Evrópukeppni landsmeistara 2025 er lokið

Evrópukeppni landsmeistara lauk í dag. Olivia Lindén og Mikael Aron Vilhelmsson voru fulltrúar Íslands þar sem þau urðu Íslandsmeistarar einstaklinga í ár. Olivia Lindén varð í 32. sæti með 179 í meðaltal og Mikael Aron varð í 19. sæti með 215 í meðaltal. Flottur árangur hjá þeim báðum en þess má geta að þau er eingöngu 19 og 18 ára og framtíðin því svo sannarlega björt. 

 

Brons á Heimsmeistaramóti öldunga

Heimsmeistaramóti öldunga í Reno Nevada lauk í gær. Þar náðist sá sögulegi árangur að íslenska kvennalandsliðið vann til bronsverðlauna í flokki 65 ára og eldri. Voru það þær Bára Ágústsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Jóna Gunnarsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir sem skipuðu landslið Íslands í þessum flokki. Keilusamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

Í einstaklingskeppni varð Linda Hrönn í 7. sæti og Bára í því 13. og spiluðu þær því báðar í Masters keppni mótsins en 24 efstu keppendur taka þátt í þeirri keppni. 

Alls sendi KLÍ 16 keppendur til leiks á mótinu og yfirlit yfir árangur þeirra í öllum flokkum mótsins má finna á heimasíðu mótsins

Enn og aftur sannar keilan það að hún er svo sannarlega íþrótt fyrir allan aldur og er Keilusambandið stolt af því að eiga svo öfluga fulltrúa í öldungaflokki. 

Evrópukeppni landsmeistara 2025

Á morgun mánudaginn 20. október hefst Evrópukeppni landsmeistara 2025 en að þessu sinni verður keppt í Vín, Austurríki. Það verða þau Olivia Lindén og Mikael Aron Vilhelmsson sem keppa þar fyrir Íslands hönd en þau urðu Íslandsmeistarar einstaklinga í ár. Alls keppa 38 karla og jafn margar konur á mótinu í ár.

Formlegar æfingar hefjast á þriðjudags morgun og keppnin fer svo á fullt strax á miðvikudaginn. Verður keppt alla fram á laugardag þegar úrslit mótsins fara fram.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Þjálfari í ferðinni er Skúli Freyr Sigurðsson

Íslandsmót í tvímenning 2025

Merki Keilusambands Íslands

Íslandsmót í tvímenning fer fram í Egilshöll helgina 8. og 9. nóvember 2025.
Keppnin hefst laugardaginn 8. nóv. kl. 8:00 með 8 leikjum. Eftir forkeppni fara efstu 6 áfram í Round Robin undanúslit sem verða spiluð sunnudaginn 9. nóv. kl. 9:00.
Efstu 2 eftir Round Robin fara svo í úrslit að loknum undanúrslitum.

Skráning fer fram á hér – Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna.
Annar aðili er sá sem að skráir sig og er hinn settur inn í sem athugasemd.

Lokað er fyrir skráningu 7. nóvember kl. 12:00

Laugardagur 8. nóvember kl. 8:00

Forkeppni 23.000.- pr. tvímenning

8 leikir – Efstu 6 fara áfram.

Sunnudagur 9. nóvember kl. 8:00 (ath tímasetninguna)

Undanúrslit 15.000.- pr. tvímenning

Einföld umferð allir við alla.

Úrslit – 9.000,- pr. tvímenning

Efstu 2 leika til úrslita.

Dual – 2 burðir

Reglugerð

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst eða að færa það til kl. 8:00 ef að það verða það margir

Heimsmeistaramót öldunga í Reno Nevada

Í komandi viku eða dagana 13. til 23. október fer fram Heimsmeistaramót IBF í öldungaflokki og fer mótið fram í hinum margfræga keilusal National Bowling Stadium í Reno Nevada sem er einn af stærri keilusölum þar ytri með 78 brautum.

Sem fyrr er HM mót öldunga skipt upp í tvo keppnisflokka, 50 ára plús og 65 ára plús. Keppt er bæði í karla og kvennaflokkum í hvorum aldurflokki og sendir Ísland fullt lið í alla flokka eða alls 16 keppendur.

Keppt verður að venju í einstakling-, tvímennings- og liðakeppni en að þeim lokum fer fram Masters keppni meðaltalshæstu einstaklinganna. Upplýsingasíða mótsins er hér.

