Dagur tvö í Abu Dhabi

Skjáskot frá beinni útsendingu á netinu frá þrímenningi. Þarna sjást stelpurnar í Ísland 2 spilaÍ dag var spilaður þrímenningur. Það sem kom einna helst á óvart, svona miðað við hvar í heimshlutanum keppt er, hvað það var kallt í salnum. Keppendur voru eð vettlinga eða hanska á sér milli kasta til að halda réttu hitastigi á höndum. Það dugði þó ekki til hjá mörgum sem áttu erfitt með að halda kúlunni rétt. Hjá stelpunum okkar fóru leikar þannig að Ísland 1 sem þær Ástrós, Dagný og Hafdís spiluðu í endaði í 40. sæti og Ísland 2 með þeim Guðnýju, Katrínu og Lindu endaði í 43. sæti. Á morgun er frídagur en svo heldur keppni áfram á fimmtudag. 

 Dagný Edda spilaði annars best af stelpunum í dag eða 1.090. Hafdís var með 1.005 og Ástrós var með 1.015. Linda spilaði 1.040 og gekk henni betur í seinni seríunni. Katrín var með 940 en Guðný náði sér ekki á strik í dag og endaði með 894.

Við vekjum athygli á því að fylgjast má með mótinu á vef mótsins og þar má nálgast fleiri hlekki í t.d. live score og lifandi útsendingu á YouTube.

Fyrsti dagurinn í Abu Dhabi

Frá setningarathöfn í Abu DhabiÍ dag fór fram einstaklingkeppnin á Heimsmeistaramóti kvennaliða í keilu sem haldið er að þessu sinni í Abu Dhabi. Það gekk svoa upp og ofan hjá stelpunum en best í dag spilaði Ástrós Pétursdóttir 1.136 pinna í 6 leikjum eða 189,33 í meðaltal. Ástrós endaði í 92. sæti 

Annars varð sætaröðin þessi hjá stelpunum öllum:

 

  • 92. sæti Ástrós með 1.136
  • 116.sæti Dagný Edda með 1.063 
  • 126. sæti Katrín Fjóla með 1.017
  • 128. sæti Hafdís Pála með 1.006
  • 134. sæti Guðný með 977 
  • 137. sæti Linda Hrönn með 947

Á morgun, þriðjudag verður spilaður þrímenningur og fer fyrri þrímenningurinn af stað kl. 09:00 að staðartíma en þá spila þær Ástrós, Hafdís og Dagný. Kl. 12:15 að staðartíma hefja svo þær Guðný, Linda og Katrín keppni. Byrjað verður að spila í stuttri olíu Los Angeles 36 fet. Hægt er að fylgjast með framvidu á vef móstins.

A landslið kvenna til Abu Dhabi

Landsliðið í Leifsstöð. Aftari röð: Linda, Guðný, Karín Fjóla og Dóra landsliðsþjálfari. Fremri röð: Hafdís Pála, DAgný Edda og Ástrós.Í dag hófst ferðalag A landsliðs kvenna í keilu til Abu Dhabi þar sem þær taka þátt í HM kvenna í keilu en það mót fer fram dagana 5. til 14. desember. Keppnin sjálf hefst á mánudaginn þann 7. á einstaklingskeppninni og svo þrímenningur miðvikudaginn 9.

 Landsliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum:

 

  • Ástrós Pétursdóttir 
  • Dagný Edda Þórisdóttir 
  • Guðný Gunnarsdóttir 
  • Hafdís Pála Jónasdóttir 
  • Katrín Fjóla Bragadóttir 
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir 

Hægt verður að fylgjast með mótinu, dagskrá og fleira á vef mótsins.

 

Fréttatilkynning frá WTBA (heimssambandinu í keilu) vegna mótsins.

 

Press release

THE WORLD BOWLING WOMEN’S WORLD CHAMPIONSHIPS SET TO BEGIN SUNDAY, DECEMBER 7TH

The world’s best female bowlers are set to battle it out at the much anticipated World Bowling Women’s World Championships which kick off on Sunday December 6th in the UAE’s capital city, Abu Dhabi. Located in the magnificent Zayed Sports City, Khalifa Bowling Centre is set to host 147 athletes from 30 countries.

