Ég var heldur fljótur á mér í gær að segja að 2.d.ka. hefði klárast þá kvöldið áður en hún kláraðist í gær með einum leik. 1.d.ka. hófst í gær með miklu brölti því að olíuburður var að ég held hvergi eins á neinu setti, það sáust fín skor og líka EKKI fín skor. Best spilaði Jón Kristinn í ÍR-KLS 665
Nýr starfsmaður
Hörður Ingi Jóhannsson hefur verið ráðinn starfsmaður Keilusambands Íslands í hálfu starfi frá og með 1. október s.l. Hörður ætti að vera öllum keppniskeilurum að góðu kunnur, enda reyndur keppnismaður og liðsmaður ÍR-PLS til margra ára. Starf Harðar felur m.a. annars í sér utanumhald um skor úr deildunum, Íslandsmótunum, allsherjarmeðaltal og margt, margt fleira. Hægt verður að ná í hann milli 10:00 og 14:00 virka daga á skrifstofu KLÍ í síma 514 4067, eða í netfangið [email protected]
Við óskum Herði hjartanlega velkominn til starfa, og vonum að allir keilarar á Íslandi njóti góðs af.
1.d.kv og 2.d.ka kláraðist í gær
1.d.kv og 2.d.ka. kláraðist í gær í Öskjuhlíð og var leikið við undalegar aðstæður því olíuvélin bilaði fyrr um daginn og var ekki hægt að bera á aftur að sögn keppenda.Leikar fóru eftirfarandi:1.d.kv. KFR-Valkyrjur – Skutlurnar 13-7, KFR-Afturgöngur – ÍR-KK 20-0, ÍR-TT – ÍR-BK 12-8. 2.d.ka. ÍR-Blikk – ÍR-Línur 4,5-15,5, KFR-JP kast – ÍR-P(Gaurar) 13,5-6,5, ÍR-Nas – Keila.is 5-15, ÍR-T – KFA-ÍA-B 17-3
Deildin hafin
2. deild karla hófst í gærdag með einum leik uppi á Akranesi, þar sem KFA-ÍA-W tóku á móti KR-C.
Úrslit hafa ekki enn borist til KLÍ, en við munum setja þau inn um leið og þau berast.
Tvöfalt hjá KFR
Í gærkvöldi fór fram fyrsta mót vetrarins á vegum KLÍ, sem að vanda er Meistarakeppni KLÍ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. Það voru tvö lið frá KFR sem stóðu uppi sem sigurvegarar þetta árið; KFR-Valkyrjur fóru með sigur af hólmi gegn ÍR-TT og KFR-Lærlingar sigruðu ÍR-PLS. Þess má til gamans geta að sömu lið léku í fyrra, en þá voru það bæði ÍR liðin sem sigruðu.
| KFR-Valkyrjur | ||||
| Theódóra Ólafsdóttir | 149 | 157 | 190 | 496 |
| Sigfríður Sigurðardóttir | 209 | 174 | 171 | 554 |
| Dagný Edda Þórisdóttir | 208 | 185 | 169 | 562 |
| Magna Ýr Hjálmtýsdóttir | 166 | 197 | 173 | 536 |
| 732 | 713 | 703 | 2148 | |
| ÍR-TT | ||||
| Guðný Gunnarsdóttir | 135 | 189 | 166 | 490 |
| Linda Hrönn Magnúsdóttir | 135 | 199 | 202 | 536 |
| Sigurlaug Jakobsdóttir | 162 | 142 | 144 | 448 |
| Sigríður Klemensdóttir | 170 | 185 | 136 | 491 |
| 602 | 715 | 648 | 1965 | |
| KFR-Lærlingar | ||||
| Bjarni Páll Jakobsson | 192 | 188 | 187 | 567 |
| Freyr Bragason | 211 | 174 | 224 | 609 |
| Jón Helgi Bragason | 257 | 197 | 217 | 671 |
| Freyr Bragason | 223 | 193 | 235 | 651 |
| 883 | 752 | 863 | 2498 | |
| ÍR-PLS | ||||
| Róbert Dan Sigurðsson | 201 | 209 | 244 | 654 |
| Hafliði Örn Ólafsson | 196 | 128 | 192 | 516 |
| Jón Ingi Ragnarsson | 219 | 174 | 188 | 581 |
| Steinþór Jóhannsson | 183 | 249 | 213 | 645 |
| 799 | 760 | 837 | 2396 |
Deildarbikar
Í fréttabréfi sem sent var út þ. 25. september s.l. kom fram að hann verði spilaður í einum riðli. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi í gærkvöldi, og ákveðið spila í tveim 5-liða riðlum. Dregið var í riðla á fundinum.
Í A-riðli eru eftirtalin lið:
ÍR-L
ÍR-A
KR a
ÍR-PLS
KFK-Keiluvinir
Í B-riðli eru eftirtalin lið:
ÍR-G (sem hét áður ÍR-P)
KR c
KR b
ÍR-TT
ÍR-KLS
Brautaskipan í fyrstu umferð sem fram fer þriðjudaginn 16. október verður auglýst síðar.
Keppnistímabilið 2007 – 2008
Keppnistímabilið 2007-2008 hefst á hefðbundinn hátt með Meistaramóti KLÍ, „Meistarar meistaranna“, fimmtudaginn 27. september 2007 kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í kvennaflokki keppa Íslands- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur við ÍR-TT sem urðu í öðru sæti í bikarkeppni liða og Íslandsmóti liða. Í karlaflokki keppa Íslandsmeistarar KFR-Lærlingar við bikarmeistara ÍR-PLS.