Þátttakendur í mótinu verða eftirfarandi:

Konur 50+

  • Halldóra Íris Ingvarsdóttir
  • Helga Sigurðardóttir
  • Laufey Sigurðardóttir
  • Sigríður Klemensdóttir

Karlar 50+

  • Bjarki Sigurðsson
  • Freyr Bragason
  • Guðmundur Sigurðsson
  • Matthías Helgi Júlíusson

Konur 65+

  • Bára Ágústsdóttir
  • Guðný Gunnarsdóttir
  • Jóna Gunnarsdóttir
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir

Karlar 65+

  • Birgir Guðlaugsson
  • Guðmundur Konráðsson
  • Sveinn Þrastarson
  • Þórarinn Már Þorbjörnsson

Þjálfari liðanna

  • Adam Pawel Blaszczak

Breytingar í dagskrá, mars 2026

KLÍ vill vekja athygli á að dagskrá hefur verið breytt í mars 2026 og er breytingin gerð að ósk RÚV svo við getum haft beina útsendingu frá úrslitum Íslandsmóts einstaklinga 2026.

Helstu breytingar:

 

Bikarkeppni liða 4 liða verður 08.03.2026

Íslandsmót unglinga verður 14. og 15. mars 2026

Íslandsmót einstaklinga verður dagana 21., 22. og 23. mars 2026

Katrín Fjóla Bragadóttir og Ásgeir Karl Gústafsson eru Íslandsmeistarar para 2025

Íslandsmót para 2025 Sigurvegarar Ásgeir Karl Gústafsson og Katrín Fjóla Bragadóttir KFR

Nú í dag lauk keppni á Íslandsmóti para. Það voru þau Katrín Fjóla og Ásgeir Karl, bæði úr KFR, sem urðu Íslandsmeistarar eftir að hafa lagt þau Lindu Hrönn Magnúsdóttur og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR 3-1 í úrslitakeppninni.

Morguninn hófst á milliriðlinum þar sem efstu 8 pörin kepptu eftir forkeppnina sem fram fór í gær. Leiknir voru 6 leikir í morgun rétt eins og í forkeppninni.

Alls tóku 22 pör þátt í mótinu í ár það er það var fullt hús og komust færri að en vildu. Ljóst er að aðstöðuleysið háir okkur í Íslandsmótum og er óhæft að þurfa því miður að takmarka þátttöku keppenda vegna þess.

Að lokinni forkeppninni voru þau Ásgeir Karl og Katrín Fjóla efst með 2.343 pinna eða 195 í meðaltal. Í öðru sæti en jöfn að pinnum urðu þau Halldóra Íris Ingvarsdóttir ÍR og Matthías Leó Sigurðsson ÍA. Ásgeir og Katrín voru með hærri leik í síðasta leik og vermdu því topp sætið. Linda og Gunnar urðu í þriðja sætinu eftir forkeppnina, sjá stöður hér fyrir neðan.

Í milliriðlinum í dag varð lokastaðan sú að Linda og Gunnar voru í efsta sætinu með 4.718 pinna eða 199 í meðaltal og þau Katrín og Ásgeir voru í öðru sæti með 4.650 pinna eða 192 í meðaltal. Linda og Gunnar þurftu því tvo sigra í úrslitakeppninni samkvæmt mótsreglum en þau Katrín og Ásgeir þurftu þrjá sigra sem og þau gerðu.

Streymt var frá mótinu á Fésbókarsíðu KLÍ en því miður varð bilun í annarri myndavélinni í 1. leik úrslitanna en sjá má streymið á síðunni.

Íslandsmót para 2025 Sigurvegarar Ásgeir Karl Gústafsson og Katrín Fjóla Bragadóttir KFR

Úrslit mótsins urðu annars þessi:

Úrslitakeppnin

Nafn Félag Mtl. 1 2 3 4 Stig
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 196 242 189 157   1
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 173 178 161 179  
  Samtals: 420 350 336    
Ásgeir Karl Gústafsson KFR 229 225 257 205   3
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 200 228 181 190  
  Samtals: 453 438 395    

