Íslensku strákarnir í 10. sæti Evrópumót karlalandsliða

Landslið Íslands. Frá vinstri, Einar Már, Arnar Davíð, Arnar Sæbergsson, Skúli Freyr, Hafþór, Stefán og Guðlaugur fararstjóriÁ dögunum fór fram Evrópumót landsliða karla í keilu í Álaborg í Danmörku. Íslenska liðið var í 17. sæti eftir fyrri keppnisdaginn í 4 manna liðakeppninni en vann sig svo upp í 10. sæti seinni daginn af samtals 30 liðum. Er það einn besti árangur sem íslenskt landslið í keilu hefur náð á svo sterku móti.

Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands enduðu heildarkeppni einstaklinga sem hér segir:
 
Einar Már Björnsson ÍR varð í 52. sæti með 4.752 pinna eða 198,0 að meðaltali í leik
Skúli Freyr Sigurðsson KFA í 66. sæti með 4.674 pinna eða 194,8 að meðaltali í leik
Hafþór Harðarson ÍR í 69. sæti með 4.666 pinna eða 194,4 að meðaltali í leik
Stefán Claessen ÍR í 71. sæti með 4.654 pinna eða 193,9 að meðaltali í leik
Arnar Sæbergsson ÍR í 83. sæti með 4.609 pinna  eða 192,0 að meðaltali í leik
Arnar Davíð Jónsson KFR í 93. sæti með 4.588 pinna eða 191,2 að meðaltali í leik
 
Þessi árangur er gott veganesti fyrir næstu mót en að ári Evrópumótið, sem þá fer fram í Brussel, verður einnig undankeppni álfunnar fyrir Heimsmeistaramót liða í keilu 2017.
Í þrímenningi enduðu strákarnir í Ísland 2 (Einar, Skúli og Arnar Davíð) í 20. sæti af 60 og Ísland 1 (Hafþór, Arnar Sæbergs og Stefán) í 37. sæti. Í tvímenningi fóru leikar þannig að Ísland 1 (Arnar Davíð og Arnar Sæbergs) enduðu í 52.sæti, Ísland 2 (Stefán og Einar) enduðu í 13.sæti og Ísland 3 (Skúli og Hafþór) enduðu í 18.sæti.
 
Allar upplýsingar um mótið, úrslit og stöður, má finna á vefsíðu mótsins EMC2015.

Þátttökutilkynningar

Veittur hefur verið frestur til 31.maí til að skila inn þátttökutilkynningum fyrir eldri lið tímabilið 2015-2016, en ný lið þurfa að skila í síðasta lagi 31.júlí.

Vinsamlegast leitið upplýsinga um breytingar hjá ykkar félögum, nýjar reglugerðir verða settar inn á vefinn fljótlega.

Frá Aganefnd

Reykjavík, 3. maí 2015

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:

 

 

Reykjavík, 3. maí 2015

 

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
 
Aganefnd fjallar ekki um mál nema þau komi fram á dómaraskýrslu, gildir þá eitt hvort um forprentaða eyðublaðið sé að ræða, eða tölvupóstur.
Þótt 6. gr. reglugerðar KLÍ heimili nefndina að fjalla um brot sem ekki eiga sér stað á leikstað, þurfa slík brot að vera mjög alvarlegs eðlis.
Ef leikmenn sjá sig knúna til að kæra meint brot sem á sér stað á leikstað, en fela öðrum að senda kæruna til aganefndar, skulu þeir lesa kæruna yfir áður hún er send.
Sá sem tekur það að sér að senda inn kæru fyrir annars hönd skal undantekningalaust láta þann eða þá sem biðja þá um það að lesa kæruna yfir áður en hún er send til aganefndar.
 
F.h. aganefndar KLÍ,
Bragi Már Bragason, formaður aganefndar

Frá Aganefnd

Reykjavík, 3. maí 2015

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:

Reykjavík, 3. maí 2015

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Aganefnd fjallar ekki um mál nema þau komi fram á dómaraskýrslu, gildir þá eitt hvort um forprentaða eyðublaðið sé að ræða, eða tölvupóstur.
Þótt 6. gr. reglugerðar KLÍ heimili nefndina að fjalla um brot sem ekki eiga sér stað á leikstað, þurfa slík brot að vera mjög alvarlegs eðlis.
Ef leikmenn sjá sig knúna til að kæra meint brot sem á sér stað á leikstað, en fela öðrum að senda kæruna til aganefndar, skulu þeir lesa kæruna yfir áður hún er send.
Sá sem tekur það að sér að senda inn kæru fyrir annars hönd skal undantekningalaust láta þann eða þá sem biðja þá um það að lesa kæruna yfir áður en hún er send til aganefndar.
F.h. aganefndar KLÍ,
Bragi Már Bragason, formaður aganefndar

Frá Aganefnd

Reykjavík, 3. maí 2015

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:

