Toppveitinga mótið

Merki Keilunnar á AkureyriÍ tengslum við þing KLÍ sem fram fer um næstu helgi verðru blásið í hressilegt C mót og verður keiludeild Þórs þar í samstarfi við Topp Veitingar. Spilaðir eru 3.leikir með og án forgjafar. Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3.sætin í báðum flokkum. Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Verð fyrir 3.leiki er 3.500,- kr með því að skrá sig á vefnum en ef þú mætir á staðin að þá er verðið 5.500,- kr. Mótið er C mót. Olíuburður verður ekki gefin upp heldur verður hann valin á mótsdag. Skráning hér.

Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

robert_anderssonKeiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.

Þeir tímar sem í boði eru:

  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (Uppselt)
  • Fimmtudagurinn 26. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 09:00 til 11:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 12:00 til 14:00 (8 keilarar hámark)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 14:30 til 16:30 (Uppselt)
  • Föstudagurinn 27. maí frá kl. 18:00 til 20:00 – Fyrirlestur í ÍR heimilinu Skógarseli 12 (nánar auglýst síðar) Opið þeim sem sækja tíma á braut með Robert.

Þátttökugjald verður kr. 5.000,- sem má greiða á staðnum.

Skráning fer fram á vefnum – athugið – takmarkaður fjöldi þátttakenda í hverjum tíma

Upplýsingar um Robert Anderson

  • Heimsmeistari í tvímenning
  • Landsliðsmaður i Sænska landsliðinu til margra ára
  • Liðsmaður og sport stjórnandi Team Pergamon fra Gautaborg
  • Æðsta stig í þjálfun frá Háskólanum í Svíþjóð (mjög fáir með þessa menntun)
  • Hefur þjálfað í Svíþjóð og mörgum löndum í fjölda ár
  • Hefur haldið fyrirlestur á ráðstefnum hjá alþjóðasamtökum þjálfara
  • Þróaði nýja tækni til að auka leikni leikmanns

Hafþór Harðarson sigraði forkeppni AMF 2016

Hafþór Harðarson og Dagný Edda Þórisdóttir verða fulltrúar Íslands á AMF2016Hafþór Harðarson úr ÍR sigraði forkeppni heimsbikarmóts einstaklinga AMF World Cup en undanúrslitakeppnin í forkeppninni hér heima fór fram um helgina. Hafþór sigraði Björn Birgisson úr KR í úrslitaviðureigninni með 222 pinnum gegn 183. Með sigrinum hlýtur Hafþór ferð og keppnisrétt á 52. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í Shanghai í Kína dagana 14. til 23. október í ár. Að venju fær sigahæsti einstaklingurinn af gagnstæði kyni einnig þátttökurétt á því móti og í ár varð það Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR sem varð efst kvenna en hún endaði í 5. sæti eftir undanúrslitin í dag. Í þriðja sæti varð svo Gústaf Smári Björnsson úr KFR og í fjórða sæti varð Stefán Clasessen úr ÍR.

Undanúrslitin fóru þannig fram að 10 keilarar kepptu sín á milli með því að spila einn leik allir við alla, alls 9 leikir. Fjórir efstu keilararnir eftir undanúrslitin í dag fóru áfram í svokallaðan Step Ladder þannig að þeir sem voru í fjórða og þriðja sæti kepptu um rétt til þess að keppa við þann sem varð í öðru sæti og svo sigurvegarinn úr þeirri viðureign keppti við þann sem varð í fyrsta. Röð keilara eftir undanúrslitin var þessi:

1.  sæti Björn Birgisson úr KR með 2.060 stig

2.  sæti Hafþór Harðarson ÍR með 2.026 stig

3.  sæti Gústaf Smári Björnsson KFR með 1.981 stig en hann spilaði sig inn í úrslitin með því að taka 290 leik í næst síðasta leiknum í undanúrslitunum

4.  sæti Stefán Claessen ÍR með 1.973 stig

5.  sæti Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 1.959 stig

6.  sæti Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR með 1.945 stig

7.  sæti Guðlaugur Valgeirsson KFR með 1.883 stig

8.  sæti Freyr Bragason KFR með 1.878 stig

9.  sæti Bjarni Páll Jakobsson ÍR með 1.874 stig

10. sæti Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 846 stig en Þorleifur varð að hætta keppni eftir 5. leik vegna veikinda.

