Theódóra Ólafsdóttir lýkur 3. stigi þjálfara ETBF

Theódóra Ólafsdóttir lauk í október s.l. 3. stigs námskeiði fyrir keiluþjálfara á vegum Evrópska keilusambandsins, ETBF Level III Coaching Clinic, sem er jafnframt æðsta stig keiluþjálfara innan ETBF. Námskeiðið var haldið í þjálfunarbúðum ETBF (ETBF Official Training and Development Center) í Kuortane í Finnlandi dagana 30. september – 5. október s.l. Meðal leiðbeinenda á námskeiðinu voru Piritta Maja (áður Kantola) og Juha Maja.
 

Að sögn Theódóru var þjálfaranámið í alla staði mjög gott, en erfitt, langir dagar og mikið efni sem farið var yfir.  Þetta stig nýtist best þeim þjálfurum best sem eru búnir að vera að þjálfa lengi og hafa mikla þekkingu á íþróttinni. Farið er mjög ítarlega í allt sem við kemur þjálfun á afreksfólki. Mikið var farið í „advanced bowling technique“, brautir, kúlumál, líkmsþjálfun, æfingar, matarræði, íþróttasálfræði og allt sem viðkemur keilukennslu. Bara svo eitthvað sé nefnt.
 
Theódóra telur að sá þjálfari sem er búinn með stig I og II frá ETBF eða sambærilegt (samþykkt), eða sá sem ætlar að gera þetta að atvinnu verði að taka þetta stig til að fá heildarmyndina og hún mælir hiklaust með þessu. Kostnaður við námskeiðið er mikill og Theódóra tók fram að hún stæði í mikill þakkarskuld við alla þá aðila sem styrktu hana sem voru ÍSÍ, ÍBR, KLÍ og KFR. Var Theódóra enn af 60 þjálfurum sem sóttu um þjálfarastyrk hjá ÍSÍ, en aðeins 11 fengu úthlutun að þessu sinni og er það mikil viðurkenning fyrir keiluna.

Theódóra sótti einnig þjálfararáðstefnu ETBF sem haldin var í Kuortane 27. – 29. september og sagði að ráðstefnan hefði verið mjög málefnaleg og margir sem komu þar fram bæði frá Evrópu og frá USA. Taldi hún þetta vera flottan vettvang til að heyra frá öllum hinum hvað sé um að vera í heiminum varðandi keiluþjálfun. 

Sjá nánar í frétt á heimasíðu ETBF og fylgist með á Facebook síðu sambandsins

Meistarakeppni ungmenna – Úrslit 3. umferð

3. umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram  í Keiluhöllinni Öskjuhlíð í morgun, laugardaginn 23. nóvember. Að þessu sinni tóku þátt 40 keppendur, 30 piltar og 10 stúlkur sem kepptu í 5 aldursflokkum. Bestu spilamennskuna í dag átti Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR sem spilaði 1.188 eða 198,0 að meðaltali í 6 leikjum, Hlynur Örn Ómarsson ÍR sem spilaði 1.166 eða 194,33 að meðaltali og Andri Freyr Jónsson KFR  sem spilaði 1.133 188,83 að meðaltali, en þau keppa öll í 2. flokki. Sjá Úrslit 3. umferðar og stöðuna í mótinu.

4. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 1. febrúar 2014.

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

QubicaAMF mótið – 8 manna úrslit

Keppni í 8 manna úrslitum á QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í hófst í morgun kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 1:00 að íslenskum tíma. Caroline Lagrange hélt forystunni í kvennaflokki frá upphafi til enda, vann 7 leiki af 8 og endaði í 1. sæti með 9.884 pinna með bónus. Í 2. sæti var Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 9.643 pinna og vann helming leikjanna eins og Cherie Tan frá Singapore sem endaði í 3. sæti með 9.371 pinna.

QubicaAMF mótið – 24 manna úrslit

Keppni í 24 manna úrslitum á QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í keilu fóru fram í dag. Að loknum þessum 8 leikjum er Caroline Lagrange frá Kanada enn efst í kvennaflokki með samtals 7.809 pinna eða 244,03 að meðaltali í 32 leikjum. Í 2. sæti er Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 7.689 pinna og 240,28 að meðaltali. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum er í 3. sæti með 7.571 og 236,59 og Maria Lourdes Arles Filippseyjum er komin í 4. sæti með samtals 7.392 pinna eða 231,0 að meðaltali. Eins og er þarf 236,59 að meðaltali til að komast áfram í 3 manna úrslit kvenna. Sjá stöðuna í kvennaflokki

 

