Stjórn KLÍ óskar eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér nefndarstörf fyrir komandi tímabil. Einstaklinga vantar í allar nefndir, sjá stjórn og nefndir. Nefndarstörf eru nokkuð gefandi og mjög lærdómsrík. Þar með gefst fólki tækifæri til að kynnast betur starfsemi keilunnar og fær um leið tækifæri til að hafa áhrif á framgang hennar. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að setja sig í samband við stjórn KLÍ í gegn um tölvupóst. Munið að til þess að starfsemi keilunnar gangi þarf sjálfboðaliða til að taka þátt í þessum störfum. Án þess verður vart hægt að halda uppi öflugu starfi í gegn um KLÍ.

ÍR-PLS Íslandsmeistarar karla 2025
Í úrslitum í 1. deild karla áttust við KFR-Stormsveitin og