Einstaklingskeppni EM hálfnuð

Í dag léku 4 leikmenn Íslands í einstaklingskeppni EM í Brussel. Skúli Freyr Sigurðsson úr KFR lék best íslendinganna eða 1234 sem gera 205,7 í meðaltal.

Skúli er sem stendur í 44. sæti þegar tveir af fjórum riðlum hafa lokið keppni.  Guðlaugur Valgeirsson KFR byrjaði daginn frábærlega en missti flugið seinni helminginn og spilaði 1168 eða 194.7 í meðaltal sem setur hann í 75. sæti.
Gústaf Smári Björnsson KFR og Bjarni Páll Jakobsson náður sé ekki á flug í dag, Gústaf spilaði 1139 eða 189,8 í meðaltal og Bjarni 1101 sem gerir 183,5 í meðaltal. Gústaf er í 85. sæti en Bjarni í 92.

Á morgun verða tveir seinni riðlarnir spilaðir en þá leika kl. 13:35 (11:45 ísl) þeir Arnar Davíð Jónsson KFR og Stefán Claessen ÍR.
 
Fjórir efstu leika til úrslita eftir að riðlakeppninni er lokið en efstur er Jesper Agerbo Frá Danmörku með 248.7 í meðaltal.
 
Nánari úrslit má sjá á síðu mótsins http://www.bowlingresults.info/emc2016/ 

Karlalandsliðið á EM í Berlín

Dagana 20. – 28. ágúst fer Evrópumeistaramót karla fram í Brussel í Belgíu. Lið Íslands á mótinu er skipað eftirtöldum leikmönnum:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR fyrirliði
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR
  • Stefán Claessen ÍR
Ásgrímur Helgi Einarsson er þjálfari og Guðjón Júlíusson liðsstjóri.
Keppt er í einstaklingskeppni, tvímenning, þrímenning og fimm manna liði. Þátttökuþjóðir eru 37 og keppendur 218.
15 efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt á HM í Kuwait sem fram fer í desember 2017. Kvennalandsliðið tók einmitt þátt í EM fyrr á þessu ári og náði þá að tryggja sig inn á HM, nú er komið að körlunum
Hægt verður að fylgjast með mótinu á heimasíðu mótsins, http://www.emc2016.be/ og einnig er hægt að fylgjast með liðinu á Snap Chat en þar setja strákarnir inn myndir og myndbönd undir nafninu islenskakeilan. Fréttir af strákunum munu einnig vera settar inn á Facebook síðu KLÍ.

Landsliðið tryggir sér þáttökurétt á HM Kvenna 2017

Landslið kvenna í keilu lauk keppni á Evrópumóti í Vín á dögunum og tryggði sér þáttökurétt á heimsmeistaramótinu 2017 í Kuwait. 

 
Íslensku stelpurnar skipuðu 2 lið í þremenningi. Ísland 1 sem endaði í 13 sæti Katrín Fjóla Bragadóttir
KFR með 186 í meðaltal Ástrós Pétursdóttir ÍR með 192 og Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 193.
Ísland 2 endaði í neðsta sæti en þar var Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 158 meðaltal, Hafdís Pála
Jónasdóttir KFR 172 og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 154 .
Þremenninginn unnu Þjóðverjar 1 Nadine Geißler, Tuna Hulsch og Birgit Pöppler lið Englands 1 Hayley
Russell, Keira Reay og Lisa John með 616 stigum gegn 560.

 
Ísland endaði í 13 sæti í liðakeppni. Fyrir Íslands hönd spiluðu Ástrós Pétursdóttir ÍR með 197
meðaltal, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 183, Dagný Edda Þórisdóttir KFR 177 og Hafdís Pála Jónasdóttir
KFR 167.
 
Til úrslita þar kepptu Svíþjóð og Þýskaland og unnu þær Sænsku lið skipað þeim Ida Andersson, Nina
Flack, Sandra Andersson, Joline Persson-Planefors og Jenny Wegner 1104 gegn 1019 hjá þeim Þýsku
Nadine Geißler, Patricia Luoto, Tina Hulsch, Martina Schütz og Birgit Pöppler.
 
All Events keppnin. Okkar stelpur náðu ekki inn í topp 24 að þessu sinni en þar var efst af þeim
Íslensku Ástrós Pétursdóttir ÍR í 54 sæti með 188 meðaltal.
 
Til úrslita í All Events keppninni áttust við Keira Reay frá Englandi og Daria Kovalova frá Úkraínu og hafði Keira betur 199 gegn 196.
 