Staðan í 2. deild karla

Keppnin er jöfn og spennandi í 2. deild karla á Íslandsmóti liða og aðeins munar 28 stigum á liðinu í 1. og 8. sæti deildarinnar. Að loknum 5. umferðum eru ÍR-Broskarlar búnir að ná efsta sæti deildarinnar á nýjan leik og eru komnir með 68 stig eins og ÍR-L sem er í 2. sæti. ÍR-A eru 2,5 stigum á eftir með 65,5 stig og aðeins munar 0.5 stigum á þeim og KFR-JP-kast sem eru í 4. sæti með 65 stig. Sjá nánar stöðuna í deildinni

Staðan í 1. deild kvenna

Að loknum 7. umferðum í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða er ÍR-Buff komið í efsta sæti deildarinnar með 93 stig, KFR-Valkyrjur eru komnar í 2. sæti með 91,5 stig og eiga einn leik til góða, ÍR-TT er í 3. sæti með 88,5 stig og einn leik til góða og ÍR-BK er í 4. sæti með 80,5 stig. Sjá stöðuna eftir 7. umferð

Í 7. umferð tók ÍA á móti KFR-Skutlunum á Akranesi, en mátti sætta sig við 3 stig á móti 17 hjá gestunum. ÍR-SK tapaði 0 – 20 á móti KFR-Afturgöngunum, ÍR-N tók 5 stig á móti ÍFH-Eldingu, ÍR-KK tók 0,5 stig á móti 19,5 hjá ÍR-Buff og ÍR-BK vann 3.5 stig af KFR-Valkyrjum. ÍR-TT sat hjá í 7. umferð.

Úrslit leikja í 7. umferð voru eftirfarandi:
ÍA – KFR-Skutlurnar 3 – 17
ÍR-SK – KFR-Afturgöngurnar 0 – 20
ÍR-N – ÍFH-Elding 5 – 15
ÍR-KK – ÍR-Buff 0,5 – 19,5
ÍR- BK – KFR-Valkyrjur 3,5 – 16,5

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 7. umferð:
1. ÍR-Buff 93,0 (7)
2. KFR-Valkyrjur 91,5 (6)
3. ÍR-TT 88,5 (6)
4. ÍR-BK 80,5 (7)
5. KFR-Afturgöngurnar 80,5 (6)
6. ÍFH-Elding 66 (7)
7. ÍR-N 62,5 (6)
8. KFR-Skutlurnar 45 (6)
9. ÍR-KK 41,5 (6)
10. ÍA 36,5 (6)
11. ÍR-SK 14,5 (7)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 169,03, ÍR-TT er með 167,0 og KFR-Afturgöngurnar eru með 164,5. ÍR-TT á hæsta leik liðs 770, en KFR-Afturgöngurnar eiga hæstu seríu liðs 2.125.

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 187,3 að meðaltali í leik í 15 leikjum. Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með 179,8 að meðaltali í 16 leikjum og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT er með 178,7 í 18 leikjum. Keppni um stigameistararann er rétt að byrja. Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 0,806 í 18 leikjum og Ásdís Ósk Smáradóttir ÍR-Buff er með 0,800 að meðaltali í 5 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,31 að meðaltali í leik, Elín er með 4,27 og Guðný er með 4,22. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á hæsta leik deildarinnar 245, Guðný á 234 og Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum hefur spilað 225. Elín á hæstu seríuna 620, Helga kemur næst með 604 seríu og þriðja er Guðný með 593 seríu.

Sjá nánar stöðuna eftir 7. umferð

Í 8. umferð sem fer fram þriðjudaginn 26. nóvember mætast í Öskjuhlíð ÍFH-Elding og ÍR-KK, KFR-Skutlurnar og ÍR-N og KFR-Afturgöngurnar og ÍR-BK. Í Egilshöllinni taka KFR-Valkyrjur á móti ÍA og ÍR-TT tekur á móti ÍR-SK. ÍR-Buff situr hjá í 8. umferð og missir því að öllum líkindum efsta sætið strax aftur.

QubicaAMF mótið – Fjórði keppnisdagur

Þá er forkeppninni lokið á QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem nú fer fram í Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi.

