Pepsí Max mót

Það verður Pepsí Max mót á sunnudaginn 28. des, er ekki upplagt að skella sér og hrista af sér allt átið sem er búið að vera.  Svo er upplagt að laga spilamennskuna eða bara æfa eftir Jólamótið 26.des og æfa fyrir mótið á gamlársdag.  sjá nánar hér

ÍSLANDSMET

Í gær setti Arnar Davíð Jónsson KFR-Lærlingum 2 glæsileg Íslandsmet í jólamóti ÍR, hann byrjaði á að spila 259 og í næsta leik gaf hann aðeins eftir og spilaði 245 og var þá komið met í tveimur leikjum 504, hann hefur verið eitthvað svektur út í sjálfan sig fyrir að gefa eftir því hann gaf heldur í í þriðja leiknum og spilaði 279 og þá var komið annað met nú í þremur leikjum 783, eins og allir vita er Arnar Davíð aðeins 14 ára og er metið því í 3. flokki unglinga 13-14 ára.  Til hamingju með þetta Arnar Davíð, Glæsileg spilamennska.  Það þarf kanski ekki að taka það fram að Arnar Davíð sigraði *’flokkinn í jólamótinu.

Bikarkeppni liða

Dregið var í 8 liða bikarkeppni liða núna í kvöld og var niðurstaðan eftirfarandi:

hjá konunum var niðurstaðan þessi

 

KFR-Afturgöngur – KFK-GK.

 

KFR-Valkyrjur – ÍR-BK

 

ÍR-TT – KFR-Skutlurnar.

 

ÍR-KK – KFA-ÍA.

og körlunum þessi

ÍR-L – KFK-Keiluvinir.

 

KR-A – ÍR-KLS.

 

ÍR-A – KFR-Þröstur.

 

KFA-ÍA-B – ÍR-PLS.