In its 17th installment since the Women’s World Championships were first held in Mexico City in 1963, this prestigious event is held every two years proving the rivalry is set to be fierce with rife competition amongst the world’s top female bowlers. The athletes will be competing for titles in the Singles, Doubles, Trios, Teams, All Events and Masters Events. Listed as a Major Event in the World Bowling Tour Schedule, athletes also have the chance to earn double points on the World Bowling Tour Rankings (WBT Rankings).

President Kevin Dornberger says “We truly have the greatest female athletes all in one place in Abu Dhabi. This is going to be a close, tough and exciting competition of the highest standard.”

The ones to watch hail from the best of the best across the globe. Competing for the USA will be the world number 1, 2 and 3 spots as designated by the WBT Rankings, Kelly Kulick, Liz Johnson and new comer Danielle McEwan. The USA are again expected to uphold their past successes having broken records in previous Women’s World Championship Singles, Doubles and Trios categories. Singapore will again be on the radar with an outstanding team featuring Cherie Tan, Jazreel Tan and Shayne Ng who all currently feature in the top 10 places on the WBT Rankings. Other predicted successes come from Columbia’s hot shot Clara Guerrero and Latvian superstar Diana Zavjalova.

The event gets underway starting with the Singles on Monday December 7th and the Trios from Tuesday. This epic event is not one to be missed.

For the full schedule please see: http://2015wwc.worldbowling.org/schedule/

For more information on the event check out the event website: http://2015wwc.worldbowling.org/

To keep up to date with the latest, see the event website for live scoring, go to BowlTV bowl.com/livestream for livestreaming and follow the World Bowling Twitter and Facebook feeds for updates and more information.

For further information, please contact:

World Bowling Megan Tidbury, PR & Marketing Director

Telephone: +41 78 830 3651; Email: [email protected]

Dagný Edda og Hafþór eru Íslandsmeistarar para 2015

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru Íslandsmeistarar para 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Íslandsmót para 2015. Alls kepptu 9 pör í ár. Sigurvegarar og því Íslandsmeistarar para 2015 eru þau Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR og Hafþór Harðarson úr ÍR. Tóku þau strax forystu í forkeppninni og létu hana aldrei af hendi.

Þau Dagný Edda og Hafþór sigruðu þau Ástrós Pétursdóttur og Stefán Claessen sem keppa bæði undir merkjum ÍR í tveim leikjum 418 – 307 og 376 – 366. Önnur úrslit á mótinu urðu þessi:

  1. sæti: Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR
  2. sæti: Ástrós Pétursdóttir ÍR og Stefán Claessen ÍR
  3. sæti: Katrín Fjóla Bragadóttir KFR og Björn G Sigurðsson KFR
  4. sæti: Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR og Arnar Sæbergsson ÍR
  5. sæti: Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Guðlaugur Valgeirsson KFR
  6. sæti: Margrét Björg Jónsdóttir ÍA og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA
  7. sæti: Bára Ágústsdóttir KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR
  8. sæti: Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍA og Gunnar Guðjónsson ÍA
  9. sæti: Sigrún Guðmundsdóttir ÍR og Svavar Þór Einarsson ÍR

Efstu þrjú pörin á Íslandsmóti para 2015

Dregið í 8 liða úrslit bikarkeppni KLÍ 2016

 ÍR Buff og KR A eru bikarmeistarar KLÍ 2015Dregið var í 8 liða úrslit Bikarkeppni KlÍ í kvöld. Leikirnir eiga að vera samkvæmt dagskrá dagana 14. desember n.k. en mótanefnd mun tilkynna það allt betur. Í kvennaflokki drógust saman:

KFR Skutlurnar gegn ÍR TT

ÍR BK gegn ÍA

KFR Valkyrjur / Þór Þórynjur gegn KFR Afturgöngurnar

ÍR Buff gegn Þór Þrumurnar

Í karlaflokki drógust saman:

KFR Stormsveitin gegn KR B

KFR Þröstur gegn ÍR L

ÍR KLS gegn KR A

 

KR C gegn ÍR PLS

Íslandsmót para 2015 um næstu helgi

Hafþór Harðarson ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR eru Íslandsmeistarar oara 2014Mótið verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 28. til 29. nóvember. Sjá reglugerð um Íslandsmót para.  Olíuburður verður: Alcatraz – 38 fet – ratio 2.19

Forkeppni laugardaginn 28. nóvember kl. 9:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 9.500,- pr. Par
Milliriðill sunnudaginn 29. nóvember kl. 8:00

 

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 9.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Auglýsing fyrir Íslandsmót para 2015Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

Sjá nánar í reglugerð KLÍ um Íslandsmót Para.

