Í gær var keppt í tvímenningi á boðsmóti unglingaliða í Doha í Qatar. Það vantaði lítið upp á að Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk næðu á verðlaunapall en þær enduðu í 5. sæti eftir að hafa verið í því öðru fyrir síðasta leik. Katrín Fjóla er núna í 3. sæti í samanlögðu á mótinu. Í dag er liðakeppnin og er hún hafin og má fylgjast með úrslitum á síðu mótsins.
Tvímenningurinn fór annars þannig að hjá stúlkunum enduðu eins og fyrr segir þær Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk í 5. sæti með 2.253 pinna eða 187,75 í meðaltal. Þær Elva Rós og Helga Ósk urðu svo í 11. sæti með 1.893 pinna eða 157,75 í meðaltal.
Hjá strákunum voru það Andri Freyr og Jökull Byron sem urðu í 13. sæti með 2.210 pinna eða 184,17 í meðaltal og þeir Aron Fannar og Þorsteinn urðu í 17. sæti með 2.067 pinna eða 172,25 í meðaltal.
Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR náði í gær 2. sæti í einstaklingskeppni á alþjóðlegu móti unglingaliða í Qatar. Katrín Fjóla spilaði 6 leikja seríu og náði 1.220 pinnum eða 203,33 í meðaltal. Katrín Fjóla var aðeins 7 pinnum á eftir Guarro Michelle frá Mexíkó sem sigraði með 1.227 pinna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvennkeilari kemst á verðlaunapall á alþjóðlegu móti.
.jpg)
Núna í kvöld lauk Íslandsmóti einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigruðu í úrslitakeppninni. Hafdís Pála sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í tveim leikjum 161 gegn 160 og síðan 213 gegn 192. Með sigrinum í kvöld er Hafdís Pála yngsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitil í keilu en hún er aðeins 21 árs gömul. Hafdís Pála spilaði mjög vel á mótinu og setti meða annars Íslandsmet kvenna í einum leik þegar hún fyrst kvenna á Íslandi náði fullkomnum leik eða 300 pinnum, 12 fellur í röð. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR

í dag voru seinni 6 leikirnir spilaði í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga 2016. Eins og fram hefur komið spilaði Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 300 leik. Kom 300 leikurinn hjá henn í öðrum leik dagsins. Hafdís Pála ef efst í kvennaflokki með 2.326 pinna eða 193,83 í meðaltal. Arnar Davíð Jónsson einnig úr KFR er efstur í karlaflokki með 2.525 eða 210,42 í meðaltal eftir 12 leiki í forkeppninni.
Í morgun voru spilaðir 6 leikir á Íslandsmóti einstaklinga og var keppt í Keiluhöllinni Egilshöll. Staða efstu keilara er sem hér segir: