Íslandsmót Öldunga 2024

Facebook
Twitter

Um liðna helgi var spilað á Íslandsmóti öldunga. Þar geta allir sem eru 50 ára eða eldri tekið þátt. Spilaðir voru 12 leikir í forkeppni á laugardag og sunnudag og komust 6 áfram í undanúrslit. Á mánudag var svo spiluð 6 manna undanúrslit þar sem allir leika við alla og fást bónusstig fyrir sigur í viðureign. Efstu 3 komast svo áfram í úrslit.

 

Í kvennaflokki var það Anna Soffía Guðmundsdóttir KFR sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta sinn á Íslandsmóti öldunga eftir harða baráttu við Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR í úrslitaviðureigninni. Snæfríður Telma Jónsson ÍR var í því þriðja.

 

Í karlaflokki varð Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR Íslandsmeistari öldunga eftir að hafa sigrað Guðmund Sigurðsson ÍA í úrslitum. Bjarki Sigurðsson ÍR lenti í þriðja sæti

Til hamingju Anna Soffía og Þórarinn Már!

Nýjustu fréttirnar