Íslandsmót Para 2025

Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 4. & 5.okt 2025,
sjá reglugerð um Íslandsmót para
Skráning hér

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:

Annar aðili er sá sem að skráir sig og er hinn settur inn í sem athugasemd.


Olíuburður er: Titanium – 44 fet

 

Forkeppni:

Laugardaginn 4.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.

Verð í forkeppni kr. 16.000,- pr. par

Milliriðill :

Sunnudaginn 5.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil i kr. 16.000,- pr. par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Verð í úrslit kr. 8.000,- pr. par

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig).
Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir.
Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti.
Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para 2025″.

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

ÍR-TT og ÍR-PLS meistarar meistaranna 2025

Meistarakeppni KLÍ fór fram í gærkvöldi og marka þær viðureignir upphaf okkar leiktímabils.

Í kvennaflokki áttust við ÍR-TT og KFR Afturgöngurnar og fór leikurinn 1.543 – 1.406 fyrir ÍR-TT og þær því Meistarar meistaranna 2025

Í karlaflokki áttust við ÍR-PLS og ÍR-KLS og fór leikurinn 1.991 – 1.887 fyrir +IR-PLS og þeir því Meistarar meistaranna 2025.

 

Tímabilið 2025 til 2026 fer af stað

Á miðvikudaginn kemur þann 17. september hefst keppnistímabilið í keilu 2025 til 2026 með Meistarakeppni KLÍ. Þar eigast við í kvennaflokki ÍR TT sem varð bæði Íslands- og bikarmeistarar 2025 við KFR Afturgöngurnar sem urðu í 2. sæti bikarkeppninnar í ár. Karla megin eigast síðan við Íslandsmeistararnir 2025 ÍR PLS gegn Bikarmeisturum 2025 ÍR KLS. Stefnt verður að því að streyma frá Meistarakeppninni á Facebook síðu KLÍ.

Sem fyrr markar þetta mót upphaf keppnistímabilsins og strax um næstu helgi verða fyrstu deildarleikirnir leiknir upp á Skaga en svo hefst deildarkeppnin í Egilshöll á mánudaginn í næstu viku.

Deildarkeppnin í keilu 2025 til 2026

Í deildarkeppninni þetta tímabilið eigast við 6 lið í 1. deild kvenna og 5 lið í 2. deild kvenna. Í 1. deild karla leika 11 lið þetta tímabilið, 12 lið í 2. deild og sömu leiðis 12 lið í 3. deild, alls eru því skráð til leiks 48 lið á komandi tímabili.

Fjöldi liða skiptist á félögin með þessum hætti þetta tímabilið:

  • ÍA 7 lið eða 15% af heildarfjölda liða
  • ÍR 28 lið eða 58%
  • KFR 6 lið eða 13%
  • KR 1 leið eða 2%
  • Þór 2 lið eða 4%
  • Öspin 4 lið eða 8%

Dagskrá keppnistímabilsins í keilu

Sjá má dagskrá vetrarins á vef Keilusambandsins.

Niðurröðun deildarkeppni í keilu

Sjá má niðurröðun deilda hér í valmynd fyrir ofan, Mót á vegum KLÍ – deildir – viðkomandi deild

Samskipti við Keiluhöllina á komandi tímabili

Eftirfarndi reglur gilda um samskipti og pantanir á brautum til æfinga í Keiluhöllinni í Egilshöll.  Nokkur hækkun verður á árskortum og á brautarverið fyrir leiki og mót.  Sjá eftirfarandi:

