Arnar Davíð í 3.sæti

Facebook
Twitter

Arnar Davíð Jónsson stóð sig frábærlega á Evróputúrsmóti sem lauk í byrjun mars í Tilburg í Hollandi. Eftir frábæra frammistöðu komst hann í 4 manna úrslit þar sem hann leiddi lengst af en eftir erfiðan endi hafnaði hann að lokum í 3.sæti. Frábær árangur þar á ferð.

Arnar endaði í 14.sæti eftir forkeppnina en þetta var fjórða mótið af 14 á Evróputúrnum í ár. Arnar fékk að launum fyrir 3.sætið heilar 3 þúsund evrur sem gera um 400 þúsund íslenskar krónur. Eftir fyrstu 4 mótin á Evróputúrnum er Arnar í 6.sæti á stigalista Evróputúrsins en efstu 8 eftir tímabilið komast í EBT Masters 2019 sem fram fer sumarið 2020. Vonandi að Arnar nái að halda þessum góða árangri áfram en næsta mót fer fram í Munchen þann 16-24 mars næstkomandi en það er hið fræga Brunswick Euro Challenge og verða heilir 10 íslendingar með í því móti.

 

 

Nýjustu fréttirnar