Við tilkynnum breytingu á dagsetningu í 2. umferð deildarbikarsins. Umferðin fer fram fimmtudaginn 23. okt. en ekki þriðjudaginn 21. eins og auglýst er. þetta er vegna þess að allt er fullt í Öskjuhlíðinni á þriðjudagskvöld.
Reykjavik International Games
Kæru keilarar, þar sem við misstum aðal sponsorinn og í ljósi gengis gagnvart ísl. krónu höfum við ákveðið að fella niður keilumótið Reykjavík International Games sem átti að fara fram í Janúar 09 (því miður)
Hörður Ingi
Staða í deildum
Tekist hefur að laga villuna í skráningu á skori úr deildum sem hefur verið að plaga okkur síðustu viku. Stefnt er á að innsláttur og staða verði að mestu leiti tilbúin um helgina.
Íslandsmót í diskókeilu
KFK þykir leitt að tilkynna að Íslandsmótið í diskókeilu fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka.
Meistarakeppni ungmenna
Um síðustu helgi var spiluð fyrsta umferð í meistarakeppni ungmenna. Nánari stöðu eftir fyrstu umferð má sjá hér.
1. umferð í deildarbikar
Síðastliðinn þriðjudag ´var 1. umferð í deildarbikarnum leikin. Stöðuna eftir 1. umferð má svo sjá hér.
Hjónamót KFR og Vífilfells
Hin sívinsælu hjóna og paramót KFR eru að fara í gang aftur og fyrsta umferðin er leikin sunnudaginn 5. október kl 20:00. Eins og í fyrra er Vífilfell styrktaraðili mótsins, og ekki má gleyma veitingunum að mót loknu.
Vonumst til að sjá sem flesta. (KFR)
Deildarbikar
Fyrsta umferð í deildarbikar verður leikin á þriðjudag kl 19:00. Það eru 10 lið skráð til leiks, eða sami fjöldi og í fyrra. Dregið var í riðla í kvöld og er brautarskipan í umferðinni hér að neðan.
Meistarkeppni ungmenna
1. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 27. september 2008 kl. 9:00. Nánari upplýsingar um mótaröðina er að finna í auglýsingunni hér að neðan.
Meistaramót KLÍ
KFR-Valkyrjur 636 686 735 2057
KFR-Afturgöngur 670 592 733 1995
ÍR-PLS 804 852 823 2479
ÍR-L 711 695 675 2081
PLS var nokkuð sterkari í viðureigninni Þar munaði mestu um stórleik Steina sem var með 764 seríu. Ég fylgdist ekki mikið með viðureign kvennanna en þar var nokkuð meira jafnvægi þar sem Afturgöngur unnu fyrsta leik en Valkyrjur unnu upp muninn og gott betur í öðrum leik og jafnt var svo í þriðja leik.
RÞ