á Gamlársdag er hið árlega mót KFR, sjá auglýsingu hér
JÓLAKVEÐJA
Stjórn Keilusambands Íslands sendir öllum keilurum og aðstendum þeirra bestu jólakveðjur.
Gleðileg jól
Pepsí Max mót
Það verður Pepsí Max mót á sunnudaginn 28. des, er ekki upplagt að skella sér og hrista af sér allt átið sem er búið að vera. Svo er upplagt að laga spilamennskuna eða bara æfa eftir Jólamótið 26.des og æfa fyrir mótið á gamlársdag. sjá nánar hér
Íslandsmót Para
Íslandsmót para verður 31. janúar – 02. febrúar, nánar í auglýsingu hér
Jólamót KFR
Hið árlega jólamót KFR verður 26.des í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Sjá auglýsingu hér
Landsliðshópar
Sigurður Lárusson Landsliðsþjálfari hefur valið æfingahópa landsliða og er fyrsta æfing 27. des. það sem vitað er í dag er að Björn Birgisson, Jón H Bragason og Freyr Bragason gefa ekki kost á sér í verkefnið.
ÍSLANDSMET
Í gær setti Arnar Davíð Jónsson KFR-Lærlingum 2 glæsileg Íslandsmet í jólamóti ÍR, hann byrjaði á að spila 259 og í næsta leik gaf hann aðeins eftir og spilaði 245 og var þá komið met í tveimur leikjum 504, hann hefur verið eitthvað svektur út í sjálfan sig fyrir að gefa eftir því hann gaf heldur í í þriðja leiknum og spilaði 279 og þá var komið annað met nú í þremur leikjum 783, eins og allir vita er Arnar Davíð aðeins 14 ára og er metið því í 3. flokki unglinga 13-14 ára. Til hamingju með þetta Arnar Davíð, Glæsileg spilamennska. Það þarf kanski ekki að taka það fram að Arnar Davíð sigraði *’flokkinn í jólamótinu.
Jólamót ÍR
Þá er lokið Jólamóti ÍR og var þátttaka frábær, það var fullt í öll 4 skotin og er vonandi áframhald á jafn góðri mætingu í mót í nánustu framtíð.
Lokastaðan er hér
Bikarkeppni liða
Dregið var í 8 liða bikarkeppni liða núna í kvöld og var niðurstaðan eftirfarandi:
hjá konunum var niðurstaðan þessi
KFR-Afturgöngur – KFK-GK.
KFR-Valkyrjur – ÍR-BK
ÍR-TT – KFR-Skutlurnar.
ÍR-KK – KFA-ÍA.
og körlunum þessi
ÍR-L – KFK-Keiluvinir.
KR-A – ÍR-KLS.
ÍR-A – KFR-Þröstur.
KFA-ÍA-B – ÍR-PLS.
Frestaður leikur
Frestaður leikur KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngur sem átti að fara fram í kvöld verður leikinn á fimmtudag kl. 17.00