ÍA W deildarbikarmeistarar 2015

Fremst eru liðsmenn ÍA w. Fyrir aftan frá vinstri er KR C og svo ÍR PLSÍ vikunni lauk deildarbikarkeppninni í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Til úrslita spiluðu 6 lið: KFR Stormsveitin, KR C, ÍA, ÍA W, ÍR KLS og ÍR PLS. Leikar fóru þannig að ÍA W vann alla sína leiki og endaði með 10 stig og þar með deildarbikartitilinn en öll hin liðin reittu stig hvert af örðu og fengu öll 4 stig. Það varð því pinnahlutfall sem réði sætaröðun. Í öðru sæti varð ÍR PLS og í þriðja sæti KR C.

Óskum Skagamönnum til hamingju með titilinn.

Þing KLÍ

Stjórn Keilusambands Íslands boðar til 22. þings KLÍ.

Þingið hefst þriðjudaginn 5. maí kl. 17:30 í KR heimilinu við Frostaskjól 2 í Reykjavík.

Tillögur sem fara fyrir þing/formannafund þurfa að berast stjórn eigi síðar en undir miðnætti 7. apríl n.k. Gestur KLÍ á þessu þingi verður Sigmar Vilhjálmsson, annar nýrra eigenda Keiluhallarinnar og mun hann ávarpa þingið.

Hafþór Harðarson ÍR sigraði undankeppni AMF World Cup 2015

Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson ÍRHafþór Harðarson sigraði í dag undankeppni AMF heimsbikarmótsins sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór sigraði Skúla Frey Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness með 233 pinnum gegn 180. Skúli Freyr hafði áður sigrað Arnar Sæbergsson ÍR í undanúrslitum með 223 pinnum gegn 212. Freyr Bragason í Keilufélagi Reykjavíkur varð svo í fjórða sæti.

Hafþór Harðarson sigraði í dag undankeppni AMF heimsbikarmótsins sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór sigraði Skúla Frey Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness með 233 pinnum gegn 180. Skúli Freyr hafði áður sigrað Arnar Sæbergsson ÍR í undanúrslitum með 223 pinnum gegn 212. Freyr Bragason í Keilufélagi Reykjavíkur varð svo í fjórða sæti.
 
Hafþór fær því þátttökurétt á 51. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í byrjun nóvember síðar á þessu ári. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð síðan efst kvenna og hlýtur því einnig þátttökurétt á því móti.
 
Staða tíu efstu keilara fyrir 4 manna úrslit var sem hér segir:
 
Sæti
Nafn
Félag
Skor
Meðalt.
1
Hafþór Harðarson
ÍR
2.196
228,44
2
Skúli Freyr Sigurðsson
KFA
2.154
223,78
3
Arnar Sæbergsson
ÍR
2.110
221,11
4
Freyr Bragason
KFR
2.057
213,00
5
Einar Már Björnsson
ÍR
2.047
211,89
6
Stefán Claessen
ÍR
1.961
211,22
7
Árni Geir Ómarsson
ÍR
1.920
204,44
8
Magnús Sigurjón Guðmundsson
KFA
1.820
195,56
9
Ástrós Pétursdóttir
ÍR
1.732
190,22
10
Alda Harðardóttir
KFR
0
0
 
Alls tóku yfir 60 keilarar þátt í undankeppnum AMF mótanna í ár. Haldnar voru þrjár undankeppnir og var önnur undankeppnin liður í Reykjavík International Games (RIG) eins og í fyrra þar sem erlendir gestir tóku þátt. Eftir hverja undankeppni var haldin úrslitakeppni 10 efstu þar sem þátttakendur unnu sér inn stig fyrir lokakeppnina sem fram fór í dag.

3. umferð AMF 2015

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús S Magnússon sigurvegarar AMF 2014Dagana 18. til 22. mars fer fram þriðja og síðasta umferð í AMF mótaröðinni 2015. Spilað verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Miðvikudaginn 18. er fyrri forkeppnin og á laugardeginum verður svo seinni forkeppnin sem og úrslit í 3. umferð. Á sunnudaginum 22. verður síðan lokakeppni 10 efstu úr öllum mótunum.

Olíuburður er QAMF World Cup RBD 41 fet.

Skráning fer fram hér á netinu.

Sjá nánar auglýsingu.

Íslandsmót Unglingaliða

Vegna óhagstæðs veður útlis á morgun laugardaginn 14. mars. verður úrslitum í Íslandsmóti Unglingaliða frestað til Sunnudagsins 15. mars.  Leikið verður í Egilshöll og hefst mótið kl. 9:00

Styrktarmóti unglingalandsliðsins sem vera átti á Akranesi á laugardag hefur einnig verið frestað.

Dagskrárbreytingar

Þar sem tafir hafa orðið á að hægt sé að setja inn breytta deildar dagskrá á vefinn, þá fylgir hún með þessari frétt sem viðhengi.

Sú breyting hefur átt sér stað að öllu sem vera átti í Öskjuhlíð var slúttað þar og fært í Egilshöllina, einnig utandeildinni og því sem átti að vera á fimmtudögum í Öskjuhlíðinni.

3. umferð Félagakeppninnar sem vera átti í Öskjuhlíð 26.mars hefur verið færð til miðvikudagsins 11.mars.

deildardagskrá allra deilda.