  1. Hvernig á að bóka?
    a. Allt í gegnum skrifstofuna – Lóa og Kaya
    b. [email protected]
    c. Bókanir í gegnum afgreiðslu (almenna starfsmenn) virkar ekki.
  2. Árskort –
    a. Allir verða að koma með sitt árskort og sýna það í afgreiðslu til að skrá
    það inn.
    b. Taka fram þegar braut er bókuð hver er að nota brautirnar (nöfn allra).
    c. Hafa tvo saman á braut ef þau geta – nýta plássið betur og fleiri geta
    æft.
    d. Árskort gilda ekki föstudaga og víkjandi notkun um helgar.
    e. Kortin gilda til 19:00 mán-fim og 11:30 – 13:00 um helgar en gefum
    fólki yfirleitt kost á því að koma áður en hús opnar ef að vélamaður
    getur.
    f. Mánudaga bara eftir hádegið hægt að bóka – salurinn, vélamenn og
    olía ekki klár fyrr.
    g. Notum brautir 15-22.
    h. Æfingar með árskort – 1,5klst hámark á opnunartíma.
    i. Utan opnunartíma 2klst hámark æfingatími.
    j. Æfingar landslið eða aðrar árskortsæfingar – allir verða að vera með
    árskort.
  3. Olía:
    a. Notum eina olíu hverja viku.
    b. Ef mót er komandi helgi er sú olía notuð þá vikuna.
    c. Upplýsingar um olíu vikunnar má finna á vef KLÍ og í afgreiðslu
    Keiluhallar.
    d. Ef ekkert mót er komandi helgi er olía valin í samráði við KLÍ.
    e. Olía borin á að morgni um helgar. Aftur kl. 13:00 húsburður.
    f. Olía borin á að morgni virka daga, aftur fyrir æfingar og aftur fyrir
    deildina mánudaga og þriðjudaga.
    g. Unnið í samvinnu við KLÍ.
  4. Venjulegt árskort 79,900 kr – fer í kr. 99.900
  5. 12-18 ára og 65 ára og eldri 50.000 kr – fer í kr. 59.900
  6. Brautaverð hækkar um 4% og fer í 5.664kr í 5.890kr.

Íslendingar á Storm Lucky Larsen Masters 2025 – Arnar Davíð með sýningu

Nú um helgina lauk einu stærsta og virtasta keilumóti Evrópu, Storm Lucky Larsen Masters 2025, sem fram fór í Svíþjóð. Mótið, sem dregur til sín keilara frá öllum heimshornum, er þekkt fyrir háan keppnisstandard og spennandi leikform. Nokkrir Íslendingar tóku þátt í mótinu og komst Arnar Davíð áfram í úrslitakeppnina og endaði í 17. sæti, aðeins einum pinna frá því að komast í útsláttarkeppni 16 efstu.

Hvað er Storm Lucky Larsen Masters?

Storm Lucky Larsen Masters er árlegt alþjóðlegt keilumót sem haldið er í Helsingborg, Svíþjóð. Nafnið er dregið af sænska keilaranum Martin Larsen, sem hefur verið lykilmaður í að efla íþróttina í Skandinavíu. Mótið er hluti af amerísku PBA mótaröðinni í keilu og býður upp á vegleg peningaverðlaun.

Framganga Íslendinga á mótinu

Auk Arnars kepptu þeir Ísak Birkir Sævarsson og Guðlaugur Valgeirsson sem báðir búa í Svíþjóð, Magnús S Guðmundsson, Svavar Steinn Guðjónsson og Ágústa K Jónsdóttir sem einnig er búsett í Svíþjóð. Ísak endaði í 173. sæti forkeppninnar af alls 376 þátttakendum. Guðlaugur endaði í 232. sæti, Ágústa endaði í 259. sæti, Magnús endaði í 294. sæti og unglingurinn Svavar Steinn endaði í 323. sæti.

Arnar Davíð endaði forkeppnina í 70. sæti en náði að tryggja sig áfram í úrslitakeppnina. Í mótinu fór okkar maður heldur betur á kostun, náði meðal annars hinni erfiðu 7 – 10 glennu sem sjá má hér og gerði sér síðan lítið fyrir og skellti í einn 300 leik í úrslitakeppninni. Komst Arnar áfram í stig 2 úrslitakeppninnar en endaði þar einum pinna frá því að komast í hóp efstu 16 í þriðja úrslitastig keppninnar.

Þó að hann hafi ekki komist í úrslit mótsins, þá vakti frammistaða hans athygli fyrir bæði glennuna og 300 leikinn og hafa videó af honum farið um allan heim. Arnar náði að halda sér mjög ofarlega í hópi sterkra keppenda frá löndum eins og Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð og skaut mörgum ref fyrir rass.

Hvers vegna skiptir þetta máli?

Að keppandi frá Íslandi taki þátt í svona stóru móti er stór áfangi fyrir íslenska keilu. Íþróttin hefur verið að vaxa hægt og rólega hér á landi, og þátttaka Arnars sýnir að íslenskir keilarar geta staðið jafnfætis þeim bestu. Þetta er ekki bara persónulegur sigur fyrir Arnar – heldur líka hvatning fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að prófa keilu sem íþrótt.

Hver er Arnar Davíð Jónsson?

Arnar er þekktur innan íslensks keiluheims fyrir nákvæmni, einbeitingu og mikla ástríðu fyrir íþróttinni. Hann hefur keppt á fjölda móta innanlands og erlendis og er til að mynda eini íslenski keilarinn sem hefur unnið Evróputúrinn en það gerði hann árið 2019. Hann hefur einnig verið fyrirmynd fyrir yngri keilara og tekið þátt í þjálfun og leiðsögn.

Hvað tekur við?

Eftir þátttöku í Storm Lucky Larsen Masters mun Arnar halda áfram æfingum og keppni, með það að markmiði að komast enn lengra á alþjóðavettvangi. Arnar er einn af afreksíþróttafólki ÍSÍ og mun hann taka þátt í fleiri mótum í Evrópu og í Bandaríkjunum, þar sem keilan er stór íþrótt.

Breytingar á fyrirkomulagi í deildarkeppni karla 

Samkvæmt mótsreglum um Íslandsmót deildarliða skal almennt spila deildarkeppni karla í 10 liða deildum. Stjórn KLÍ er hins vegar heimilt að gera breytingar á því fyrirkomulagi og tímabilið 2024-2025 var spilað í 12 liða deildum í kjölfar breytinga á fjölda liða. 

Fyrir komandi tímabil eru aftur breytingar á fjölda liða sem gerir það að verkum að tímabilið 2025-2026 verða 11 lið í 1. deild en 12 lið í 2. og 3. deild.  

Stjórn KLÍ hefur jafnframt tekið ákvörðun um að tímabilið 2026-2027 verði 10 lið í 1. og 2. deild karla. Fækkun liða í þessum deildum verður með eftirfarandi hætti: 

  • Neðsta lið 1. deildar fellur í 2. deild 
  • Efsta lið 2. deildar vinnur sér sæti í 1. deild 
  • Spiluð er þriggja liða útsláttarkeppni 
  • Fyrst spilar tíunda sæti 1. deildar við annað sæti 2. deildar. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær annað sæti 2. deildar heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar tvær viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Það lið sem tapar verður í 2. deild næsta tímabil en það lið sem vinnur fer áfram í umspilinu.  
  • Næst spilar níunda sæti 1. deildar við það lið sem vann fyrri viðureignina. Fyrirkomulag er það sama og í fyrri viðureign. Sigurvegari fær sæti í 1. deild næsta tímabil en hitt liðið verður í 2. deild næsta tímabil. 

  

  • Neðstu tvö lið 2. deildar falla í 3. deild 
  • Efsta lið 3. deildar vinnur sér sæti í 2. deild 
  • Spiluð er þriggja liða útsláttarkeppni 
  • Fyrst spilar tíunda sæti 2. deildar heimaleik við annað sæti 3. deildar Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær annað sæti 3. deildar heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar tvær viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Það lið sem tapar verður í 3. deild næsta tímabil en það lið sem vinnur fer áfram í umspilinu. 
  • Næst spilar 9. sæti 2. deildar við það lið sem vann fyrri viðureignina. Fyrirkomulag er það sama og í fyrri viðureign. Sigurvegari fær sæti í 2. deild næsta tímabil en hitt liðið verður í 3. deild næsta tímabil. 

 

Umspilsleikir skulu fara fram strax að lokinn deildarkeppni 2025 til 2026. 

Samhliða þessum breytingum er stjórn einnig að skoða breytingar á þann veg að neðsta deild karla verði spiluð sem riðlakeppni. Nánari útfærsla á því fyrirkomulagi verður kynnt síðar.  

Góður árangur á Youth Triple Crown 2025

Að loknu þessu móti er ekki úr vegi að fara yfir frábæran árangur okkar ungmenna og má með sanni segja á þau fari vaxandi með hverju árinu.  Að þessu sinni náðu U16 strákarnir að verja titilinn þannig að nú hafa þeir unnið tvö ár í röð og núna bættu U19 piltarir í og unnu sinn flokk.  Allir okkar keppendur fengu medalíur og var mikil gleði ríkjandi í hópnum.