Deildarkeppni liða hefst svo sunnudaginn 30. september kl. 13:00 með viðureign kvennaliðs KFA-ÍA og nýliðanna í kvennadeildinni KFK-GK og kl. 16:00 hefst síðan viðureign nýliðanna í 2. deild karla KFA-ÍAW og KR-C í Keilsalnum á Akranesi.
Mánudaginn 1. október hefst keppni í 1. deild kvenna og 2. deild karla í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 19:00, en þar mætast í 1. deild kvenna: KFR-Valkyrjur – KFR-Skutlurnar, ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar, ÍR-TT – ÍR-BK. Og í 2. deild karla mætast: ÍR-T – KFA-ÍA-B, ÍR-Blikk – ÍR-Línur, ÍR-NAS – KFK-Keila.is, ÍR-P – KFR-JP-kast, en leikur KFR-Þrastanna og KFK-A fer fram á sama tíma á þriðjudag.
Þriðjudaginn 2. október hefst keppni í 1. deild karla í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð kl. 19:00, en þar mætast: KR-A – ÍR-L, ÍR-KLS – KFA-ÍA, ÍR-A – ÍR-PLS, KFR-Stormsveitin – KR-B, KFR-Lærlingar – KFK-Keiluvinir og þá fer einnig fram áðurnefndur leikur í 2. deild karla KFR-Þröstur – KFK-A.
Dagskrá fyrstu 5. umferðanna:
1. deild kvenna
1. deild karla
2. deild karla
Dagskráin er birt með fyrirvara um leiðréttingar og breytingar.
Að þessu sinni eru skráð til keppni 8 kvennalið og eru nýliðarnir KFK-GK og er það í fyrsta sinn sem KFK sendir kvennalið til keppni. Að jafnaði verður keppt í 1. deild kvenna kl. 13:00 á sunnudögum í Keilusalnum á Akranesi og á mánudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Karlaliðin eru samtals 22 að tölu, 10 lið í 1. deild karla og 12 lið í 2. deild karla. Að jafnaði verður keppt í 1. deild karla á sunnudögum kl. 16:00 eða kl. 10:00 í Keilusalnum á Akranesi og á þriðjudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Í 2. deild karla verður að jafnaði keppt kl. 16:00 eða kl. 10:00 á sunnudögum í Keilusalnum á Akranesi og á mánudögum kl. 19:00 í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, nema leikir KFR-Þrasta og KFK-A sem fara fram um leið og leikir í 1. deild karla kl. 19:00 á þriðjudögum. En nauðsynlegt var að færa leiki til vegna fjölda liða.
Í Bikarkeppni liða eru skráð til keppni 7 kvennalið, öll nema KFR-Skutlurnar, öll lið 1. deildar karla og 8 lið úr 2. deild karla. Í 32 liða úrslitum karla keppa því 4 karlalið um að komast áfram í 16 liða úrslit og bikarmeistararnir KFR-Lærlingar sitja hjá í 32 liða úrslitunum. Og í 8 liða úrslitum kvenna sitja bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur hjá meðan hin liðin keppa um sæti í 4 liða úrslitum.
Í Deildarbikar liða eru skráð 10 lið, 9 karlalið og 1 kvennalið. Keppt verður í einum riðli og spilaðir 9 leikir á kvöldi. Fyrsta umferð Deildarbikars fer fram þriðjudaginn 16. október og þá verður tekið hlé á keppni í 1. deild karla.
ECC, dagur 3.
Í gær lauk forkeppni í Evrópumóti landsmeistara. Sigfríður Sigurðardóttir endaði í 24. sæti með samtals 4319 (179,96), en Magnús Magnússon í því 19. með alls 4750 (197,92). Efst í kvennaflokki er Ingunn Oien frá Noregi með 5029 (209,54) og í karlaflokki Marco Reviglio frá Ítalíu með 5357 (223,21). Úrslit verða spiluð í dag. Sjá heimasíðu mótsins.
ECC, dagur 2.
Nú er 2. keppnisdegi lokið á Evrópumóti landsmeistara. Mads Sandbækken frá Noregi er enn í 1. sæti í karlaflokki með 3567, eða 222,94 í meðaltal, en í kvennaflokki er landsmaður hans Ingunn Oien efst með 3406 eða 213 í meðaltal. Magnús Magnús er í 17. sæti með samtals 3193 eða 199,56 í meðaltal, en Sigfríður Sigurðardóttir er í 22. sæti með 2966 eða 185,38 í meðaltal. Á morgun verður keppt í blandaðri olíu, langri og stuttri, en eftir það komast 8 efstu í hvorum flokki áfram í úrslit. Sjá nánar heimasíðu mótsins:
ECC, dagur 1.
Nú er fyrsta degi lokið í landsmeistáramótinu, en leiknir voru 8 leikir í stuttri olíu. Sigfríður er i 17. sæti með 1484 alls, eða 185,5 í meðaltal. Efst í kvennaflokki er Therese Forsell frá Svíþjóð með 1559 eða 194.9 í meðaltal. Hjá körlunum er norðmaðurinn Mads Sandbækken efstur með heil 1957, eða 244,6 í meðaltal. Magnús er í 18.sæti með samtals 1559 , eða 194,9 í meðaltal. Keppni heldur áfram á morgun í langri olíu, en á föstudaginn verður leikið í blandaðri, þ.e. langt og stutt til skiptis. Sjá heimasíðu mótsins: