Afrekskvennasjóður Glitnis og ÍSÍ

Menningarsjóður Glitnis hefur lagt fram 20 milljónir króna til að stofna Afrekskvennasjóð Glitnis og ÍSÍ. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.

Sjóðsstjórn skipa Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík og fyrrum frjálsíþróttakona, Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, þjálfari og lektor við KHÍ, og Vala Flosadóttir stangastökkvari og eina íslenska konan sem hlotið hefur verðlaun á Ólympíuleikum. Hægt verður að sækja um styrki auk þess sem stjórn sjóðsins getur tekið frumkvæði að styrkveitingum. Úthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári, 2 milljónum í hvort sinn.

Styrkur vegna ungra og efnilegra

Íþrótta og Ólympíusambands Ísland tilkynnti í vikunni um úthlutanir styrkja vegna afreksstarfs sérsambandanna, alls að upphæð kr. 63 milljónir. Keilusambands Íslands hlaut kr. 150.000 úr Styrktarsjóði ungra og efnilegra íþróttamanna vegna þátttöku unglingalandsliðsins á Evrópumóti unglinga í keilu sem haldið verður í sem haldið verður í borginni Þessalóníku í Grikklandi um páskana, eða nánar tiltekið dagana 6. – 15. apríl 2007. 

Sjá einnig

Malta Open og Senior Open 2007

Sendar hafa verið út tilkynningar frá Möltu fyrir The Malta Open Championship 2007 (EBT Ranking Tournament) sem haldið verður dagana 20. – 24 júní 2007 og the Malta Senior Open Championship 2007 sem haldið verður dagana 10. – 14. október 2007. Bæði mótin verða að vanda haldin í stærsta keilusal Möltu The Eden SuperBowl. Air Malta býður öllum keppendum sem fljúga með flugfélaginu að taka með allt að 4 keilukúlur til viðbótar við almenna farangursheimild.

Nánari upplýsingar
Neil Dent – General Manager
Eden SuperBowl

P.R.O. – Malta Tenpin Bowling Association
Tel : +356 21387398

Mob : +356 99471051
Fax : +356 21378819
http://www.edensuperbowl.com

Meistarakeppni ungmenna 3. umferð

Þriðja umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 20. janúar n.k. og hefst upphitun kl. 9:00. Verð er kr. 1.800 fyrir þá keppendur sem spila 6 leiki og kr. 900 fyrir þá keppendur sem spila 3 leiki. Skráning er hjá þjálfurum félaganna og á netfanginu [email protected]. Athugið að í skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda og kennitala. Skráningu lýkur fimmtudaginn 18. janúar kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu.

Nýkrýndir Íslandsmeistarar para, Magna Ýr og Róbert Dan eru með forystu í sínum flokkum Sjá stöðu í mótinu eftir tvær umferðir af fimm.

Íslandsmót liða -Breyting á leiktíma KFK-Keiluvina

Mótanefnd hefur samþykkt beiðni KFK-Keiluvina um að færa leiktíma sinn í Keiluhöllinni. Þeir munu leika sína leiki á þriðjudögum klukkan 19:00 í stað mánudaga. Þetta eru alls 7 leikir:

UMFERР      LIР                             NÝR TÍMI
Umferð 10         Keiluvinir – KR-C            16.1.2007 19:00
Umferð 11         Keiluvinir sitja hjá
Umferð 12         Keiluvinir spila á óbreyttum tíma á Skaganum
Umferð 13         ÍR-Línur – Keiluvinir         27.2.2007 19:00
Umferð 14         Keiluvinir – ÍR-T              13.3.2007 19:00
Umferð 15         Keiluvinir – Keila.is         27.3.2007 19:00
Umferð 16         Keiluvinir – ÍA-B             3.4.2007 19:00
Umferð 17         JP-Kast – Keiluvinir        Leik flýtt – leikdagur verður fundinn í samráði við bæði lið.
Umferð 18         Keiluvinir – ÍR-Nas          Leik flýtt – leikdagur verður fundinn í samráði við bæði lið.
 
Þar sem ætlunin er að fresta ekki leikjum í síðustu 2 umferðunum þarf að skoða þá leiki sérstaklega og verður fundinn nýr leikdagur við fyrsta tækifæri.

