Meistarakeppni ungmenna

Um helgina var spiluð 4. og næst síðasta umferð í meistarakeppni ungmenna. Staðan er ansi jöfn í nokkrum flokkum og verður spennandi að sjá hvernig síðasta umferðin fer næsta laugardag.  Lokaumferðin hefst kl.9:00 á laugardagsmorgun og hvetjum við alla keilara til að koma og fylgjast með framtíðarkeilurum Íslands takast á í spennandi keppni.

Iceland Open um páskana í boði Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport býður upp á Iceland Open 2008 núna um páskana og hefst fyrsti riðillinn á laugardagsmorgun kl. 9.  Næsti riðill er síðan kl. 11:30 og síðasti riðillinn er á mánudaginn kl. 11. Úrslitin verða síðan kl. 12:30 á mánudag.

Það verða vegleg verðlaun í boði, en þau verða að einhverju leyti háð þátttöku. Mótið er forgjafarmót að þessu sinni og verður spilað í nýja deildarolíuburðinum.

Auglýsing

Evrópumót unglinga – dagur 2

Þá er dagur 2 á enda runninn og var hann að mörgu leyti góður, en hann spilaðist þannig að Andri spilaði 1106 með hæsta leik 223, hann byrjaði illa eða á 151 og 139 en náði sér á strik eftir það. Skúli spilaði 1072 með 214 sem hæsta leik, það var svipað með Skúla og Andra nema að Skúli átti 2 góða leiki síðan lélegan og svo 2 góða leiki síðan lélegan. Annars gengur mjög vel og þetta verður skemmtilegra með hverjum deginum. Svíar unnu tvímenning drengja, Danir í 2 sæti og Finnar í 3 Þetta er orðið gott að sinni.

Hörður Ingi skrifar frá Helsinki.

Evrópumót unglinga – dagur 1

Hörður Ingi skrifar frá Helsinki.

Í dag hófst Evrópumót unglinga hér í Helsinki og spiluðu stelpurnar fyrst. Magna spilaði 1166 hæsti leikur 224, Ástrós 1020 hæsti leikur 195 og Karen 1015 hæsti leikur 221. Allar geta spilað betur og ætla þær að skoða stöðuna hjá sér en þær eiga frí á morgun en þá keppa strákarnir. Þetta er flottur salur og hótelið er mjög gott, kalt í veðri, kaldara en heima. Miðað við þennan dag verður þetta skemmtileg ferð því krakkarnir eru til fyrirmyndar.

Kveðja frá Helsinki

Hörður Ing

Nýr olíuburður

Tækninefnd hittist í hádeginu og ákvað olíuburðinn sem að verður notaður það sem eftir er af þessu tímabili. Burðurinn sem varð fyrir valinu er 40 feta langur og hafa menn ágætis svigrúm til að spila hann allt frá 1. pílu inn að 5. Nánari útlistun á burðinum er í meðfylgjandi skjali og verður hægt að æfa sig í olíuburðinum í fyrramálið og framvegis.

Árshátíð KLÍ

Árshátíð KLÍ verður haldin laugardaginn 26. apríl 2008.

Árshátíð Keilusambands Íslands verður haldin á Veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni.
Húsið opnar kl. 19:00
Glæsilegt veisluhlaðborð,  ball, skemmtiatriði, happdrætti ofl
Miðaverð kr. 5.000.-  Nú mæta allir og líka að sjálfsögðu allir í Utandeildinni

Árshátíðin er í umsjón og til styrktar kvennalandsliðinu.

Nánar auglýst síðar.
 

Ný olíuvél

Nú er komið að því að skipt verður um olíuvél í öskjuhlíðinni. Maður frá Kegel mun koma og setja vélina upp í dag og ef að allt gengur að óskum mun vélin verða tekin í notkun á morgun föstudag. Eftir að uppsetningu er lokið á nýju vélinni mun gamla vélin verða tekin í sundur og gerð upp. Tækninefnd mun hitta manninn frá Kegel á hádegi á föstudag og í samráði við hann ákveða nýjan olíuburð sem að verður notaður í framhaldinu. Um leið og nýr olíuburður verður ákveðinn verður hann birtur og hægt verður að æfa sig í honum á föstudeginum og laugards og sunnudagsmorgni.

 

Evrópumót unglinga.

Á morgun heldur íslenska unglingalandsliðið til Finnlands til að taka þátt í í evrópumóti unglinga. Hópurinn sem að var valinn til fararinnar samanstendur af Ástrósu Pétursdóttur, Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur, Karen Rut Sigurðardóttur, Andra Má Ólafssyni og Skúla Frey Sigurðssyni. Keppni hefst á mánudaginn hjá stúlkunum og heldur síðan áfram út vikuna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins. Hörður Ingi Jóhannsson mun stýra liðinu meðan á keppni stendur og óskum við þeim öllum góðs gengis og góðrar ferðar.