Singles:

U16 piltar 3. sæti Þorgils Lárus Davíðsson

U19 piltar 2. sæti Tómas Freyr Garðarsson

                 3. sæti Ásgeir Karl Gústafsson

Doubles:

U19 piltar    1. sæti Tómas Freyr Garðarsson / Ásgeir Karl Gústafsson

                     3. sæti Andri Viðar Arnarsson / Tristan Máni Nínuson

U16 stúlkur  3. sæti Alexandra Erla Guðjónsdóttir / Bára Líf Gunnarsdóttir

 

Trio:

U16 stúlkur 3. sæti  Alexandra – Dagbjört – Bára

U16 piltar   1. sæti  Þorgils – Evan – Svavar

U19 piltar   2. sæti Tómas – Tristan – Ásgeir

 

Mixed Doubles:

U16  2. sæti Viktor Snær Guðmundsson / Julia Sigrun Filippa Lindén

U19  3. sæti Andri Viðar Arnarsson

 

Teams

U19 piltar  1. sæti  Tómas – Andri – Tristan – Ásgeir

U16 súlkur 3. sæti Alexandra – Julia – Dagbjört – Bára

 

All events

U16 piltar 3. sæti Þorgils Lárus Davíðsson

U19 piltar 1. sæti Ásgeir Karl Gústafsson

                 2. sæti Tómas Freyr Garðarsson

 

Master:

U16 piltar 3. sæti Þorgils Lárus Davíðsson

U19 piltar 2. sæti Tómas Freyr Garðarsson

                 3. sæti Ásgeir Karl Gústafsson

 

Stigakeppni þátttöku þóðanna:

U16 piltar    1. sæti ÍSLAND

U16 stúlkur 3. sæti ÍSLAND

U19 piltar   1. sæti ÍSLAND

 

Allt skor má finna hér 

 

 

 

Ísland á HM kvenna í Hong Kong

Ísland hefur þegið boð IBF um þátttöku íslenska kvennalandsliðsin á HM sem fram fer í Hong Kong dagana 24. nóvember til 5. desember.  Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir:

Ágústa Kristín Jónsdóttir

Hafdís Pála Jónasdóttir

Katrín Fjóla Bragadóttir

Linda Hrönn Magnúsdóttir

Nanna Hólm Davíðsdóttir

Olivia Lindén

Dagskrá vetrarins

Því miður tekst ekki að birta leikja dagskrá vetrarins fyrir 15. ágúst þar sem síðbúnar breytinga á liðum hafa valdið nokkrum hnökrum.  Önnur dagskrá hefur verið birt á vef sambandsins.  Tímabilið hefst þann 17. september með leikjum Meistarar meistaranna.  Áætlað er að síðasti leikdagur og lokahóf verði 18.04.2026

Triple Crown

Ísland hefur þegið boð um að vera þátttakandi á Triple Crown, en þetta eru árleg mót, en upphaflega eru þetta England, Scotland, Wales og Írland.  Núna í ágúst og september verður unmenna lið frá okkur í Stroud á Englandi og í september verður kvennaliðið í Ayr í Scotlandi.

Liðin eru þannig skipuð YTC:

U16 stúlkur:

Alexandra Erla Guðjónsdóttir

Bára Líf Gunnarsdóttir

Dagbjört Freyja Gigja

Julia Sigrún Filippa Lindén

 

U16 piltar:

Evan Julburom

Svavar Steinn Guðjónsson

Viktor Snær Guðmundsson

Þorgils Lárus Davíðsson

 

U19 piltar:

Andri Viðar Arnarson

Ásgeir Karl Gústafsson

Tristan Máni Nínuson

Tómas Freyr Garðarsson

 

Kvenna lið Ísland hefur einnig verið valið, en þær koma til með að fara til Ayr í Scotlandi. (ATC)

Ágústa Kristín Jónsdóttir

Katrín Fjóla Bragadóttir

Marika Katarina E. Lönnroth

Nanna Hólm Davíðsdóttir

Steinunn Inga Guðmundsdóttir

Viktoría Hrund Klörudóttir