Lið Íslands skipuðu Dagný Edda Þórisdóttir KFR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Linda Hrönn
Magnúsdóttir ÍR, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir KFR og Ástrós Pétursdóttir ÍR.
 
Á Evrópumótinu tóku þátt 25 þjóðir en 15 öðluðust keppnisrétt á HM 2017.

Frá EM kvenna í keilu í Austurríki

Frá setningarathöfn EM í keilu 2016Íslenska kvennalandsliðið í keilu er þessa dagana að keppa á EM í Vín í Austurríki. Einstaklingskeppni þar er lokið og sigraði Keira Reay frá Englandi Daria Kovalova frá Úkraínu í úrslitum. Eftir forkeppnina var Sandra Anderson frá Svíþjóð í efsta sæti með 224,3 í meðaltal. Íslensku stelpunum gekk bærilega en efst þeirra varð Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR í 51. sæti með 189,7 í meðaltal.

Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð í 57. sæti í einstaklingskeppninni með 187,2 í meðaltal – Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR varð í 70. sæti með 183,3 – Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR varð í 90. sæti með 177 – Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR varð í 120. sæti með 160,8 og Linda Hrönn Magnúsdóttir varð í 126. sæt með 155,5 í meðaltal.

Í gær var svo keppt í tvímenningi en þar sigruðu Nina Flack og Joline Persson-Plannesfors frá Svíþjóð þær Martina Schütz og Laura Bauthner frá Þýskalandi í úrslitum með 432 pinnum gegn 376. Joline þekkir ágætlega til hér á landi en hún keppti á RIG 2016 leikunum sem fram fóru snemma á þessu ári.

Sænsku stelpurnar voru efstar eftir forkeppni í tvímenningi og þær þýsku í öðru sæti. Katrín og Dagný kepptu saman fyrir Íslands hönd og enduðu í 38. sæti með 186,2 í meðaltal. Bergþóra og Linda enduðu í 51. sæti með 177,8 í meðaltal og þær Hafdís og Ástrós urðu í 59. sæti með 172 í meðaltal.

Katrín Fjóla Bragadóttir á EM 2016Í heildarkeppni einstaklinga (All Events), einhversskonar Evrópumeistakeppni einstaklinga, er Hayley Russel frá Englandi efst með 217,1 í meðaltal. Katrín er efst Íslensku keppenda þar en hún er í 35. sæti með 186,5 í meðaltal. Dagný er skammt undan í 37. sæti með 186,3 og Ástrós í næsta sæti með 186,2. Síðan er Berþóra í 117. sæti með 173,5 í meðaltal – Hafdís í 119. sæti með 172,3 og Linda í 127. sæti með 162,5 í meðaltal. 24 efstu konurnar úr All Events fara að lokum í masterskeppni sem verður síðasta daginn og vantar Katrínu, Ástrósu og Dagnýu um 30 pinna upp á að komast í gegn um þann niðurskurð og því allt opið í þeim efnum.

Í dag verður keppt í þrímenningi sem og á morgun en á fimmtudag og föstudag verður keppr í liðakeppni (5 manna lið). Allar upplýsingar um mótið má sjá á vef þess EWC2016 og einnig er hægt að fylgjast með framvindu og komast í beinar útsendingar frá mótinu á Fésbókarsíðunni Streamforce4bowling.

Landslið karla og kvenna í keilu á stórmót

Kvennalandslið 2016, Aftari röð: Dagný Edda, Hafdís Pála, Linda Hrönn. Fremri röð: Bergþóra, Katrín Fjóla og ÁstrósKvennalandslið Íslands í keilu er á leið á EM kvenna í sem fer fram í Vínarborg, Austurríki dagana 8. – 19. júní 2016. Á mótinu taka þátt 25 þjóðir og 132 keppendur. Efstu 15 þjóðirnar munu ávinna sér rétt til þátttöku á HM kvenna sem verður haldið á næsta ári í Kuwait.

Íslenska liðið skipa eftirfarandi:

  • Ástrós Pétursdóttir ÍR
  • Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR
  • Dagný Edda Þórisdóttir Keilufélag Reykjavíkur (KFR)
  • Hafdís Pála Jónasdóttir KFR
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR

Með liðinu fara Theódóra Ólafsdóttir þjálfari og Hafþór Harðarsson aðstoðarþjálfari.

Þess má geta að Valgeir Guðbjartsson verður mótsstjóri og eftirlitsmaður Keilusambands Evrópu á mótinu.

