Ásgeir Karl Gústafsson og Alexandra Kristjánsdóttir eru Íslandsmeistarar unglinga

Nú rétt áðan lauk keppni á Íslandsmóti unglinga 2022. Voru það þau Ásgeir Karl Gústafsson úr KFR og Alexandra Kristjánsdóttir úr ÍR sem urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki. Alexandra vann opna flokkinn í 3. sinn í röð en það hefur aðeins einu sinni verið gert áður en Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR vann þann flokk 2011, 12 og 13. Ásgeir Karl sem keppir í 3. flokki er sá yngsti sem hefur sigrað Opna flokkinn til þessa, glæsilegur árangur hjá þessum ungmennum.

Ásgeir Karl lagði félaga sinn úr KFR Mikael Aron Vilhelmsson í úrslitum með 416 pinnum gegn 408 og var spennan mikil í viðureign þeirra en Mikael Aron vann fyrri leikinn 192 gegn 181 og úrslitaleikurinn fór 235 gegn 216. Áður lagði Mikael Aron ÍR-inginn Hinrik Óla Gunnarsson með 258 gegn 176.

Alexandra lagði stöllu sína Hafdísi Evu Laufdal Pétursdóttur úr ÍR með 374 pinnum gegn 351 og hafði forystuna í báðum leikjum úrslitanna. Áður lagði Hafdís Eva hana Særósu Erlu Jóhönnudóttur úr ÍA 171 gegn 135 en Særós keppir í 4. flokki stúlkna.

Opni flokkurinn fer þannig fram að 3 meðaltalshæstu ungmennin úr forkeppninni komast í þau úrslit.

Önnur úrslit í mótinu urðu þessi:

1. flokkur pilta

  1. sæti: Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
  2. sæti: Ísak Birkir Sævarsson ÍA
  3. sæti: Aron Hafþórsson KFR

1. flokkur stúlkna

  1. sæti: Alexandra Kristjánsdóttir ÍR
  2. sæti: Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR

2. flokkur pilta

  1. sæti: Mikael Aron Vilhelmsson KFR
  2. sæti: Tómas Freyr Garðarsson ÍA
  3. sæti: Tristan Máni Nínuson ÍR

2. flokkur stúlkna

  1. sæti: Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR
  2. sæti: Nína Rut Magnúsdóttir ÍA

3. flokkur pilta

  1. sæti: Ásgeir Karl Gústafsson KFR
  2. sæti: Matthías Ernir Gylfason KFR

4. flokkur pilta

  1. sæti: Svavar Steinn Guðjónsson KFR
  2. sæti: Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR
  3. sæti: Viktor Snær Guðmundsson ÍR

4. flokkur stúlkna

  1. sæti: Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA
  2. sæti: Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR
  3. sæti: Friðmey Dóra Richter ÍA

5. flokkur pilta

  • Björn Jón Gústafsson KFR
  • Davíð Júlíus Gígja ÍR

5. flokkur stúlkna

  • Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR
  • Fríða Rún Hákonardóttir KFR
  • Katrín Hulda Sigurðardóttir ÍR

Úrslit í forkeppninni

1. fl. pilta (fæddir 2003-2005) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Leikur 9 Leikur 10 Leikur 11 Leikur 12 Samtals M.tal
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 180 124 167 158 154 185 276 194 256 180 163 153 2.190 182,5
  Aron Hafþórsson KFR 170 234 145 167 143 244 177 152 179 146 164 171 2.092 174,3
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 152 165 126 147 161 113 204 158 206 163 207 192 1.994 166,2
  Hlynur Helgi Atlason KFA 141 140 160 149 156 159 175 152 123 140 147 136 1.778 148,2
  Bárður Sigurðsson ÍR 119 105 97 153 133 131 121 115 112 98 146 140 1.470 122,5
                                 
