Reykjavíkurmót einstaklinga

Skráning er hafin í Reykjavíkurmót einstaklinga sem verður leikið núna um helgina 29.-30. nóv.

nánari uppl. hér.

Opna Reykjavíkurmótið í keilu 2008

 

Einstaklingskeppni karla og kvenna.

 

Skráning er hafin í Reykjavíkurmót einstaklinga.  Skráning fer fram hjá Reyni ÍR [email protected] og  hjá Tóta ÍR í síma 8206404 og netfang [email protected].   Keppnin fer fram í Keiluhöllini í Öskjuhlíð.

Skráningu lýkur föstudaginn 28. nóvember, kl. 21:00. 

Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu (karlar og konur) áfram í úrslit.  Úrslitin eru þannig að 1. – 4., 2. – 3. sætið úr forkeppninni leika saman.  Sá/sú sem fyrr vinnur tvo leiki heldur áfram. Sigurvegararnir úr leikjunum leika svo innbyrðis og sá/sú er fyrr vinnur tvo leiki hlýtur Reykjavíkurmeistaratitilinn.  Þeir sem tapa spila innbyrðis um þriðja sætið og sigrar sá/sú er fyrr vinnur tvo leiki.

Forkeppnin er laugardaginn 29. nóvember kl 09:00, 6 leikir og sunnudaginn 30. nóvember kl 09:00 eru 3 leikir í forkeppni og úrslit strax á eftir.

 

Verð er kr. 2500.

 

Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.

Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til breytinga í forkeppninni.

                                                                                    

                                                                                              Reykjavíkurfélögin

 

Félagakeppni

 

2. umferð í Félagakeppni KLÍ fór fram í kvöld, og er staðan þannig:

ÍR                           60 stig

KFR                        44-

ÍA                           37-

KR                          31-

KFK                        8-

 

16 liða Bikardráttur

í kvöld var dregið í 16 liða bikar og verður leikið þriðjudaginn 02.12 og hefjast leikir kl. 19,00.  Liðin sem drógust saman voru:

KFK-Keila og ÍR-L.

 

ÍR-G og KR-A.

 

ÍR-A og KFA-ÍA.

 

KFK-K og KFA-ÍA-B.

 

JP-Kast og KFR-Þröstur.

 

ÍR-PLS og KFR-Lærlingar.

 

ÍR-KLS og ÍA-W.

 

KFK-Keiluvinir og KFR-Stormsveitin.

 

Bikarkeppni

2 leikir í Bikarkeppninni voru leiknir í morgun og fór svo að J P-kast sigraði KFK-A 3-0 og ÍR-A sigraði KR-B einnig 3-0.  Á morgun er Félagakeppni KLÍ og hefst kl. 19,00 en á undan verður dregið í bikarkeppninni 16 liða úrslit, mætið því á morgun og verðið vitni af því á móti hverjum þið lendið og sjáið hörku keppni á milli félaganna.

AMF í Mexico

4. keppnisdagur

Í gær lauk þáttöku Jóns á þessu móti og í heildina stóð hann sig vel.  Í gær lenti jón í ógöngum og átti erfitt uppdráttar, hann spilaði fyrsta leikinn ágætlega en fékk fullt af glennum í öðrum leik og eftir það kastaði ekki nógu vel og því fór sem fór, leikirnir voru þannig: 213-144-229-197-197-187.  Hann endar með 200 í meðaltal eftir 24 leiki og er ég bara sáttur með þá útkomu.  Nú ætlum við að sleikja sólina svolítið og horfa á úrslitin, við komum heim á mánudagsmorgun og kveðjum við þar til við sjáumst næst.

Kveðja frá Mexico

Hörður Ingi og Jón Ingi

 

AMF í Mexico

3. keppnisdagur.

þá er lokið 3 degi og var þetta erfiðara en áður og átti Jón í svolitlu basli og náði engum mjög háum leik, en það er agalegt að vera að kasta vel í mörgum leikjum og fá ekki eins mikið úr boltanum og efni stóð til um, en leikirnir í dag voru þannig: 195-186-213-227-203-178 = 1202 og í heildina er Jón með +41 pinna.  Seinna hollið er að fara að keppa núna og við vitum ekki hvað Jón þarf mikið á morgun til að komast inn en við vonum að það þurfi ekki meira en 1300 á morgun til að komast inn.  Annars er ekkert sem amar að okkur hér í sólinni, við eigum ekki að spila fyrr en kl. 17 á morgun og ætla ég (Hörður) að liggja soldið í sólinni á morgun en Jón fær aðeins að leggjast í smá tíma og síðan að leggja sig (sofa aðeins)og koma vel stemmdur á morgun.  þetta er gott í bili og byðjum kærlega að heilsa öllum

Hörður Ingi og Jón Ingi kveðja frá Mexico