Reykjavík, 3. maí 2015

Að gefnu tilefni vill aganefnd KLÍ taka eftirfarandi fram:
Aganefnd fjallar ekki um mál nema þau komi fram á dómaraskýrslu, gildir þá eitt hvort um forprentaða eyðublaðið sé að ræða, eða tölvupóstur.
Þótt 6. gr. reglugerðar KLÍ heimili nefndina að fjalla um brot sem ekki eiga sér stað á leikstað, þurfa slík brot að vera mjög alvarlegs eðlis.
Ef leikmenn sjá sig knúna til að kæra meint brot sem á sér stað á leikstað, en fela öðrum að senda kæruna til aganefndar, skulu þeir lesa kæruna yfir áður hún er send.
Sá sem tekur það að sér að senda inn kæru fyrir annars hönd skal undantekningalaust láta þann eða þá sem biðja þá um það að lesa kæruna yfir áður en hún er send til aganefndar.
F.h. aganefndar KLÍ,
Bragi Már Bragason, formaður aganefndar

ÍR Meistaramót

 Meistaramót ÍR laugardaginn 2. maí kl. 10:00

Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn ÍR og fer skráning fram á staðnum.
Keppt verður með og án forgjafar þar sem forgjöf verður 80% af mismun meðaltals leikmanns og þess sem er með hæsta meðaltalið í mótinu, hámark 64 pinnar.
Leiknir verða 3 leikir í forkeppni.
Í úrslit komast 4 efstu úr forkeppninni með forgjöf, 4 efstu karlar án forgjafar og 4 efstu konur án forgjafar. (Einstaklingur getur ekki spilað til úrslita í fleiri en einum flokki).
Úrslitin verða spiluð að lokinni forkeppninni og verður leikið með útsláttar fyrirkomulagi (EINN LEIKUR) sæti 1 gegn sæti 4, sæti 2 gegn sæti 3 og spila sigurvegarar úr þeim leikjum til úrslita.
Verð kr. 1.000,- Boðið verður upp á pizzahlaðborð eftir mót.
Olíuburður verður: Kegel Recreation Series – MAIN STREET
 
 

ÍR KLS og ÍR Buff eru Íslandsmeistarar liða í keilu 2015

ÍR KLS og ÍR Buff eru Íslandsmeistarar liða í keilu 2015Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.

Karlalið ÍR KLS vann ÍR PLS í umferðinni í gær með 1.930 pinnum, 214.44 meðaltal, gegn 1.750 pinnum, 194.44 meðaltal. Fengu þeir alls 13 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 28 stigum gegn 23 en lið þar 26 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Kvennalið ÍR Buff unnu KFR Afturgöngurnar í umferðinni í gær með 2.069 pinnum, 172.42 meðaltal, gegn 1.910 pinnum, 159.17 meðaltal. Fengu þær alls 16 stig gegn 4 og unnu því úrslitakeppnina sjálfa með 35 stigum gegn 25 en hjá konunum þarf 30.5 stig í úrslitakeppninni til að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Keilusamband Íslands óskar Íslandsmeistörunum til hamingju með sigurinn og um leið ÍR PLS og KFR Afturgöngunum fyrir góða keppni.

ÍR KLS Íslandsmeistarar liða 2015 ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna í keilu 2015
ÍR KLS eru Íslandsmeistarar karla 2015 ÍR Buff eru Íslandsmeistarar kvenna 2015
ÍR PLS sem varð í 2. sæti á Íslandsmóti liða í keilu 2015 KFR Afturgöngurnar sem urðu í 2. sæti á Íslandsmóti liða í keilu 2015
ÍR PLS urðu í 2. sæti á Íslandsmóti karla 2015 KFR AFturgöngurnar urðu í 2. sæti á Íslandsmóti kvenna 2015
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti í keilu 2015
 
KFR Lærlingar og ÍA W urðu í 3. sæti á Íslandsmóti karla 2015
 

 

    

Úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna – Lokaleikir

Úrslitakeppnin 2015 í fullum gangi í Keiluhöllinni EgilshöllÍ kvöld þriðjudagskvöldið 21. apríl fara fram síðustu úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta þriðja umferðin sem fram fer og eru úrslit engan vegin ráðin í hvorugum viðureignunum. Keppni hefst kl. 19:00 og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með enda um virkilega spennandi keppni að ræða þetta árið.

Karlamegin er það þannig að ÍR liðin KLS og PLS keppa um Íslandsmeistaratitilinn og er staðan í viðureigninni þannig að ÍR PLS er yfir 19 – 15. Vinna þarf 26 stig til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn en 17 stig eru eftir í pottinum svo úrslit eru þarna engan vegin ráðin. Hjá konunum er það þannig að KFR Afturgöngurnar eru yfir gegn ÍR Buff 21 – 19 en vinna þarf 31 stig til að tryggja sér titilinn og eru 20 stig í pottinum í kvöld hjá konunum og þar eru úrslitin heldur ekki ráðin.

Nú er um að gera fyrir keilara og aðra áhugasama að kíkja í Keiluhöllina Egilshöll í kvöld og styðja sitt lið.

Akureyri Open 2015

 Akureyri Open í keilu verður haldið laugardaginn 25. apríl kl 10:00 í keilunni Akureyri.

Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Spilaðir verða fjórir leikir og sigrar sá/sú sem hefur hæstu 4 leikja seríuna.
Olíuburður verður „2014 English Open Tolworth 40 fet“.
Skráning verður í keilunni Akureyri fyrir föstudagskvöldið 24 apríl kl. 22:00 eða á netfangið [email protected]
Mótið er opið öllum og þáttökugjald er 2500 krónur