.500.

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð. 
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig: 
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig 
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig 
Að loknum þessum leikjum fara 2 efstu keppendurnir í úrslit.

 

Úrslit spiluð á eftir undanúrslitum

Úrslit:

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti  
Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. 
Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

 

Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 18:00.

 

Mótanefnd KLÍ

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.


Breyting á dagskrá KLÍ í febrúar

Breyting er á dagskrá klí í febrúar

Deild sem að var skráð með leiki 25.febrúar færist fram um eina viku og er spilað 18.febrúar

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf sem átti að vera 18,19 og 23 og 24 febrúar hefur verið fært til 23 – 26.febrúar
Skráningar síða fyrir íslandsmótið er hér