ÍR PLS Íslandsmeistarar karla 2016

ÍR PLS eru Íslandsmeistarar karla 2016Í gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Gulli Lærlingur spilaði hvað best í úrslitakeppninni en hann var með 241 í meðaltal í úrslitarimmunni þar af spilaði hann 771 seríu í 2. umferð.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.

 

 

  KFR Lærlingar urðu í 2. sæti 2016  ÍA W varð í 3. sæti 2016

ÍR PLS – KFR Lærlingar og ÍA -W sem varð í 3. sæti ásamt ÍR KLS en ekki náðist mynd af þeim

KFR Valkyrjur Íslandsmeistara kvennaliða 2016

KFR Valkyrjur eru Íslandsmeistarar kvennaliða 2016Í gærkvöldi fór fram 2. umferð i úrslitakeppni liða á Íslandsmótinu í keilu. KFR Valkyrjur og ÍR Buff áttust við í kvennaflokki og var staðan 12 stig gegn 2 Valkyrjum í vil frá fyrstu umferð og brekkan því brött fyrir ÍR Buff. Einnig áttust við ÍR PLS og KFR Lærlingar í úrslitum karlaliða en þar var staðan eftir 1. umferðina 9,5 stig gegn 4,5 ÍR PLS í vil.

Ástrós (ÍR Buff) og Dagný (KFR Valkyrjur) áttust við í fyrsta leik og áttu hvorugar góðan leik og fór hann 144 – 148 Dagnýju í vil og því eitt stig í hús hjá Valkyrjum. Silla (ÍR Buff) tók stig á móti Hafdísi (KFR Valkyrjur) með 203 leik gegn 154 og Soffía (ÍR Buff) tapaði svo í 10. ramma með 161 gegn 168 hjá Katrínu Fjólu (KFR Valkyrjur). Úrslitin í 1. leik því 508 – 470 Buff í vil og 2 stig gegn 2 og heildin því 14 stig gegn 4 Valkyrjum í hag.

Leikur 2. Ástrós (ÍR Buff) spilaði gegn Katrínu (KFR Valkyrjur) og nú sýndi Ástrós sitt rétta andlit og náði 211 leik gegn 176. Dagný (KFR Valkyrjur) setti í svaka leik gegn Sillu (ÍR Buff) 269 gegn 156. Hafdís (KFR Valkyrjur) tók einnig góðan leik 221 gegn 179 hjá Soffíu (ÍR Buff). Heildin 666 pinnar gegn 546 og leikurinn fór því 3 stig gegn 1 Valkyrjum í vil og staðan 17 stig gegn 5. Valkyrjur þurftu aðeins 4,5 stig af þeim 6 sem í boði voru þetta kvöldið til að hampa titlinum. Heildar skor eftir 2 leiki 1.136 pinnar Valkyrja á móti 1.054 hjá Buff.

ÍR Buff varð í 2. sæti á Íslandsmóti kvennaliða 2016

Leikur 3. Ástrós (ÍR Buff) spilaði gegn Hafdísi (KFR Valkyrjum) og fór leikurinn 177 – 169. Silla (ÍR Buff) spilaði 161 gegn Katrínu (KFR Valkyrjur) 181 og Soffía (ÍR Buff) 177 spilaði gegn Dagnýu KFR (Valkyrjur) 206 og 3 – 1 sigur Valkyrja 556 pinnar gegn 515 og heildin 1.692 gegn 1.569. Staðan 22 stig gegn 6 og Valkyrjur því orðnar Íslandsmeistarar kvennaliða 2016.