Skráning hefst á hádegi 19. nóv. á kli.is.

Skráning í mótið.

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

AMF World Cup 2016 – 1. umferð

Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði í 1. umferð AMF 2016Um helgina var keppt í 1. umferð AMF World Cup 2016 forkeppninni hér í Keiluhöllinni Egilshöll. Spilaðir voru tveir riðlar 6 leikir í senn á laugardag og sunnudag. Betri serían gildir til lokastöðu. Dagný Edda Þórisdóttir KFR kom sá og sigraði með glæsilegri spilamennsku. Setti hún þrjú Íslandsmet á laugardaginn í tveim, þrem og fjórum leikjum. Spilaði hún 801 í þrem leikjum og er fjórði íslenski keilarinn sem nær yfir 800 seríu.

 Úrslit urðu annars þessi:

Nafn Félag Besta sería Auka-pinnar M.tal
Dagný Edda Þórisdóttir KFR 1.386 8 231,0
Freyr Bragason KFR 1.344   224,0
Þorleifur Jón Hreiðarsson KR 1.323   220,5
Arnar Sæbergsson ÍR 1.294   215,7
Einar Sigurður Sigurðsson KFA 1.270   211,7
Guðjón Júlíusson KFR 1.250   208,3
Stefán Claessen ÍR 1.249   208,2
Guðlaugur Valgeirsson KFR 1.236   206,0
Bjarni Páll Jakobsson ÍR 1.209   201,5
Gústaf Smári Björnsson KFR 1.204   200,7
Skúli Freyr Sigurðsson KFA 1.198   199,7
Kristján Þórðarson KR 1.164   194,0
Andrés Páll Júlíusson ÍR 1.162   193,7
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 1.157 8 192,8
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 1.144 8 190,7
Svavar Þór Einarsson ÍR 1.137   189,5
Róbert Dan Sigurðsson ÍR 1.134   189,0
Bára Ágústsdóttir KFR 1.125 8 187,5
Ástrós Pétursdóttir ÍR 1.122 8 187,0
Björn Guðgeir Sigurðsson KFR 1.117   186,2
Einar Már Björnsson ÍR 1.112   185,3
Árni Þór Finnsson KFR 1.112   185,3
Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 1.108 8 184,7
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.105   184,2
Guðný Gunnarsdóttir ÍR 1.105 8 184,2
Alexander Halldórsson ÍR 1.077   179,5
Aron Fannar Benteinson KFA 1.077   179,5
Ágúst Ingi Stefánsson ÍR 1.067   177,8
Atli Þór Kárason KR 1.061   176,8
Björn Kristinsson KR 1.054   175,7
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR 1.049   174,8
Ólafur Þór Ólafsson Hjaltalín ÞÓR 1.029   171,5
Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir KFA 1.025 8 170,8
Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 1.017 8 169,5
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 980 8 163,3
Jökull Byron Magnússon KFR 977   162,8
Jóhann Ársæll Atlason KFA 968   161,3
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 964   160,7
Bharat Singh ÍR 942   157,0
Ólafur Sveinn Ólafsson KFA 939   156,5
Arnar Daði Sigurðsson KFA 938   156,3
Gunnar Guðjónsson KFA 926   154,3
Helga ósk Freysdóttir KFR 925 8 154,2
Erlingur Sigvaldason ÍR 845   140,8

Meistarakeppni ungmenna – Andri Freyr KFR með 300

3 efstur í 1. flokki pilta, Alexander ÍR, Andri Freyr KFR og Hlynur Örn ÍR3. umferð í meistarakeppni ungmenna fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll í morgun. Þar bar helst til tíðinda að Andri Freyr Jónsson KFR spilaði sinn annan 300 leik í keppni. Var hann einnig með hæstu 6 leikja seríuna eða 1.368 sem er 228 í meðaltal.