Guðný Gunnarsdóttir hóf keppni kl. 12:00 að staðartíma eða kl. 4:00 í nótt að íslenskum tíma. Eftir frekar erfiða byrjun náði hún sér á strik og endaði með samtals 1.159 pinna. Leikir hennar í dag voru 170, 168, 222, 171, 200 og 228. Guðný endaði í 34. sæti með samtals 4.705 pinna 196,04 að meðaltali í 24 leikjum sem er hennar besti árangur á þessu móti. Sjá leiki Guðnýjar og stöðuna í kvennaflokki

Arnar Sæbergsson spilaði síðustu leikina í forkeppninni kl. 16:00 að staðartíma, eða kl. 8:00 að íslenskum tíma. Hann átti góðan dag og spilaði samtals 1.363 pinna og var kominn í 29. sæti áður en seinni hollið byrjaði að spila. Leikir Arnars í dag voru 243, 268, 202, 225, 237 og 188. Arnar endaði síðan í 28. sæti með samtals 5.373 pinna og 223,88 að meðaltali í 24 leikjum. Sjá leiki Arnars og stöðuna í karlaflokki

Þegar forkeppninni er lokið í kvennaflokki röð efstu keppenda óbreytt. Caroline Lagrange frá Kanada er efst í kvennaflokki með samtals 5.956 pinna eða 248,17 að meðaltali í 24 leikjum. Í 2. sæti er Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 5.751 pinna og 239,63 að meðaltali. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum er í 3. sæti með 5.649 og 235,38 og Cheri Tan frá Singapore er í 4. sæti með samtals 5.605 pinna og 231,79 að meðaltali. Maria Lourdes Arles Filippseyjum spilaði annan 300 leikinn í kvennaflokki í morgun og er komin upp í 5. sætið. Meðaltalið í forkeppninni í kvennaflokki var 196,96 eða 6 pinnum hærra en á síðasta ári og það þurfti 208,42 að meðaltali í leik til að komast áfram í 24 manna úrslitin, en á síðasta ári þurfti 195,7 að meðaltali. Eins og er þarf 224,33 að meðaltali til að komast áfram í 8 manna úrslit kvenna. Sjá stöðuna í kvennaflokki

Svíanum Peter Hellström tókst að halda forystunni í karlaflokki í dag þrátt fyrir harða atlögu Belgans Mats Maggi sem spilaði 1.502 í 6 leikjum. Nú þegar forkeppninni er lokið er Peter Hellström efstur í karlaflokki með samtals 5.892 pinna eða 245,5 pinna að meðaltali í 24 leikjum. Mats Maggi Belgíu komst í 2. sætið með 5.861 pinna og 244,21 að meðaltali. Heimamaðurinn Alexei Parshukov er í 3. sæti með 5.836 pinna og 243,17 að meðaltali og Ísraelinn Or Aviram er kominn í 4. sæti með 5.778 pinna og 240,75 að meðtaltali. Þrír karlar spiluðu 300 leiki í dag, Or Aviram spilaði sinn annan 300 leik í mótinu, næstur var Mykhaylo Kalinka Úkraínu og loks spilaði Chis Sloan Írlandi sinn annan 300 leik í mótinu. Meðaltalið í karlaflokki í forkeppninni var 214,46 og það þurfti 227,71 að meðaltali í leik til að komast áfram í úrslitin. Eins og staðan er núna þarf 235,42 að meðaltali til að komast áfram í 8 manna úrslit karla. Sjá stöðuna í karlaflokki

Dagskrá mótsins:
Föstudagur 15. og laugardagur 16. nóvember – Koma
Sunnudagur 17 . nóvember – Æfingar og setningarathöfn
Mánudagur 18. nóvember – Fyrstu 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 12:00 (4:00) og Guðný keppir í holli B kl. 20:00 (12:00)
Þriðjudagur 19. nóvember – Aðrir 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 8:00 (24:00) og Guðný keppir í holli B kl. 16:00 (8:00)
Miðvikudagur 20. nóvember – Þriðju 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 8:00 (24:00) og Arnar keppir í holli A kl. 20:00 (12:00)
Fimmtudagur 21. nóvember – Fjórðu 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 12:00 (4:00) og Arnar keppir í holli A kl. 16:00 (8:00)
Föstudagur 22. nóvember – Efstu 24 keppendurnir spila 8 leiki, Konur kl. 8:00 og karlar kl. 11:30
Laugardagur 23. nóvember – Efstu 8 keppendurnir spila 8 leiki kl. 9:00 og efstu 3 keppa til úrslita kl. 14:00

Tíminn í Krasnoyarsk er GMT + 8 klst þannig að þegar klukkan þar er 24:00 á miðnætti er hún 16:00 á Íslandi. Sjá World Clock

Hægt er að fylgjast með gangi keppninnar á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni og boðið verður upp á bæði beina útsendingu á You tube rás Qubica AMF (live streaming) og að fylgjast með skori í leikjunum (On-line scoring) á heimasíðu mótsins

QubicaAMF mótið – Þriðji keppnisdagur

Þá er þriðja keppnisdegi lokið QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem nú fer fram í Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi. Spilamennskan er enn mjög há og fyrsti 300 leikurinn hjá konunum var spilaður í dag og áttundi fullkomni leikur mótsins.