1. fl. stúlkna (fæddar 2003-2005) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Leikur 9 Leikur 10 Leikur 11 Leikur 12 Samtals M.tal
  Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 148 145 168 160 154 195 197 204 179 173 147 177 2.047 170,6
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 147 118 152 166 177 160 151 155 162 171 149 170 1.878 156,5
                                 
2. fl. pilta (fæddir 2006-2007) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Leikur 9 Leikur 10 Leikur 11 Leikur 12 Samtals M.tal
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 266 147 190 157 176 171 235 225 234 218 175 124 2.318 193,2
  Tristan Máni Nínuson ÍR 172 210 133 161 140 277 195 169 139 165 158 181 2.100 175,0
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 114 146 216 124 173 171 153 130 141 163 278 224 2.033 169,4
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 176 159 186 171 176 201 117 148 191 159 160 171 2.015 167,9
                                 
2. fl. stúlkna (fæddar 2006-2007) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Leikur 9 Leikur 10 Leikur 11 Leikur 12 Samtals M.tal
  Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR 92 94 128 147 121 116 128 101 144 129 91 140 1.431 119,3
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 101 76 90 101 126 138 88 102 79 69 111 114 1.195 99,6
3. fl. pilta (fæddir 2008-2009) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Samtals M.tal
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 216 241 215 227 192 157 151 183 1.582 197,8
  Matthías Ernir Gylfason KFR 117 99 137 165 149 133 141 116 1.057 132,1
                         
4. fl. pilta (fæddir 2010-2011) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Samtals M.tal
  Svavar Steinn Guðjónsson KFR 94 142 146 145 147 118 149 163 1.104 138,0
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 141 123 142 108 90 109 120 144 977 122,1
  Viktor Snær Guðmundsson ÍR 100 91 139 134 106 114 85 107 876 109,5
  Þorgils Lárus Davíðsson KFR 101 106 97 103 118 130 99 103 857 107,1
  Haukur Leó Ólafsson KFA 75 84 87 75 91 65 115 67 659 82,4
                         
4. fl. stúlkna (fæddar 2010-2011) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Samtals M.tal
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 135 128 99 90 119 176 126 125 998 124,8
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 84 125 112 96 121 97 122 113 870 108,8
  Friðmey Dóra Richter KFA 96 124 88 91 98 80 90 94 761 95,1
  Dagbjört Freyja Gígja ÍR 64 68 62 54 69 59 69 71 516 64,5
                         
5. fl. pilta (fæddir 2012-2019) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Samtals M.tal
  Björn Jón Gústafsson KFR 56 114 89 71 68 94 80 102 674 84,3
  Davíð Júlíus Gígja ÍR 54 43 25 28 52 39 35 59 335 41,9
                         
5. fl. stúlkna (fæddar 2012-2019) Félag Leikur 1 Leikur 2 Leikur 3 Leikur 4 Leikur 5 Leikur 6 Leikur 7 Leikur 8 Samtals M.tal
  Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 98 90 81 92 80 96 86 102 725 90,6
  Fríða Rún Hákonardóttir KFR 48 56 44 57 34 51 68   358 51,1
  Katrín Hulda Sigurðardóttir ÍR 46 61 37 42 38 83 33 66 406 50,8

Myndir

1 flokkur pilta

1 flokkur stúlkna

2 flokkur pilta

2 flokkur stúlkna

3 flokkur pilta

4 flokkur pilta

4 flokkur stúlkna

5 flokkur, piltar og stúlkur

 

Guðmundur Sigurðsson ÍA og Snæfríður Telma Jónsson ÍR eru Íslandsmeistarar öldunga 2022

Í gærkvöldi lauk keppni á Íslandmóti öldunga 2022. Voru það þau Guðmundur Sigurðsson frá ÍA og Snæfríður Telma Jónsson frá ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir úrslitakeppni 3 efstu. Er þetta í þriðja sinn sem Guðmundur landar þessum titli og jafnar þar með fjölda titlanna við Rögnu Matthíasdóttur sem vann þetta mót einnig þrisvar sinnum á sínum glæsta keiluferli. Snæfríður Telma er að vinna þetta mót í fyrsta sinn.

