Tvímenning lokið – EYC 2024

Facebook
Twitter

Nú er tvímenning lokið á Evrópumóti unglinga 2024 í Helsinki í Finnlandi.
Strákarnir hófu leik í gær, 27.mars og stóðu sig einstaklega vel.
Ásgeir Karl og Matthías Leó hófu daginn og áttu fína leiki en náðu sér aldrei almennilega á skrið.
Ásgeir spilaði 1153 í 6 leikjum og Matthías spilaði 1224.

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Matthías Leó

186

228

198

202

218

192

1224

204,00

 

Ásgeir Karl

179

210

226

181

165

192

1153

192,17

 
   

365

438

424

383

383

384

2377

198,08

22.sæti

                     

 

Í seinni riðli spiluðu Mikael Aron og Tristan Máni saman og áttu þeir virkilega góða leiki.
Þeir voru aðeins 19 pinnum frá því að koma sér í undanúrslit í tvímenning og hársbreidd frá medalíu. Þetta er besti árangur Íslands í tvímenning stráka á Evrópumóti unglinga frá upphafi.
Mikael átti seríu uppá 1414 pinna í 6 leikjum og Tristan spilaði 1199.

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Tristan Máni

193

184

226

162

234

200

1199

199,83

 

Mikael Aron

223

228

231

216

258

258

1414

235,67

 
   

416

412

457

378

492

458

2613

217,75

5.sæti

                     

 

Í dag, 28.mars byrjuðu stelpurnar að spila.
Olivia og Viktoría Hrund byrjuðu daginn af krafti en náðu ekki að halda sér í sama formi og í einstaklingskeppninni.  Olivia spilaði 1097 í 6 leikjum og Viktoría spilaði 1055.

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Viktoría Hrund

210

177

132

180

174

182

1055

175,8

 

Olivia Lindén

136

187

194

185

201

194

1097

182,8

 
   

346

364

326

365

375

376

2152

179,3

25.sæti

                     

 

Bára Líf og Særós Erla spiluðu svo í seinna holli og voru þær með fínustu spilamennsku.
Særós náði ekki að fylgja eftir því sem hún gerði í einstaklingskeppninni en náði þó góðum leikjum og endaði með 914 í 6 leikjum.
Bára náði heldur betur að bæta sitt skor frá því í  einstaklingskeppninni og spilaði 1018 og bætti Íslandsmet í 3, 4 og 5 leikjum í 11-12 ára flokki stúlkna.

Tvímenningur

Leikur 1

Leikur 2

Leikur 3

Leikur 4

Leikur 5

Leikur 6

Samtals

Meðaltal

 

Særós Erla

140

150

172

130

144

178

914

152,3

 

Bára Líf

178

172

203

154

160

151

1018

169,7

 
   

318

322

375

284

304

329

1932

161,0

31.sæti

                     

 

Þá er bara liðakeppnin og masterskeppnin eftir. Liðakeppni er spiluð þannig að fyrstu 3 leikir hjá báðum kynjum eru spilaðir á morgun, 29. mars og seinni 3 leikirnir spilaðir 30. mars. Í masterskeppni eru efstu 16 í All-Event sem komast áfram og spilað er maður á mann. Mikael Aron er næst úrskurði strákamegin en honum vantar bara 19 pinna til að komast inn. Viktoría er næst úrskurði stelpumegin og er hún 155 pinnum frá.

Liðakeppni á morgun og verður hægt að fylgjast með í beinu streymir hér:

Stöður og dagskrá o.fl. er hér:

 

ÁFRAM ÍSLAND!

Nýjustu fréttirnar