Arnar Sæbergsson keppti kl. 20:00 að staðartíma í dag, eða kl. 12:00 á hádegi að íslenskum tíma. Arnar átti frábæran dag og spilaði samtals 1.488 í þessum 6 leikjum eða 248 að meðaltali í leik. Leikir Arnars í dag voru 203, 256, 223, 277, 280 og 249 og hann spilaði sig upp um 15 sæti og er nú kominn í 30. sæti. Sjá leiki Arnars og stöðuna í karlaflokki. Arnar spilar síðustu leikina í forkeppninni kl. 16:00 að staðartíma sem er kl. 8:00 að íslenskum tíma.

Guðný Gunnarsdóttir hóf keppni kl. 8:00 að staðartíma eða kl. 24:00 á miðnætti í nótt að íslenskum tíma. Hún náði ekki að fylgja eftir frábærum degi í gær, en spilaði samt ágætlega með samtals 1.127 pinna. Leikir hennar í dag voru 209, 187, 155, 223, 183 og 170. Guðný er nú í 32. sæti með samtals 3.546 og 197,0 að meðaltali í 18 leikjum. Sjá leiki Guðnýjar og stöðuna í kvennaflokki Guðný spilar síðustu 6 leikina í forkeppninni kl. 12:00 að staðartíma á morgun fimmtudaginn 21. nóvember, eða kl. 4:00 að íslenskum tíma.

Peter Hellström Svíþjóð eykur enn forystuna í karlaflokki og er nú með samtals 4.579 pinna eða 254,39 að meðaltali í 18 leikjum. Heimamaðurinn Alexei Parsukov spilaði 1.515 í dag og er kominn í 2. sæti með 4.397 pinna, Mats Maggi Belgíu er í 3. sæti með 4.359 pinna og Bodo Konieczny frá Þýskalandi er í 4. sæti með 4.333 pinna. Í dag voru spilaðir þrír 300 leikir í karlaflokki. Fyrstur var Or Aviram Ísrael, síðan kom Mykhaylo Kalika Úkraínu og loks Chis Sloan Írlandi. Eins og staðan er nú er meðaltalið í karlaflokki 214,49 og það þarf 228,72 pinna að meðaltali í leik til að komast áfram í úrslitin. Sjá stöðuna í karlaflokki 

Í efstu tveimur sætunum í kvennaflokki eru tveir fyrrum mótsmeistarar. Caroline Lagrange frá Kanada spilaði fyrsta 300 leikinn hjá konunum í morgun og er ennþá efst í kvennaflokki með samtals 4.449 pinna eða 247,17 að meðaltali í 18 leikjum. Í 2. sæti er nú tvöfaldi mótsmeistarinn Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 4.287 pinna. Danielle McEwan frá Bandaríkjunum er komin upp í 3. sætið með 4.244 og Cheri Tan frá Singapore er í 4. sæti með samtals 4.179. Eins og er þá er meðaltalið í kvennaflokki 196,87 og það þarf 208,50 að meðaltali í leik til að komast áfram í 24 manna úrslitin. Sjá stöðuna í kvennaflokki

 

Dagskrá mótsins:
Föstudagur 15. og laugardagur 16. nóvember – Koma
Sunnudagur 17 . nóvember  – Æfingar og setningarathöfn
Mánudagur 18. nóvember – Fyrstu 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 12:00 (4:00) og Guðný keppir í holli B kl. 20:00 (12:00)
Þriðjudagur 19. nóvember – Aðrir 6 leikir, Arnar keppir í holli A kl. 8:00 (24:00) og Guðný keppir í holli B kl. 16:00 (8:00)
Miðvikudagur 20. nóvember – Þriðju 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 8:00 (24:00) og Arnar keppir í holli A kl. 20:00 (12:00)
Fimmtudagur 21. nóvember – Fjórðu 6 leikir, Guðný keppir í holli B kl. 12:00 (4:00) og Arnar keppir í holli A kl. 16:00 (8:00)
Föstudagur 22. nóvember – Efstu 24 keppendurnir spila 8 leiki, Konur kl. 8:00 og karlar kl. 11:30
Laugardagur 23. nóvember – Efstu 8 keppendurnir spila 8 leiki kl. 9:00 og efstu 3 keppa til úrslita kl. 14:00

Tíminn í Krasnoyarsk er GMT + 8 klst þannig að þegar klukkan þar er 24:00 á miðnætti er hún 16:00 á Íslandi. Sjá World Clock

Hægt verður að fylgjast með gangi keppninnar á heimasíðu mótsins og Facebook síðunni og boðið verður upp á bæði beina útsendingu á You tube rás Qubica AMF (live streaming) og að fylgjast með skori í leikjunum (On-line scoring) á heimasíðu mótsins