Í karlaflokki mættust í úrslitunum Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR sem leiddi mótið í gegn um forkeppnina og undanúrslit og Sveinn Þrastarson úr KFR. Fyrirkomulag úrslitanna er eins og í öðrum Íslandsmótum einstaklinga, efstu 3 leika einn leik og dettur sá með lægst skorið út og hinir tveir leika um titilinn. Sveinn varð í 3. sæti mótsins og þar af leiðandi Þórarinn í því öðru.

Hjá konum varð það Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem varð í 3. sæti en hún leiddi keppnina fram að úrslitum. Í öðru sæti varð Bára Ágústsdóttir úr ÍR.

Hér má sjá lokastöðu mótsins frá í gær sem og skor úr úrslitakeppninni.

Karlar

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 3. sæti
1 Þórarinn Már Þorbjörnsson 1 ÍR 0 2.206 925 60 3.191 184,18 117
2 Sveinn Þrastarson 2 KFR 0 2.198 906 60 3.164 182,59 90
3 Guðmundur Sigurðsson 3 KFA 0 2.171 863 40 3.074 178,47 0
4 Kristján Þórðarson 4 ÍR 0 2.121 881 40 3.042 176,59 -32
5 Magnús Reynisson 5 KR 0 2.057 819 0 2.876 169,18 -198
6 Matthías Helgi Júlíusson 6 KR 0 2.034 0 0 2.034   -1040

Konur

Sæti Nafn   Félag Forgjöf Flutt Skor Auka- pinnar Sam- tals Meðal- tal Mism. í 2. sæti
1 Linda Hrönn Magnúsdóttir 1 ÍR 0 2.076 882 60 3.018 174,00 30
2 Bára Ágústsdóttir 2 ÍR 0 2.047 852 60 2.959 170,53 -29
3 Snæfríður Telma Jónsson 3 ÍR 0 1.956 932 100 2.988 169,88 0
4 Anna Kristín Óladóttir 4 ÍR 0 1.932 736 20 2.688 156,94 -300
5 Sigríður Klemensdóttir 5 ÍR 0 1.863 713 40 2.616 151,53 -372
6 Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir 6 ÍR 0 1.837 626 20 2.483 144,88 -505

Úrslit karla

Úrslit   Leikur 1 Leikur 2 Samtals
Þórarinn Már Þorbjörnsson   215 176 391
Sveinn Þrastarson   156   156
Guðmundur Sigurðsson   203 206 409

Úrslit kvenna

Úrslit   Leikur 1 Leikur 2 Samtals
Linda Hrönn Magnúsdóttir   164   164
Bára Ágústsdóttir   169 150 319
Snæfríður Telma Jónsson   190 164 354

Snæfríður Telma og Guðmundur

Þórarinn Már, Guðmundur og Sveinn

Bára, Snæfríður Telma og Linda Hrönn

Íslandsmót einstaklinga 2022

Íslandsmót einstaklinga 2022 verður haldið dagana 19.mars til 22.mars í Keiluhöllinni Egilshöll.

Skráning fer aðeins fram á netinu og byrjar miðvikudaginn 9. mars kl 8:00 og lýkur fimmtudaginn 17.mars kl 18:00
Skráning hér

Olíuburður í mótinu er: ECC2021

Reglugerð um mótið má nálgast hér

Forkeppni laugardaginn 19 og sunnudaginn 20. mars kl 9:00

Spilaðir eru 12 leikir í tveimur 6 leikja blokkum.

Verð í forkeppni kr. 15.000kr

Efstu keppendur í bæði karla- og kvennaflokki skv. upptalningu hér að neðan spila 6 leiki og fylgir skorið úr forkeppninni í milliriðil.

8 efstu eftir milliriðil komast í undanúrslit.

