Rig úrslit

Í gær lauk RIG/AMF mótinu og erum við í ÍR afar þakklátir fyrir þátttökuna, mótið fór að mestu vel fram og voru nokkrir hnökrar sem við lærum af.  Þeir erlendu keppendur voru mjög ánægðir með heimsóknina og viðmótið sem þeir fengu.  Til úrslita léku Glenn Morten Pedersen og Magnús Magnússon og fóru leikar þannig að Glenn Morten sigraði 3-2.

Úrslit úr milliriðli

Úrslit úr 10 manna

RIG úrslit úr forkeppni

þá liggja úrslit fyrir úr forkeppninni og í dag spilaði Robert Andersson frá Svíþjóð best.  Hér á síðunni má sjá úrslitin og hverjir komast áfram í 20 manna úrslit sem hefjast á morgun sunnudag kl. 10:00 og 10 manna maður á mann kl. 13:30 og áætlað að úrslitaleikurinn hefjist  kl. 16:30.  Sjónvarpið mætir og tekur úrslitin upp , mætum á staðinn og myndum stemmningu.

úrslitin hér

Olíuburður í Íslandsmóti

Eftir að ákveðið var hvaða olíuburðir yrðu í Íslandsmótunum fór að bera á því að menn hefðu áhyggjur af því að þetta væri full mikið að spila í 6 mismunandi olíuburðum í jan, feb og mars…

 

Eftir að hafa rætt við Mótanefnd þá hefur tækninefnd ákveðið að leggja til að sami olíuburður verði í ísl móti einst. Með og án forgjafar.. Ástæðurnar, fyrir utan þá augljósu að þetta fækkar olíuburðum á tímabilinu, eru þær að ísl mót m/fgj gæti verið notað sem einskonar æfingamót fyrir án/fgj mótið.

Olíugraf