Staðan í 1. deild karla

Að loknum 3. umferðum í 1. deild karla á Íslandsmóti liða er ÍR-PLS í efsta sæti með 41 stig, Meistararnir úr ÍA-W eru í 2. sæti hálfu stigi á eftir með 40,5 stig og Íslands- og Bikarmeistararnir ÍR-KLS eru í 3. sæti með 34 stig. KR-B kemur síðan í 4. sæti með 29 stig og einn leik til góða, en félagar þeirra í KR-C eru í 5. sæti með 28 stig. Leik KR-B og Þórs var frestað til laugardagsins 2. nóvember. Sjá nánar stöðuna í deildinni

ECC 2013 – Forkeppni 8 leikir

small_bowling_ECC-2013.pngNú er lokið fyrsta keppnisdegi hjá þeim Dagnýju Eddu Þórisdóttur KFR og Hafþóri Harðarsyni ÍR á Evrópubikarmóti einstaklinga í keilu sem fer nú fram í Bratislava í Slóvakíu. Allir keppendur í kvennaflokki hafa nú leikið í stuttri olíu og er Dagný í 24 sæti með 1.435 eftir 8 leiki.  Hafþór keppti nú í kvöld í stuttri olíu og er hann eins og er í 3. sæti með 1.719 í 8 leikjum. 

Dagný keppir svo aftur á langri olíu á morgun kl. 16 að íslenskum tíma.

Einungis helmingur keppenda í karlaflokki er búinn að leika í stuttu olíunni, en seinna hollið er spilað í fyrramálið. Sjá heimasíðu mótsins

 

Meistarakeppni ungmenna 2. umferð

2. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram laugardaginn 26. október og spila keppendur í 1., 2., 3. og 5. flokki í Keiluhöllinni í Egilshöll, en keppendur í 4. flokki spila í Keilusalnum á Akranesi og hefst keppni kl. 9:00.

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára
Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna

Íslandsmót Para 2013

Íslandsmót para 2013 verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 2. og 3. nóvember n.k. Skráning er á netinu og lýkur fimmtudaginn 31. október kl. 22:00.

Byrjað er á að spila 6 leiki í forkeppni sem hefst kl. 9:00 laugardaginn 2. nóvember. Verð í forkeppnina er 9.500 kr. fyrir parið.  Að því loknu komast 8 efstu pörin áfram í milliriðil og hefst keppni í milliriðli kl. 8:00 sunnudaginn 3. nóvember. Verð í milliriðil er kr. 9.000 fyrir parið. Í milliriðlinum verða spilaðir 6 leikir og keppa tvö efstu pörin að því loknu til úrslita.

Olíuburður í mótinu verður WTBA Athens (40′)_12

Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót para.

Íslandsmeistarar para 2012 voru Ástrós Pétursdóttir og Stefán Claessen bæði úr ÍR. Sjá fyrri meistara

AMF World Cup – Úrslit 1. umferðar

Magnús Magnússon ÍR bar sigur úr býtum í úrslitum 1. umferðar AMF mótaraðarinnar sem fór fram í Egilshöllinni sunnudaginn 20. október. Magnús sem var síðastur inn í úrslitin spilaði 2.008 í 9 leikjum eða 223,11 að meðaltali, vann 7 leiki og fékk 140 bónusstig og endaði því með samtals 2.148. Hafþór Harðarson ÍR varð í 2. sæti 15 pinnum á eftir Magnúsi með 2.133 pinna og 120 bónusstig eða samtals 2.133. Guðný Gunnarsdóttir ÍR spilaði 1.786 í úrslitunum og bætti eigið Íslandsmet  í 9 leikjum kvenna frá því í vor. Skor hennar með forgjöf var 1.858 og hún vann 7 leiki af 9 og fékk því 140 bónusstig og endaði í 3. sæti með samtals 1.998. Staðan eftir úrslitin

Staðan eftir forkeppnina

Mótið var hið fyrsta í AMF mótaröðinni þar sem þátttakendur geta tryggt sér rétt til keppni um sæti  Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2014. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá stöðuna eftir 1. umferð. Næsta umferð verður RIG mótið og 2. umferð AMF mótaraðarinnar sem fer fram dagana 18. – 26. janúar 2014.

Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR tryggðu sér sigurinn á AMF mótaröðinni á síðasta keppnistímabili og munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2013 sem fram fer í borginni Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi í 15. – 24. nóvember n.k.