Milliriðill

Sæti Samtals Mtl Nafn Félag Flutt Skor Mtl. 1 2 3 4 5 6 Top8
1 4.718 199 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.341 1.313 219 235 224 244 195 191 224 68
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 991 1.073 179 166 159 142 187 205 214
2 4.650 192 Ásgeir Karl Gústafsson KFR 1.302 1.210 202 236 189 186 172 226 201 0
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 1.041 1.097 183 202 182 162 209 169 173
3 4.486 188 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 1.020 1.037 173 169 169 148 182 201 168 -164
Tristan Máni Nínuson ÍR 1.213 1.216 203 205 153 236 247 210 165
4 4.457 184 Mikael Aron Vilhelmsson ÍR 1.226 1.245 208 188 203 203 204 202 245 -193
Viktoría Hrund Klörudóttir ÍR 1.025 961 160 146 133 179 189 174 140
5 4.435 174 Halldóra Í. Ingvarsdóttir ÍR 1.049 967 161 163 134 159 167 179 165 -215
Matthías Leó Sigurðsson KFA 1.294 1.125 188 137 204 212 203 204 165
6 4.383 183 Freyr Bragason KFR 1.156 1.140 190 194 150 193 208 193 202 -267
Guðný Gunnarsdóttir ÍR 1.037 1.050 175 165 155 176 180 157 217
7 4.349 178 Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 991 1.004 167 150 178 181 166 143 186 -301
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 1.217 1.137 190 177 142 205 194 198 221
8 4.347 172 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 1.012 875 146 126 141 163 147 153 145 -303
Hafþór Harðarson ÍR 1.272 1.188 198 192 170 181 191 197 257

Forkeppnin

Sæti Samtals Mtl Nafn Félag Skor Mtl. 1 2 3 4 5 6 Top8
1 2.343 195 Ásgeir Karl Gústafsson KFR 1.302 217 228 255 152 268 162 237 150
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 1.041 174 168 222 138 144 158 211
2 2.343 195 Halldóra Í. Ingvarsdóttir ÍR 1.049 175 160 169 185 203 145 187 150
Matthías Leó Sigurðsson KFA 1.294 216 200 234 183 277 223 177
3 2.332 194 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.341 224 233 179 266 232 236 195 139
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 991 165 190 142 193 162 144 160
4 2.284 190 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 1.012 169 188 149 220 157 131 167 91
Hafþór Harðarson ÍR 1.272 212 227 175 225 207 203 235
5 2.251 188 Mikael Aron Vilhelmsson ÍR 1.226 204 174 202 214 238 226 172 58
Viktoría Hrund Klörudóttir ÍR 1.025 171 200 151 176 173 166 159
6 2.233 186 Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 1.020 170 159 138 167 212 186 158 40
Tristan Máni Nínuson ÍR 1.213 202 176 227 214 164 232 200
7 2.208 184 Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 991 165 164 155 153 152 197 170 15
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 1.217 203 185 173 202 183 237 237
8 2.193 183 Freyr Bragason KFR 1.156 193 157 193 188 267 199 152 0
Guðný Gunnarsdóttir ÍR 1.037 173 158 186 166 184 162 181
9 2.190 183 Guðmundur Sigurðsson KFA 1.010 168 193 143 176 158 159 181 -3
Sigríður Klemensdóttir ÍR 1.180 197 202 234 183 161 177 223
10 2.162 180 Magnús Sigurjón Guðmundsson KFA 1.141 190 185 190 167 247 152 200 -31
Steinunn Inga Guðmundsdóttir KFA 1.021 170 158 189 158 203 151 162
11 2.133 178 Bára Ágústsdóttir ÍR 1.013 169 155 187 173 137 193 168 -60
Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 1.120 187 178 189 191 185 208 169
12 2.116 176 Nína Rut Magnúsdóttir KFA 958 160 184 169 145 180 149 131 -77
Sigurður Þorsteinn Guðmundsson KFA 1.158 193 209 206 192 201 173 177
13 2.093 174 Hannes Jón Hannesson ÍR 1.001 167 162 192 108 178 172 189 -100
Marika Katarina E. Lönnroth KFR 1.092 182 182 178 190 178 173 191
14 2.074 173 Jóna Gunnarsdóttir KFR 947 158 145 155 207 147 151 142 -119
Sveinn Þrastarson ÍR 1.127 188 204 180 201 212 155 175
15 2.035 170 Bjarki Sigurðsson ÍR 1.133 189 179 213 181 192 144 224 -158
Laufey Sigurðardóttir ÍR 902 150 150 146 165 169 147 125
16 2.000 167 Helga Sigurðardóttir KFR 949 158 157 153 179 156 174 130 -193
Matthías Helgi Júlíusson ÍR 1.051 175 158 172 167 210 190 154
17 1.971 164 Adam Pawel Blaszczak ÍR 1.123 187 184 199 186 199 160 195 -222
Særós Erla Jóhönnudóttir ÍR 848 141 127 135 140 156 138 152
18 1.948 162 Unnar Óli Þórsson ÍR 1.045 174 199 190 127 176 171 182 -245
Valgerður Rún Benediktsdóttir ÍR 903 151 134 145 116 187 163 158
19 1.931 161 Einar Jóel Ingólfsson KFA 1.046 174 201 177 134 133 193 208 -262
Vilborg Lúðvíksdóttir KFA 885 148 119 122 163 111 200 170
20 1.904 159 Jóhanna Nína Karlsdóttir KFA 859 143 170 145 145 107 138 154 -289
Tómas Freyr Garðarsson KFA 1.045 174 190 171 169 180 205 130
21 1.733 144 Snæfríður Telma Jónsson ÍR 895 149 172 136 134 164 134 155 -460
Valdimar Guðmundsson ÍR 838 140 155 151 119 133 144 136
22 1.704 142 Halldór Guðmundsson ÍR 843 141 159 98 168 149 134 135 -489
Karitas Róbertsdóttir ÍR 861 144 139 156 152 118 139 157