  • 17 þátttakendur eða færri = 10 keilarar áfram í milliriðil
  • 18 til 19 þátttakendur = 12 áfram í milliriðil
  • 20 til 21 þátttakendur = 14 áfram í milliriðil
  • 22 þátttakendur eða fleiri = 16 áfram í milliriðil

Milliriðill mánudaginn 21.Mars kl 19:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 8 karlar og 8 konur halda áfram í undanúrslit.

Undanúrslit þriðjudaginn 22.mars kl 19:00

Undanúrslit:

Allir keppa við alla, einfalda umferð.

Á stigin fyrir leikina bætast bónusstig þannig:

Fyrir sigur í leik fást 20 bónusstig

fyrir jafntefli í leik fást 10 bónusstig

Að loknum þessum leikjum fara 3 efstu keppendurnir í úrslit.

Úrslit: að loknum undanúrslitum

Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti

Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur lægsta skorið.

Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn Íslandsmeistari einstaklinga.

Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur.

Ef enn er jafnt skal endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.

Mótanefnd KLÍ

4.liða bikar

Dregið var í 4 liða bikar í Egilshöll í kvöld áður en að undanúrslit byrjuðu í Íslandsmóti Öldunga
Leikið verður í 4.liða bikar sunnudaginn 13.mars kl 19:00
Þau lið sem að mætast eru:
ÍR BK – ÍR TT (21-22)
KFR Valkyrjur – ÍR Elding (19-20)
ÍR KLS / ÍR PLS – ÍR L (17-18)
KFR Lærlingar – KFR Stormsveitin (15-16)

Forkeppni Íslandsmóts öldunga 2022 er lokið

Nú rétt í þessu lauk forkeppni á Íslandsmóti öldunga 2022 þegar seinni 6 leikja serían var leikin. Efstur í karlaflokki er Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR með 2.206 eða 183,8 í meðaltal en efst kvenna er Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR með 2.076 eða 173,0 í meðaltal. Alls halda nú 6 efstu úr hvorum flokki áfram í undanúrslit mótsins en þau ásamt úrslitum fara fram þriðjudagskvöldið komandi og hefst kl. 19 en þá verður fyrst leikið maður á mann og að lokum fara 3 efstu í úrslit þar sem allir 3 leika einn leik og þeir tveir sem eru með hærra skor leika síðan til úrslita um Íslandsmistaratitilinn.

Lokastaðan í forkeppninni varð þessi

Karlar

      Forkeppni dagur 1 Forkeppni dagur 2 Mism.    
Sæti Karlar Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 6. sæti Samtals Mtl
1 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 168 175 180 206 206 203 163 222 127 165 213 178 172,0 2206 183,83
2 Sveinn Þrastarson KFR 196 183 187 163 137 177 220 168 198 182 185 202 164,0 2198 183,17
3 Guðmundur Sigurðsson KFA 136 141 187 205 169 147 180 180 190 171 234 231 137,0 2171 180,92
4 Kristján Þórðarson ÍR 158 188 204 181 197 160 155 200 170 168 170 170 87,0 2121 176,75
5 Magnús Reynisson KR 227 151 171 193 157 150 195 191 154 159 148 161 23,0 2057 171,42
6 Matthías Helgi Júlíusson KR 150 159 163 160 197 165 178 196 158 182 178 148 0,0 2034 169,50
7 Sigurður Valur Sverrisson KFR 199 166 192 190 157 180 171 179 147 156 137 141 -19,0 2015 167,92
8 Valdimar Guðmundsson ÍR 162 182 159 168 150 131 155 152 149 181 151 193 -101,0 1933 161,08
9 Böðvar Már Böðvarsson ÍR 117 90 117 107 150 125 114 121 126 115 132 140 -580,0 1454 121,17