 Þessi umferð fór annars þannig:

1. flokki pilta (18 – 20 ára)

  1. Andri Freyr Jónssonn KFR 1.368
  2.  Alexander Halldórsson ÍR 1.141
  3.  Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.128
  4.  Daníel Ingi Gottskálksson ÍR 981
  5.  Aron Fannar Beinteinsson KFA 879
  6.  Gylfi Snær Sigurðsson KFA 827
  7. Theódór Arnra Örvarsson ÍR 827
  8.  Bjarki Steinarsson ÍR 650

1. flokkur stúlkna1. flokkur stúlkna (18 – 20 ára)

  1. Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 1.112
  2. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 1.095

2. flokkur pilta2. flokkur pilta (15 – 17 ára)

  1. Jökull Byron Magnússon KFR 1.146
  2.  Gunnar Ingi Guðjónsson KFA 1.077
  3. Ólafur Þór Ólafsson Þór 1.005
  4. Erlingur Sigvaldason ÍR 996

2. flokkur stúlkna2. flokkur stúlkna (15 – 17 ára)

  1. Jóhanna Guðjónsdóttir KFA 915
  2. Helga Ósk Freysdóttir KFR 789
  3. María Ragnhildur Ragnarsdóttir KFR 626

3. flokkur pilta3. flokkur pilta (12 – 15 ára)

  1. Jóhann Ársæll Atlason KFA 1.077
  2. Ágúst Ingi  Stefánsson ÍR 1.051
  3. Arnar Daði Sigurðsson KFA 946
  4. Steindór Máni Björnsson ÍR 900
  5. Ólafur Sveinn Ólafsson KFA 884
  6. Einar Máni Daníelsson KFR 806
  7. Lárus Björn Halldórsson ÍR 793
  8. Sæþór Kristinn Guðmundsson KFA 784
  9. Adam Geir Baldursson ÍR 747
  10. Daníel Trausti Höskuldsson KFA 735
  11. Jóel Ýrar Kristinsson KFR 571

3. flokkur stúlkna3. flokkur stúlkna (12 – 15 ára)

  1. Elva Rós Hannesdóttir ÍR 923
  2. Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 753
  3. Ardís Marela Unnarsdóttir KFR 726
  4. Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR 671

4. flokkur pilta4. flokkur pilta (9 – 11 ára)

  1. Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 393
  2. Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR 364
  3. Nikolas Lindberg Eggertsson ÍR 341
  4. Hlynur Atlason KFA 317
  5. Róbert Leó Gíslason KFA 223
  6. Hrannar Þór Svansson KFA 217

4. flokkur stúlkna4. flokkur stúlkna (9 – 11 ára)

  1. Sara Bryndís Sverrrisdóttir ÍR 448
  2. Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 374
  3. Eyrún Ingadóttir KFR 332
  4. Harpa Ósk Svansdóttir KFA 332
  5. Elísabet Elín Sveinsdóttir ÍR 331
  6. Sigrún Efemía Halldórsdóttir ÍR 279
  7. Valdís Eva Erlendsdóttir ÍR 243
  8. Agnes Rún Marteinsdóttir KFA 186
  9. Bergrún Birta Liljudóttir KFA 183

5. flokkur pilta og stúlkna5. flokkur pitla (8 – 10 ára)

  1. Tristan Máni Nínuson ÍR 292

5. flokkur stúlkna (8 – 10 ára)

  1. Svava Lind Haraldsdóttir KFR 202

Dagný Edda með nokkur Íslandsmet

Dagný Edda Þórisdóttir t.h. á myndinniDagný Edda Þórisdóttir úr KFR var í morgun að setja ný Íslandsmet í tveimur, þrem og fjórum leikjum en hún tók þátt í forkeppni AMF mótaraðarinnar, 1. umferð. Leikirnir hjá Dagnýu voru 258 – 265 – 278 – 183 – 162 – 192. Samtals keilaði hún því þessa 6 leiki með 1.338 pinnum eða 223 í meðaltal. Stórglæsilegur árangur.

Hún bætti sitt eigið met um 3 pinna í tveim leikjum, náði 523. Margur væri nú bara ánægður að ná því í þrem leikjum. En í þrem leikjum bætti hún 753 pinna met Sigfríðar Sigurðardóttur sem keppti fyrir KFR og setti það met 29. apríl 2007 í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Dagný náði í dag 801 pinnum hvorki meira né minna. Í fjórum leikjum náði Dagný að mæta met Öldu Harðardóttur sem setti 946 pinna í Partille Bowling í Svíþjóð 10. nóvember 2013 um 38 pinna en met Dagnýjar er 984 pinnar.

Óskum Dagnýju Eddu til hamingju með metin.