Keilusamband Íslands hefur einnig valið karlaliðið sem keppir á EM karla í sem fer fram 18. – 29. ágúst í Brussel, Belgíu.

Á þessu móti verða 217 keppendur frá 37 þjóðum en þetta mót er jafnframt úrtökumót fyrir HM í keilu sem fer fram í Kuwait á næsta ári en 15 efstu liðin frá Evrópu vinna sér inn þátttökurétt á HM.

Karlaliðið skipa:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR
  • Skúli Freyr Sigurðsson KFR
  • Stefán Claessen ÍR

Með liðinu fara þeir Ásgrímur Helgi Einarsson og Guðjón Júlíusson.

Óskað er eftir fólki í nefndarstörf

Stjórn KLÍ óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér nefndarstörf fyrir komandi tímabil. Einstaklinga vantar í allar nefndir, sjá stjórn og nefndir. Nefndarstörf eru nokkuð gefandi og mjög lærdómsrík. Þar með gefst fólki tækifæri til að kynnast betur starfsemi keilunnar og fær um leið tækifæri til að hafa áhrif á framgang hennar. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við stjórn KLÍ í gegn um tölvupóst. Munið að til þess að starfsemi keilunnar gangi þarf sjálfboðaliða til að taka þátt í þessum störfum. Án þess verður vart hægt að halda uppi öflugu starfi í gegn um KLÍ.

Ásgrímur Helgi Einarsson nýr formaður KLÍ

Ásgrímur Helgi Einarsson KFR og Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍRUm helgina fór fram þing KLÍ en að þessu sinni var það keiludeild Þórs sem hélt þingið og var það haldið í félagsheimili þeirra fyrir norðan. Þingið var ágætlega sótt og gekk framkvæmd þingsins vel fyrir sig. Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn. Hann tekur við keflinu af Þórarni Má Þorbjörnssyni úr ÍR en á þessum tímamótum, þegar Þórarinn lét af formennsku, var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttarinnar. Var það þingforseti, Hafsteinn Pálsson úr stjórn ÍSÍ, sem veitti Þórarni þessa viðurkenningu.

Í stjórn KLÍ voru kjörnir þeir:

  • Ásgrímur Helgi Einarsson KFR formaður
  • Bjarni Páll Jakobsson ÍR
  • Hafþór Harðarson ÍR

Þær Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir og Svanhildur Ólafsdóttir úr KFR eiga eitt ár eftir af sínu kjörtímabili.

Fjórir voru í framboði sem varamenn og voru kjörnir í þessari röð:

  • Björgvin Helgi Valdimarsson Þór
  • Stefán Claessen ÍR
  • Valgeir BGuðbjartsson KFR

Björn Kristinsson KR náði ekki kjöri.

Von er á fundargerð þingsins á næstunni og verður þá sagt frá því hér á vefnum.

Toppveitinga mótið

Merki Keilunnar á AkureyriÍ tengslum við þing KLÍ sem fram fer um næstu helgi verðru blásið í hressilegt C mót og verður keiludeild Þórs þar í samstarfi við Topp Veitingar. Spilaðir eru 3.leikir með og án forgjafar. Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3.sætin í báðum flokkum. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Verð fyrir 3.leiki er 3.500,- kr með því að skrá sig á vefnum en ef þú mætir á staðin að þá er verðið 5.500,- kr. Mótið er C mót. Olíuburður verður ekki gefin upp heldur verður hann valin á mótsdag. Skráning hér.

Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

robert_anderssonKeiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.

Þeir tímar sem í boði eru:

  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (Uppselt)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 18:00 til 20:00 – Fyrirlestur í ÍR heimilinu Skógarseli 12 (nánar auglýst síðar) Opið þeim sem sækja tíma á braut með Robert.

Þátttökugjald verður kr. 5.000,- sem má greiða á staðnum.

Skráning fer fram á vefnum – athugið – takmarkaður fjöldi þátttakenda í hverjum tíma

Upplýsingar um Robert Anderson

  • Heimsmeistari í tvímenning
  • Landsliðsmaður i Sænska landsliðinu til margra ára
  • Liðsmaður og sport stjórnandi Team Pergamon fra Gautaborg
  • Æðsta stig í þjálfun frá Háskólanum í Svíþjóð (mjög fáir með þessa menntun)
  • Hefur þjálfað í Svíþjóð og mörgum löndum í fjölda ár
  • Hefur haldið fyrirlestur á ráðstefnum hjá alþjóðasamtökum þjálfara
  • Þróaði nýja tækni til að auka leikni leikmanns