AMF í Mexico

Facebook
Twitter

3. keppnisdagur.

þá er lokið 3 degi og var þetta erfiðara en áður og átti Jón í svolitlu basli og náði engum mjög háum leik, en það er agalegt að vera að kasta vel í mörgum leikjum og fá ekki eins mikið úr boltanum og efni stóð til um, en leikirnir í dag voru þannig: 195-186-213-227-203-178 = 1202 og í heildina er Jón með +41 pinna.  Seinna hollið er að fara að keppa núna og við vitum ekki hvað Jón þarf mikið á morgun til að komast inn en við vonum að það þurfi ekki meira en 1300 á morgun til að komast inn.  Annars er ekkert sem amar að okkur hér í sólinni, við eigum ekki að spila fyrr en kl. 17 á morgun og ætla ég (Hörður) að liggja soldið í sólinni á morgun en Jón fær aðeins að leggjast í smá tíma og síðan að leggja sig (sofa aðeins)og koma vel stemmdur á morgun.  þetta er gott í bili og byðjum kærlega að heilsa öllum

Hörður Ingi og Jón Ingi kveðja frá Mexico

Nýjustu fréttirnar