Evrópumót unglinga – dagur 1

Facebook
Twitter

Hörður Ingi skrifar frá Helsinki.

Í dag hófst Evrópumót unglinga hér í Helsinki og spiluðu stelpurnar fyrst. Magna spilaði 1166 hæsti leikur 224, Ástrós 1020 hæsti leikur 195 og Karen 1015 hæsti leikur 221. Allar geta spilað betur og ætla þær að skoða stöðuna hjá sér en þær eiga frí á morgun en þá keppa strákarnir. Þetta er flottur salur og hótelið er mjög gott, kalt í veðri, kaldara en heima. Miðað við þennan dag verður þetta skemmtileg ferð því krakkarnir eru til fyrirmyndar.

Kveðja frá Helsinki

Hörður Ing

Nýjustu fréttirnar