TIL HAMINGJU KFR VALKYRJUR

KFR Lærlingar og ÍR PLS áttust við hjá körlunum og var staðan 4,5 stig gegn 9,5 PLS mönnum í vil eftir fyrstu umferðina. Gulli (KFR Lærlingar) átti mjög góðan leik gegn Hafþóri (ÍR PLS) 246 – 191, Gústaf (KFR Lærlingar) spilaði 182 gegn Einar (ÍR PLS) sem náði 215 og vann því sinn leik og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 177 gegn Bjarna (ÍR PLS) sem tók 257. Stigin því 3 – 1 PLS í vil og pinnafjöldinn 663 – 605. Heildarstaðan 12,5 stig gegn 5,5 PLS mönnum í hag.

Leikur 2. Gulli (KFR Lærlingar) ætlar ekki að gefa neitt eftir í einvíginu og spilaði 246 öðru sinni núna gegn Bjarna (ÍR PLS) sem þó var með 217. Gústi (KFR Lærlingar) spilaði 177 gegn 210 hjá Hafþóri (ÍR PLS) og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 213 leik átti lítið í Einar (ÍR PLS) sem setti í 278 leik. Aftur 3 – 1 sigur hjá PLS mönnum og staðan orðin vænleg 15,5 stig samtals gegn 6,5 og pinnafallið í umferðinni 1.368 gegn 1.241. PLS menn farnir að sjá glitta í titilinn.

Leikur 3. Eitt af flottari einvígum kvöldsins Gulli (KFR Lærlingar) heldur áfram að spila vel og nær 279 leik gegn Einari (ÍR PLS) sem ekki var síðri og náði 265 pinnum en var með einn opinn ramma. Gústi (KFR Lærlingar) komst í gang og náði 235 gegn Bjarna (ÍR PLS) 192 og Freyr (KFR Lærlingar) spilaði 204 gegn 188 leik Hafþórs. 4 – 0 sigur Lærlinga í síðasta leik og sóttu þeir að í heildarpinnum kvöldsins en ekki nógu mikið og náðu 1.959 pinnum gegn 2.007 hjá PLS. Staðan eftir 2. kvöld ÍR PLS 17,5 stig gegn 10,5 hjá KFR Lærlingum. Lærlingar halda í vonina en PLS menn ætla sér titilinn. Gulli var með bestu seríu kvöldsins eða 771 sem er 257,0 í meðaltal.

Þar sem KFR Valkyrjur tryggðu sér titilinn í gærkvöldi þurfa konurnar ekki að taka síðustu umferðina en hún fer fram í kvöld kl. 19:30. Í kvöld ræðst hvort það verða ÍR PLS eða KFR Lærlingar sem hampa titlinum í ár hjá körlum. ÍR PLS hafa fimm sinnum hampað titlinum, síðast árið 2009 en KFR Lærlingar hafa hampað honum alls átta sinnum og síðast árið 2011. Lærlingar slógu út ÍR KLS í undanúrslitum sem hafa haldið Íslandsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár.

Aðgangur að Egilshöll er opinn öllum á meðan úrslitin fara fram og eru keilarar sem og aðrir hvattir til að mæta og styðja sitt lið eða bara sjá tvö bestu liðin í dag leika um Íslandsmeistaratitil.

Úrslit – Lokadagur

Í kvöld, þriðjudaginn 3. maí fer fram lokaleikur hjá körlunum í úrslitum Íslandsmóts liða. ÍR-PLS taka á móti KFR-Lærlingum. Staðan fyrir loka leikinn er ÍR-PLS 17,5 – 10,5 KFR-Lærlingar. Heimaliðið hefur valið olíuburð og er hann: 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29.

Leikurinn verður á brautum 3-4 þar sem er gott pláss fyrir áhorfendur og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.

