Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður til hádegisfundar í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal föstudaginn 23. mars næstkomandi frá kl. 12.00-13.00.  Þórdís Lilja Gísladóttir mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar, „Hagrænt gildi íþrótta í íslensku nútímasamfélagi“ sem hún vann í tengslum við lokaverkefni hennar til MA-prófs í menningar og menntastjórnun. Sjá nánar

Sjóvá mótið 2007 – 16 manna úrslit

Um helgina fóru fram 10 leikir í 16 manna úrslitum karla og kvenna í Sjóvá mótinu og einn leikur úr 32 manna úrslitum karla. Sigfríður Sigurðardóttir KFR spilaði best í kvennaflokki eða 686 og Halldór Ragnar Halldórsson ÍR spilaði best í karlaflokki þegar hann spilaði 739. 

Dregið verður í 8 manna úrslit karla og kvenna á þriðjudagskvöld 20. mars á undan keppni í Deildarbikar liða, en 8 manna úrslitin fara fram 24., 25. og 31. mars og undanúrslit og úrslit fara fram 1. apríl.

Úrslit leikja í karlaflokki:

  • Stefán Claessen 634 – Þórarinn Már Þorbjörnsson 474
  • Snæbjörn B. Þormóðsson 579 – Árni Geir Ómarson 668
  • Valgeir Guðbjartsson 651 – Bragi Már Bragason 621
  • Atli Þór Kárason 550 – Halldór Ragnar Halldórsson 739

Úrslit leikja í kvennaflokki:

  • Ragna Matthíasdóttir 540 – Sigurlaug Jakobsdóttir 549
  • Guðrún Arnarsdóttir 530 – Sigfríður Sigurðardóttir 686
  • Guðný Gunnarsdóttir 520 – Helga Sigurðardóttir 552
  • Ragna Guðrún Matthíasdóttir 537 – Sigríður Klemensdóttir 539
  • Dagný Edda Þórisdóttir 540 – Ágústa Þorsteinsdóttir 526
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir 596 – Magna Ýr Hjálmtýsdóttir 512 (leikurinn fór fram 13.03.07)
  • Laufey Sigurðardóttir 471 – Sirrý Hrönn Haraldsdóttir 531

Sjá nánar

Íslandsmót unglingaliða 6. umferð

Um helgina fór fram í Keilusalnum á Akranesi 6. umferð í Íslandsmóti unglingaliða. Lið ÍR vann alla sína leiki og er nú komið með 30 stig og forystu í keppninni. Lið KFA-ÍA-1 er í 2. sæti með 28 stig. Lið KFR kemur síðan í 3. sæti með 10 stig og KFA-ÍA-2 er í 4. sæti með 4 stig. Úrslitin fara fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 31. mars og hefjast kl. 9:00. Sjá nánar

Opna hjóna og paramót KFR og Snerils

Fjórða umferð opna hjóna og paramót KFR og Snerils ehf fór fram í Keiluhöllinni á sunnudagskvöldið 11. mars. Að venju var mikil þátttaka í mótinu og að þessu sinni voru það Helga Sigurðardóttir og Ágúst Haraldsson sem fóru með sigur af hólmi með 1.111. Í 2. sæti voru Theódóra Ólafsdóttir og Þórir Ingvarsson með 1.096 og Laufey Sigurðasdóttir og Bjarki Sigurðsson voru í 3. sæti með 1.095. Til tíðinda þótti sæti að Sigfríður Sigurðardóttir og Björn Sigurðsson unnu ekki til verðlauna að þessu sinni, en þau hafa afburða forystu í keppninni. Í 2. sæti eru Theódóra og Þórir og Helga og Ágúst eru í 3. sæti. Staðan í mótinu

Sjóvá mótið – 16 manna úrslit

Um helgina, þ.e. laugardaginn 17. og sunndaginn 18. mars, fara fram 16 manna úrslit karla og kvenna í Sjóvá mótinu.

Það hefur valdið mótshöldurum nokkrum vandræðum að koma leikjum á vegna frestana, landsliðsæfingar og helgarferðar unglingalandsliðshóps, en við því er lítið hægt að gera. Keppendur eru vinsamlega beðnir um að kynna sér tímana og staðfesta til [email protected]

Dregið verður í 8 manna úrslit Sjóvá strax eftir helgina en þau eru á dagskrá laugardaginn 31. mars og 4 manna úrslit og úrslit sunnudaginn 1. apríl. Sjá dagskrá

Meistarakeppni ungmenna 4. umferð

Fjórða umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni, laugardaginn 10. mars og tóku 26 keppendur þátt í mótinu að þessu sinni í 7 flokkum pilta og stúlkna.

Bestu spilamennsku dagsins sýndu þeir Stefán Claessen ÍR 1230, Jón Kristinn Sigurðsson ÍR 1.212 og Jón Ingi Ragnarsson KFR 1.199, en þeir keppa allir í 2. flokki pilta.

 

Fimmta og síðasta umferð vetrarins fer fram í Keiluhöllinni laugardaginn 25. mars og hefst kl. 9:00.

Evrópumót karla 2007 – EMC 2007

Evrópumót karla, European Men Championship 2007, verður haldið í borginni Vín í Austurríki dagana 30. júní til 10. júlí 2007. Vegna undirbúning mótsins valdi landsliðsnefnd KLÍ 8 manna landsliðshóp karla, en af þeim 12 sem rætt var við vegna þátttöku voru 4 aðilar sem ekki gáfu kost á sér af ýmsum ástæðum.  Landsliðshópinn skipa eftirtaldir: Árni Geir Ómarsson, Róbert Dan Sigurðsson, Stefán Claessen og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr ÍR, Andrés Páll Júlíusson, Björn Birgisson og Björn Guðgeir Sigurðsson úr KR og Hafþór Harðarson úr KFR. Val hópsins hefur sætt gagnrýni og sá landsliðsnefndin ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.

 

Evrópumót unglinga – EYC 2007

Evrópumót unglinga í keilu, EYC 2007, verður haldið í borginni Þessalóníku í Grikklandi um páskana, eða nánar tiltekið dagana 6. – 15. apríl 2007.  Undirbúningur vegna þátttöku íslenska unglingalandsliðsins er nú að komast á lokastig og hafa unglingarnir verið að sýna miklar framfarir á síðustu vikum. Um næstu helgi verður tekin hvíld frá keiluæfingum og í staðinn mun hópurinn, ásamt þjálfara og aðstoðarþjálfara, fara út úr bænum og lögð verður áhersla á að efla liðsheildina.