Konur

      Forkeppni dagur 1 Forkeppni dagur 2 Mism.    
Sæti Konur Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 6. sæti Samtals Mtl
1 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 169 173 170 174 179 170 188 180 180 153 184 156 239,0 2076 173,00
2 Bára Ágústsdóttir ÍR 177 211 156 149 179 132 183 195 177 173 159 156 210,0 2047 170,58
3 Snæfríður Telma Jónsson ÍR 164 183 147 175 149 190 141 122 207 180 134 164 119,0 1956 163,00
4 Anna Kristín Óladóttir ÍR 147 176 178 143 158 123 193 192 119 135 196 172 95,0 1932 161,00
5 Sigríður Klemensdóttir ÍR 169 133 169 119 162 163 160 124 148 181 178 157 26,0 1863 155,25
6 Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir ÍR 137 159 164 161 230 152 145 131 102 130 189 137 0,0 1837 153,08
7 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 166 150 149 161 138 162 136 170 133 163 146 147 -16,0 1821 151,75
8 Anna Soffía Guðmundsdóttir KFR 133 157 158 162 117 132 132 188 164 139 155 141 -59,0 1778 148,17
9 Herdís Gunnarsdóttir ÍR 142 122 160 147 107 152 157 117 145 155 128 161 -144,0 1693 141,08
10 Jónína Ólöf Sighvatsdóttir ÍR 151 99 127 143 132 131 147 147 147 175 127 166 -145,0 1692 141,00
11 Laufey Sigurðardóttir ÍR 166 156 127 105 121 139 135 144 147 139 140 113 -205,0 1632 136,00

Íslandsmót öldunga – Forkeppni dagur 1

Fyrri dagurinn í forkeppni Íslandsmóts öldunga 2022 var í dag. Alls taka þátt 20 keilarar í mótinu, 9 karlar og 11 konur. Best karla í dag spilaði Þórarinn Már Þorbjörnsson úr ÍR en hann lék leikina 6 á 1.138 eða 189,7 í meðaltal. Best kvenna spilaði Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR en hún lék sína leiki á 1.035 eða 172,5 í meðaltal.

Seinni 6 leikirnir í forkeppninni fara síðan fram í fyrramálið sunnudaginn 6. mars kl. 09. Eftir það fara 6 efstu karlar og konur áfram og keppa þá maður á mann en sú keppni fer fram á mánudagskvöldið sem og úrslit mótsins.

Leikirnir í dag voru þessir:

Karlar

      Forkeppni dagur 1 Forkeppni dagur 2 Mism.    
Sæti Karlar Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 6. sæti Samtals Mtl
1 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 168 175 180 206 206 203             144,0 1138 189,67
2 Kristján Þórðarson ÍR 158 188 204 181 197 160             94,0 1088 181,33
3 Sigurður Valur Sverrisson KFR 199 166 192 190 157 180             90,0 1084 180,67
4 Magnús Reynisson KR 227 151 171 193 157 150             55,0 1049 174,83
5 Sveinn Þrastarson KFR 196 183 187 163 137 177             49,0 1043 173,83
6 Matthías Helgi Júlíusson KR 150 159 163 160 197 165             0,0 994 165,67
7 Guðmundur Sigurðsson KFA 136 141 187 205 169 147             -9,0 985 164,17
8 Valdimar Guðmundsson ÍR 162 182 159 168 150 131             -42,0 952 158,67
9 Böðvar Már Böðvarsson ÍR 117 90 117 107 150 125             -288,0 706 117,67

Konur

      Forkeppni dagur 1 Forkeppni dagur 2 Mism.    
Sæti Konur Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 6. sæti Samtals Mtl
1 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 169 173 170 174 179 170             110,0 1035 172,50
2 Snæfríður Telma Jónsson ÍR 164 183 147 175 149 190             83,0 1008 168,00
3 Bára Ágústsdóttir ÍR 177 211 156 149 179 132             79,0 1004 167,33
4 Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir ÍR 137 159 164 161 230 152             78,0 1003 167,17
5 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 166 150 149 161 138 162             1,0 926 154,33
6 Anna Kristín Óladóttir ÍR 147 176 178 143 158 123             0,0 925 154,17
7 Sigríður Klemensdóttir ÍR 169 133 169 119 162 163             -10,0 915 152,50
8 Anna Soffía Guðmundsdóttir KFR 133 157 158 162 117 132             -66,0 859 143,17
9 Herdís Gunnarsdóttir ÍR 142 122 160 147 107 152             -95,0 830 138,33
10 Laufey Sigurðardóttir ÍR 166 156 127 105 121 139             -111,0 814 135,67
11 Jónína Ólöf Sighvatsdóttir ÍR 151 99 127 143 132 131             -142,0 783 130,50