Vekjum sérstaka athygli á því að leikurinn hefst kl. 19:30


Úrslit – dagur 2

Í kvöld, mánudaginn 2. maí fara fram leikir tvö í úrslitum Íslandsmóts liða. í karlaflokki taka KFR-Lærlingar á móti ÍR-PLS og í kvennaflokki taka ÍR-Buff á móti KFR-Valkyrjum. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann í báðum tilvikum: Stonehenge – 40 fet – ratio 6.56

Leikirnir verða á brautum 15-18 þar sem braut 5 er biluð. Við hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.

Vekjum sérstaka athygli á því að leikirnir hefjast kl. 19:30

Fyrsta umferðin í úrslitum Íslansmóts liða

KFR Valkyrjur frá árinu 2013Í gærkvöldi fór fram fyrsta umferðin í úrslitum á Íslandsmóti liða 2016. Til úrslita keppa í kvennaflokki KFR Valkyrjur og ÍR Buff og í karlaflokki keppa ÍR PLS og KFR Lærlingar. Keppnin heldur svo áfram í kvöld og annað kvöld og þá verða krýndir Íslandsmeistarar í liðakeppni 2016.

Leikirnir i gær voru nokkuð spennandi karla megin en þar hafði á endanum ÍR PLS sigur samanlagt 9,5 stig gegn 4,5. Í fyrsta leik hafði Guðlaugur í KFR Lærlingum betur í viðureign sinni við Einar Má 232 gegn 231 og kom þar til að Guðlaugur náði að fella út í 10. ramma. Róbert og Bjarni í ÍR PLS lönduðu sigri í sínum viðureignum og náðu heildinni í 1. leik þannig að staðan eftir hann var 647 pinnar gegn 628 eða 3 stig gegn 1.

Hjá konunum var janft í 1. leik og munaði þar um að Dagný Edda í KFR Valkyrjum spilaði 266 leik og tryggði Valkyrjum heildina 580 pinnar gegn 549. Silla og Ástrós sigruðu sína keppinauta og fór því leikurinn 2 stig gegn 2.

Í öðrum leik var spennan enn ofan á hjá körlunum og réðust úrslitn ekki fyrr en í síðustu römmum en PLS drengir náðu að landa 3 – 1 sigri með 592 pinnum gegn 589. Gústaf Smári í Lærlingum spilaði 255 en það dugði ekki fyrir heildina hjá þeim. Staðan eftir tvo leiki því 6 stig gegn 2 PLS í vil.

Í leik tvö hjá konum settu KFR Valkyrjur í smá fluggír og lönduðu 4 – 0 sigri í öðrum leik. Leikurinn stoppaði þó í 5. ramma vegna bilunnar í braut og var óþægilega löng bið hjá þeim. Valkyrjur létu það þó ekki á sig fá og kláruðu leikinn 569 gegn 471 og því komnar með þægilega stöðu varðandi heildarpinna. Staðan eftir tvo leiki því 6 stig gegn 2.

Í þriðja og síðasta leik var spennan ekkert minni hjá strákunum. Lærlingar sóttu hvað þeir gátu og náðu á endanum í 10. ramma sigri. Jafnt var hjá Bjarna í PLS og Guðlaug í Lærlingum en þeir spiluðu 235 leik. Lokastaða í 3. leik því 2,5 stig gegn 1,5 eða 630 pinnar gegn 628 fyrir Lærlinga og lokastaðan í 1. umferðinni því 9,5 stig ÍR PLS í vil gegn 4,5 hjá KFR Lærlingum. Heildin var 1.867 pinnar (207,44 í mt.) gegn 1.847 (205,22 í mt.).

Aftur héldu Valkyrjur áfram ferðinni og unnu 3. og síðasta leikinn 4 – 0 með 546 pinnum gegn 512 og viðureignina því samanlagt 12 stig gegn 2, heildarpinnar 1.695 (188,33 í mt.) gegn 1.532 (170,22 í mt.)

Eins og seegir hér að ofan heldur úrslitakeppnin áfram í kvöld kl. 19:30. Nú er um að gera fyrir keilara að koma og styðja við félaga sína. Fyrir þá sem komast ekki þá verður örugglega staðan sett inn jafn óðum á keilara síðum á Facebook.