Fyrir hönd mótanefndar.
Reynir Þorsteinsson

Bikarkeppni KLÍ – 16 liða úrslit karla

Dregið var í 16 liða úrslit karla í Bikarkeppni KLÍ þriðjudagskvöldið 12. desember.  Eftirtalin lið drógust saman:

KFK-Keila.is  – KR-B
ÍR-P – KFR-Lærlingar
ÍR-Línur – KFR-JP-Kast
ÍR-NAS  – KFR-Stormsveitin
KR-C – KR-A
KFK-Keiluvinir  – ÍR-KLS
ÍR-L – ÍR-PLS
KFA-ÍA – ÍR-A

Leikirnir fara allir fram fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:30, nema leikur ÍR-L og ÍR-PLS sem ekki var hægt að koma fyrir í húsinu þennan dag. Ekki hefur verið ákveðinn nýr tími fyrir leikinn. Sjá nánar

Fyrirtækja- og hópakeppni KFA 2006-2007

Á Skaganum hefur verið haldin öflug Fyrirtækja og hópakeppni undanfarin ár, og er keppnin haldin fjórða árið í röð nú í vetur. Að þessu sinni eru átján lið skráð til keppni og hafa alls spilað með þeim 85 keppendur. Keppnin er spiluð í þremum riðlum og eru sex lið í hverjum riðli. Að lokinni riðlakeppninni munu tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast áfram í úrslita keppni.

Nú þegar fjórðu umferð er lokið í riðlum A og C eru leikar heldur betur farnir að æsast. Í A-riðli eru þrjú lið jöfn í 2. – 4. sæti og eru það því fjögur efstu liðin sem eiga möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Tveir úrslita leikir verða háðir í A-riðli í fimmtu og síðustu umferð riðlakepnninnnar. Þar munu mætast Brautin sem er með 20 stig í  1. sæti og Á.Hlinason sem er með 14 stig í 2. – 4. sæti og hins vegar ÞogE1 og Straumnes sem deila 2. – 4 sæti einnig með 14 stig. Í C-riðli er LGG+ öruggir áfram með 24 stig,  en hörð barátta er um 2. sætið í riðlinum þar sem VORG og Safnasvæðið eru jöfn í 2. – 3. sæti með 16 stig. Munu þau því spila hreinan úrslitaleik um sæti í úrslitum. Fjórða umferð B-riðils verður spiluð í næstu viku og stefnir í mikla baráttu þriggja efstu liða um efstu tvö sætin því þau eiga öll möguleika á að vinna riðilinn. Sjá nánar á heimasíðu KFA

Íslandsmót para 2007

Glæsileg spilamennska, hörkuspennandi barátta og fjöldi Íslandsmeta. Þannig hljómar í stuttu máli lýsingin á Íslandsmóti para sem fram fór mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. janúar.

Ný nöfn verða letruð á farandbikarinn í þetta sinn, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR tryggðu sér titilinn þegar þau unnu fráfarandi og margfalda meistara Sigfríði Sigurðardóttur KFR og Björn Sigurðsson KR í úrslitunum 3-0. Tölurnar gefa til kynna að sigurinn hafi verið öruggur, en það var öðru nær allir leikirnir voru hörkuspennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðasta ramma. Sjá úrslit

Dagný Edda Þórisdóttir og Hafþór Harðarson úr KFR tryggðu sér 3. sætið í mótinu.

Þrjú glæsileg ný Íslandsmet voru sett í mótinu. Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR setti met í 4 og 6 leikja röð í aldursflokki 17-18 ára stúlkna þegar hún spilaði 802 og 1155 á mánudaginn.  Síðan slógu Sigfríður Sigurðardóttir KFR og Björn Sigurðsson KR metið í einum leik pars á þriðjudaginn þegar þau spiluðu 520 í einum leik þar sem Sigfríður spilaði 266 leik og Björn spilaði 254.

Eftir milliriðilinn voru Sigfríður og Björn í efsta sæti með 4958 eða 206,58 að meðaltali í leik. Keppnin um annað sætið í úrslitunum var mjög spennandi, en fór þannig að Magna Ýr og Róbert Dan héldu sínu sæti með 4667 eða 194,46 að meðaltali. Í þriðja sæti og 30 pinnum á eftir komu Dagný Edda og Hafþór með 4637 eða 193,21, en Guðný Gunnarsdóttir og Halldór Ragnar Halldórsson úr ÍR enduðu í fjórða sæti og 57 pinnum frá úrslitunum með 4610.  Sjá stöðu að loknum milliriðli

Sigfríður spilaði best kvenna og átti tvær hæstu seríurnar 1243 og 1221 eða 205,33 að meðaltali í leik. Halldór Ragnar spilaði best karla með 1287 og 1280 seríur eða 213,92 að meðaltali, en Árni Geir Ómarsson ÍR átti hæstu seríu karla 1317. Auk þeirra Íslandsmeta sem áður er getið, var Karen Rut Sigurðardóttir ÍR aðeins 4 pinnum frá því að slá met í einum leik þegar hún spilaði 254.

Keilusamband Íslands vill þakka Atlantsolíu sérstaklega fyrir stuðninginn en þeir gáfu verðlaun í mótið.