Kvennalandsliðið

Að lokinni velheppnaðri árshátíð KLÍ viljum við þakka öllum sem áttu með okkur ánægjulegt kvöld og sérstaklega hinum fjölmörgu sem styrktu okkur með kaupum á happdrættismiðum.

Óskum við vinningshöfunum til hamingju með vinningana og vonum að þeir komi að góðum notum. Ásgrímur Helgi stóð sig að sjálfsögðu frábærlega við veislustjórnina og happdrættisdráttinn, Skagadívurnar sungu sig inn í hjörtu viðstaddra, Hörður Ingi stjórnaði verðlaunaafnhendingingunni af sinni alkunnu röggsemi og síðan var dansað fram á rauða nótt. Keiluhallarmennirnir Rúnar og Agnar, svo og Felix og hans starfsfólk á Rúbín fá einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra þátt í að gera framkvæmdina jafn glæsilega úr garði og raun varð á. Síðast en ekki síst, þökkum við hinum fjölmörgu styrktaraðilum sem gerðu happdrættið jafn myndarlegt og það var.

Myndir frá hátíðinni og verðlaunaafhendingunni verða settar inn fljótlega.

Með kveðju
Kvennalandsliðshópurinn
 

Titlarnir varðir í dag

KFR-Valkyrjur urðu í dag Bikarmeistarar kvenna fimmta árið í röð þegar þær lögðu KFR-Afturgöngur af velli.  Mjótt var á munum í fyrsta leik, 675 gegn 635, en Valkyrjurnar sigruðu næstu tvo leiki nokkuð örugglega, 751-639 og 746-650.  Efst hjá Valkyrjum var Theódóra Ólafsdóttir með 580.

Öllu meiri spenna var í karlaleiknum, en þó náðu ÍR-PLS að leggja ÍR-L af velli í þremur leikjum, en þeir fóru 808 gegn 783, 793-745 og 803-737.  Þeir Steinþór og Róbert Dan voru efstir hjá ÍR-PLS, Steinþór með 677 og Róbert Dan 666.  Er þetta annað árið í röð sem ÍR-PLS verða Bikarmeistarar og alls í þriðja skiptið.

Valkyrjur sigruðu

Valkyrjur urðu á miðvikudaginn íslandsmeistarar liða í 1. deild kvenna. Þær báru sigur úr bítum eftir harða rimmu gegn ÍR-TT.

KFR-Valkyrjur eru Íslandsmeistarar liða í kvennaflokki.  Þær hófu leik í kvöld með 25 stig gegn 15 stigum ÍR-TT.  Þær unnu fyrsta leikinn 4 – 2 og þurftu því aðeins 1,5 stig úr öðrum leiknum til að tryggja titilinn.  Þær gerðu betur og unnu 5 -1, en síðasta leikinn unnu síðan TT 5-1.  Heildarviðureignin fór því 37 – 23.  Skorið hjá þeim var svipað og í gær, Valkyrjur með 2073 og TT með 2032.  Alda og Magna voru báðar með 548 og Guðný Gunnars með 545.

Úrslitakeppnin.

ÍR-PLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokk.  ÍR-PLS hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi og hækkuðu seríuna um 7 pinna (2515) og tóku 18 stig gegn 2.Hjá kvennfókinu var reyndar meiri spenna og eftir tvo leiki í kvöld var jafnt 6 – 6.

ÍR-PLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokk.  ÍR-PLS hélt áfram þar sem frá var horfið í gærkvöldi og hækkuðu seríuna um 7 pinna (2515) og tóku 18 stig gegn 2.  KR-A spilaði 2234 og var Magnús Magnússon hæstur sem fyrri daginn með 640.  Hjá PLS var Róbert Dan hæstur með 670.  Það má til gamans geta af þessum 24 leikjum hjá liðinu hafa aðeins 7 verið undir 200 enda meðaltalið hjá þeim rúmir 209.

Hjá kvennfókinu var reyndar meiri spenna og eftir tvo leiki í kvöld var jafnt 6 – 6.  Hörkubarátta var í síðasta leik, en KFR-Valkyrjur náðu að snúa honum sér í hag í lokinn og unnu 12 – 8, og er því staðan í viðureigninni 25 – 15 fyrir Valkyrjum.  Valkyrjur spiluðu 2049 en ÍR-TT 2031.  Alda var hæst hjá Valkyrjum með 583 en Guðný hjá TT með 543.
Lokaumferðin er í dag og hefst kl 17:30.

Landsliðið fyrir HM í Tælandi valið.

Keilusamband Íslands hefur valið landslið karla sem fer á Heimsmeistaramót karlalandsliða í bænum Nonthaburi í Tælandi 20/8 – 31/8 2008.
 
Liðið er þannig skipað:
 
   Andrés Páll Júlíusson KR
   Arnar Sæbergsson ÍR
   Árni Geir Ómarsson ÍR
Hafþór Harðarson ÍR   
Magnús Magnússon KR  
   Steinþór G. Jóhannsson ÍR
 
Fararstjóri/þjálfari er Hörður Ingi Jóhannsson
 
Heimasíða mótsins er www.2008WMC.com
 
 
Nánari upplýsingar gefur Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður landsliðsnefndar KLÍ, [email protected]

Úrslitakeppnin

Úrslitakeppnin í Íslandsmóti liða hófst í kvöld.  Leikið var í kvöld í Keiluhöllinni og sigruðu heimaliðin í báðum viðureignunum. 

Úrslitakeppnin í Íslandsmóti liða hófst í kvöld.  Leikið var í kvöld í Keiluhöllinni og sigruðu heimaliðin í báðum viðureignunum.  Hjá konunum leiða KFR-Valkyrjur (2061) með 13 stigum gegn 7 stigum ÍR-TT (1985), hæstu á settinu voru Magna hjá Valkyrjum (556) og Sigga hjá TT (532).  Hjá körlunum eru ÍR-PLS (2508) yfir 14 – 6 gegn KR-A (2301).  PLS-menn voru allir yfir 600, Jón Ingi hæstur (666), en hjá KR Magnús Magnússon (688).
Á sama tíma var leikið um þriðja sætið í Íslandsmótinu og unnu KFR-Afturgöngur (2060) KFR-Skutlurnar (2014) 12,5 – 7,5.  Hæstar voru Ragna Matt (538) og Ella (557).  ÍR-KLS (2061) vann svo KFR-Lærlinga (1946) 13-7.  Hæstu spilararnir voru Jöri (550) og Arnar Davíð (563).
Annar hluti keppninnar er svo annað kvöld kl. 19:00
 

Brautaskipan í úrslitakeppni

 Hér að neðan má sjá brautaskipanina í úrslitakeppninni

 

Mánudagur    
Brautir Heimalið   Gestir
1 – 2 KFR-Afturgöngur KFR-Skutlurnar
3 – 4 ÍR-KLS KFR-Lærlingar
5 – 6 KFR-Valkyrjur ÍR-TT
7 – 8 ÍR-PLS KR-A
       
Þriðjudagur    
Brautir Heimalið   Gestir
1 – 2 KR-A ÍR-PLS
3 – 4 ÍR-TT KFR-Valkyrjur
       
Miðvikudagur    
Brautir Heimalið   Gestir
1 – 2 KFR-Valkyrjur ÍR-TT
3 – 4 ÍR-PLS KR-A