
Íslandsmót einstaklinga 2019
verður haldið dagana 2. til 7. Apríl í Keiluhöllinni Egilshöll.
Olíuburður í mótinu er ECC2018 – 41fet
Skráning er hér
Nú verður ekki posi á staðnum.
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið
Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520
Forkeppni Þriðjudaginn 2 & Miðvikudaginn 3 apríl kl 19:00
Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.
Verð í forkeppni kr. 14.000kr
Efstu keppendur í bæði karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að neðan
spila 6 leiki og fylgir skorið úr forkeppninni í milliriðil,
8 efstu eftir milliriðil komast í undanúrslit.
17 þátttakendur eða færri = 10 keilarar áfram í milliriðil.
18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil.
20 til 21 þátttakendur = 14 áfram í milliriðil.
22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil.
Milliriðill laugardaginn 6.apríl kl 10:00
Spilaðir eru 6 leikir.
Verð í milliriðil kr. 6.500kr
Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.
Undanúrslit Sunnudaginn 7.apríl kl 12:00
Verð í undanúrslit kr. 7.500kr
Undanúrslit:
Allir keppa við alla, einfalda umferð.
Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:
Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig
fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig
Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.
Úrslit sunnudagur 7.apríl kl: 16:00 og verða í beinni útsendingu á RUV
Úrslit:
Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti
(fyrst annað kynið og síðan hitt, stiga hæstu keilarar af hvoru kyni draga um hvort kynið verður á undan)
Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.
Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.
Skráning fer aðeins fram á netinu og lýkur sunnudag 31.mars kl 21:00
Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Ásta Hlöðversdóttir, sem keppir ásamt fleirum þessa dagana á Heimsleikum Special Olympics, gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk í einstaklingskeppninni í keilu sem og að ná í bronsverðlaun í tvímenningskeppni en þar keppti hún með henni Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Ásta æfir keilu hjá Íþróttafélaginu Ösp en Öspin æfir alla þriðjudaga í Egilshöll. Fjölmargir íslenskir keppendur eru á mótinu í ár og keppa í hinum ýmsu greinum. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra á
Í morgun fór fram 5. og síðasta umferð í Meistarakeppni ungmenna á tímabilinu 2018 til 2019. Alls tóku um 50 ungmenni þátt í mótaröðinni þetta tímabilið og er sem fyrr keppt í 5 flokkur pilta og stúlkna. Ungmenning hafa stöðugt verið að bæta sig á tímabilinu og eru margir efnilegir einstaklingar að taka sín fyrstu skref í keilu í þessari keppni. Best í dag spilaði Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 2. flokki pilta 1.275 / 212,5 en best stúlkna spilaði Helga Ósk Freysdóttir KFR í 1. flokki stúlkna 1.053 / 175,5
Þau Helga Sigurðardóttir úr KFR og Kristján Þórðarson úr ÍR sigruðu á Íslandsmóti öldunga 2019 en mótinu lauk í gær í Egilshöll. Helga sigraði stöllu sína úr KFR Afturgöngum Rögnu G Magnúsdóttur í úrslitum með 3 vinningum gegn 2 og Kristján Þórðarson sigraði Björn G Sigurðsson úr KFR með 3 vinningum gegn engum.


Þær fréttir voru að berast að
Guðjón Gunnarsson og Ágústa K Jónsdóttir bæði úr ÍA urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar einstaklinga 2019 með forgjöf en mótinu lauk með undanúrslitum og úrslitum í bæði karla og kvennaflokki. Í öðru sæti í karlaflokki varð Sigurður B Bjarkason ÍR. Í öðru sæti í kvennaflokki varð Geirdís H Kristjánsdóttir ÍR og í þriðju sætunum urðu þau Svavar Þór Einarsson ÍR og Jóna Gunnarsdóttir KFR.