Íslandsmót unglingaliða – Staðan eftir 1. umferð

Keppni í 1. umferð á Íslandsmóti unglingaliða fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 12. október s.l. Staðan er nú þannig að lið ÍR 1, ÍA 1 og KFR 1 unnu öll þrjá leiki og töpuðu einum og eru því með 6 stig. Lið ÍR 2 vann einn leik og er með 2 stig, en lið ÍA 2 er stigalaust. Sjá stöðuna og skorið í mótinu

Á Íslandsmóti unglingaliða eru spilaðar 5. umferðir á keppnistímabilinu og síðan keppa fjögur efstu liðin til úrslita. Keppt er í þriggja manna liðum og þátttökurétt hafa unglingar sem eru félagar í keilufélagi og eru í 5. – 10. bekk grunnskóla. Að þessu sinni eru fimm lið skráð til leiks, tvö lið frá ÍA, tvö lið frá ÍR og eitt lið frá KFR. Í hverri umferð er spiluð einföld umferð allir við alla, eða 4 leikir. Sjá nánar um Íslandsmót unglingaliða og dagskrá unglingamóta í vetur.

Staðan í 1. deild kvenna

Að loknum 4. umferðum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða eru Íslandsmeistararnir í ÍR-TT í efsta sæti með 68 stig, ÍR-BK er í 2. sæti með 54 stig, Bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur eru í 3. sæti með 49,5 stig og eiga einn leik til góða. KFR-Afturgöngurnar koma í 4. sæti með 47,5 stig og ÍR-Buff er í 5. sæti með 44. stig. Sjá stöðuna eftir 4. umferð

Í 4. umferð tók ÍR-KK á móti ÍA í Öskjuhlíðinni og unnu 11 – 9 og KFR-Skutlurnar tóku á móti ÍR-TT, en máttu sætta sig við tap 1 – 19. Þar áttust einnig við ÍFH-Elding og nýliðarnir ÍR-SK og fór leikur þeirra 13, 5 – 6,5. Í Egilshöllinni tóku KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngunum og unnu 13 – 7 og ÍR-Buff tók á móti ÍR-BK og unnu 12 – 8. ÍR-N sat hjá í 4. umferðinni.

Úrslit leikja í 4. umferð sem fór fram þriðjudaginn 15. október voru eftirfarandi:
ÍR-KK – ÍA 11 – 9
ÍFH-Elding – ÍR-SK 13,5 – 6,5
KFR-Skutlurnar – ÍR-TT 1 – 19
ÍR-Buff – ÍR-BK 12 – 8
KFR-Valkyrjur – KFR-Afturgöngurnar 13 – 7

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 4. umferð:
1. ÍR-TT 68 (4)
2. ÍR-BK 54 (4)
3. KFR-Valkyrjur 49 (3)
4. KFR-Afturgöngurnar 47,5 (4)
5. ÍR-Buff 44 (4)
6. ÍR-N 38 (3)
7. ÍR-KK 34 (4)
8. ÍFH-Elding 28,5 (4)
9. ÍA 20 (3)
10. ÍR-SK 10,5 (4)
11. KFR-Skutlurnar 6 (3)
(fjöldi leikja í sviga)

Sjá nánar stöðuna eftir 4. umferð

Í 5. umferð tekur ÍA á móti ÍR-Buff í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 20. október kl. 13:00, ÍR-TT og KFR-Valkyrjur mætast í Egilshöll sunnudaginn 20. október kl. 19:00, en aðrir leikir umferðarinnar fara fram í Öskjuhlíðinni þriðjudaginn 22. október kl. 19:00. Þá mætast ÍR-SK og KFR-Skutlurnar, ÍR-BK og ÍFH-Elding og ÍR-N og ÍR-KK. KFR-Afturgöngurnar sitja hjá í 5. umferð.

Færslur leikja á Íslandsmóti liða

Mótanefnd hefur samþykkt færslur á nokkrum leikjum á Íslandsmóti liða nú í upphafi tímabilsins í öllum deildum nema 2. deild karla, enda engin beiðni þar um borist.

1. deild kvenna

ÍR-TT – KFR-Valkyrjur í 5. umf. fer fram 20/10 í stað 22/10
ÍA – KFR-Afturgöngur í 9. umf. fer fram 2/12 í stað 1/12


1. deild karla

ÍR-PLS – ÍA-W í 3. umf. fer fram 16/10 í stað 22/10
KFR-Lærlingar – Þór í 4. umf. fer fram 23/11 í stað 13/10
KR-C – Þór í 6. umf. fer fram 13/10 í stað 23/11


3. deild karla

Þór Plús – ÍR-S fór fram 5/10 í stað 22/9