IBF og EBF útiloka Rússa og Hvít-Rússa

Tilkynning barst nú rétt í þessu að Alþjóðasamtök og Evrópusamtök keilunnar International Bowling Federation og European Bowling Federation hafa tekið ákvörðun í samræmi við ákvörðun Alþjóða Ólympíunefndarinnar og bannað öllu íþróttafólki og stjórnendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi þátttöku í öllum mótum á heimsvísu um ótiltekinn tíma.

Óþarfi er að rekja ástæður þessa banns, hana þekkja allir.

Eins og einhverjir þekkja situr Sergey Lisitsyn frá Rússlandi í stjón EBF og til stóð að hann yrði móttstjóri á bæði Evrópumóti karla og Evrópumóti ungmenna sem fram eiga að fara á næstunni. Hann óskaði eftir því við forseta EBF Addie Ophelders áður en bannið var sett á um að víkja frá þessum mótum í ljósi stöðunnar. Verður annar mótsstjóri settur á mótin í hans stað.

Fyrr í dag sendi ÍSÍ frétt um að ÍSÍ taki í öllu undir ályktun Alþjóða Ólympíunefndarinnar.

Rétt er að vekja athygli á að almennt séð er ekki verið að blanda saman íþróttum við pólitískar deilur. Staðan er þó þannig að bæðið ráðamenn þessara landa, Rússlands og Hvíta-Rússlands, hafa brotið samning sem gerður hefur verið milli þjóða og Alþjóða Ólympíunefndarinnar um frið í kring um Ólympíumót. Ekki er verið við íþróttafólk eða sjálfboðaliða íþrótta að sakast. Við bara getum ekki látið eins og ekkert sé að gerast.

7 þjálfarar til viðbótar búnir með EBF Level II námskeiðið

Í gærkvöldi lauk 4 daga strembnu þjálfaranámskeiði sem haldið var í keilusalnum á Akranesi en námskeiðið var annað stig hjá European Bowling Federation, EBF Level II. Alls eru eins og stendur þrjú stig hjá EBF en verið er að vinna að 4. stiginu á þeim bæ en þetta er í fyrsta sinn sem Level II námskeið er haldið hér á landi.

KLÍ fékk til landsins Mark Heathorn frá Englandi til að halda námskeiðið en hann er einn fárra með réttindi til að kenna það og er mikill fengur í því að fá hann til okkar. Með þessu námskeiði hefur keilusamfélagið hér tvöfaldað fjölda þjálfara með Level II gráðuna hér á landi og ljóst er að bæði félög og keilusamfélagið mun eflast til muna við fjölgun þjálfara með þessa gráðu.

Þau sem luku námskeiðinu hjá Mark voru eftirfarandi:

Frá ÍA

  • Magnús Sigurjón Guðmundsson
  • Sigurður Þorsteinn Guðmundsson

Frá ÍR

  • Adam Pawel Blaszczak

Frá KFR

  • Andri Freyr Jónsson
  • Katrín Fjóla Bragadóttir

Frá Ösp

  • Laufey Sigurðardóttir
  • Sigurður Bjarkason

Myndir frá námskeiðinu

Mark Heathorn með Magnúsi frá ÍA með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Sigurður Þorsteinn með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Adam Pawel með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Andri Freyr með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Katrín Fjóla með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Laufey með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Sigurður með viðurkenninguna fyrir námskeiðið

Myndir frá námskeiðinu