Efstu þrjú pörin

Íslandsmót para 2025
Efstu þrjú pörin. Frá vinstri: Gunnar Þór Ásgeirsson og Linda Hrönn Magnúsdóttir. Ásgeir Karl Gústafsson og Katrín Fjóla Bragadóttir, Nanna Hólm Davíðsdóttir og Tristan Máni Nínuson

Íslandsmót para – forkeppni lokið

Forkeppni í Íslandsmóti para fór fram í morgun. Fullt var í mótið að þessu sinni og tóku 22 pör þátt. 

Átta efstu pörin úr forkeppninni hefja leik í milliriðli klukkan 9 í fyrramálið og spila þá sex leiki.

Staðan er jöfn og spennandi á toppnum og búist er við hörku keppni á morgun!

Efstu átta pörin eftir forkeppni:

Ásgeir Karl / Katrín Fjóla 2343
Halldóra Íris / Matthías Leó 2343
Gunnar Þór / Linda Hrönn 2332
Dagný Edda / Hafþór 2284
Mikael Aron / Viktoría Hrund 2251
Nanna Hólm / Tristan Máni 2233
Bára Líf / Hinrik Óli 2208
Freyr / Guðný 2193

 

Strax að loknum milliriðli spila tvö efstu pörin til úrslita og verður KLÍ með streymi frá úrslitunum. 

Takk þjálfarar – alþjóðlegur dagur þjálfara

Í dag, 25. september, er alþjóðlegur dagur þjálfara haldinn hátíðlegur. Af því tilefni vill Keilusamband Íslands færa öllum þjálfurum landsins innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag sitt til samfélagsins.

Þjálfarar eru lykilaðilar í þróun og uppbyggingu keiluíþróttarinnar líkt og annarra íþrótta og er keilusamfélagið svo lánsamt að búa yfir frábærum þjálfurum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu íþróttarinnar. Þeir miðla þekkingu, hvetja iðkendur af öllum getustigum áfram og skapa jákvætt og uppbyggilegt umhverfi þar sem allir geta vaxið og dafnað. Með eljusemi, þolinmæði og fagmennsku leggja þeir grunn að því að keilarar á Íslandi geti náð frábærum árangri á sínum forsendum.

Keilusamband Íslands hvetur einnig keilufélögin, foreldra og iðkendur til að nýta tækifærið og þakka þjálfurum sínum fyrir þeirra ómetanlega framlag til íþróttarinnar. 

#takkþjálfari #THANKSCOACH

Utandeildin í Keilu að fara af stað

Utandeildin í Keilu fer af stað í október.  Riðill 1 hefur leik þann 1. okt. og svo leikur riðill 2 þann 8. okt., riðill 3 þann 15 okt. og riðill 4 þann 21. okt.  Búið er að raða í tvo fyrstu riðlana en ennþá er laust pláss í riðil 3 og 4.

Riðill 1 hefur leik 01.10.2025 kl. 19:00

10 í Hættu
Fjórir fræknir
Diddoddar
Multivac ehf.
Geirfuglar
Jakosport
Beint á ská
Gee Bees

 

Riðill 2 hefur leik 08.10.2025 kl. 19:00

Bowling Stones
Snakes on a lane
Sérmerkt
ToppVeitingar
Orkuboltarnir
P-Cocks
Glennuklúbburinn
Fellubræður